
Yfir hundrað manns mætti fyrir utan ríkisstjórnarfund á Hverfisgötu í morgun, til að mótmæla þjóðarmorðinu á Gaza og krefjast þess að Kristrún Frostadóttir stæði við orð sín um að beita Ísrael viðskiptaþvingunum og öðrum refsiaðgerðum.

Að sögn Magnúsar Magnússonar stjórnarmanns í Félagið Ísland-Palestína sagði að mikill kraftur og samstaða hafi einkennt mótmælin en segir að ráðamenn hafi snúið baki í mótmælendur.
„Við vorum vel yfir hundrað manns þegar mest var. Mikill kraftur og samstaða og friðsamlega mótmæli eins og alltaf. Ráðamenn snéru baki í okkur og töluðu ekki við okkur nema Inga Sæland, sagðist ætla halda áfram að senda börnunum á Gaza ást og kærleik,“ sagði Magnús í samtali við Mannlíf.

Aðspurður um orð Ingu Sæland, um að hún sendi börnunum á Gaza ást og kærleik, svaraði Magnús:
„Mér fannst þau til skammar. Þú sendir ekki fólki sem verið er að útrýma ást og kærleik, heldur tekur þú slaginn fyrir þau og heldur baráttunni áfram. Viðskiptaþvinganir, alþjóðleg einangrun og aðrar friðsamar aðgerðir eru vopn sem Ríkistjórn Íslands getur beitt og á að beita.“

Komment