Í dagbók lögreglu frá í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að tilkynnt hafi verið um slys á hlaupahjóli en einn aðili leitaði til læknis eftir óhappið.
Nokkuð var um drukkna og vímaða ökumenn og þá voru nokkrir teknir fyrir of hraðan akstur.
Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í Reykjavík. Er lögregla kom á vettvang var aðilinn gripinn glóðvolgur við að taka muni úr bílskúr sem var ekki í hans eigu. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Málið í rannsókn að sögn lögreglu.
Lögregla hafði afskipti af ökumanni í Hafnarfirði. Við nánari athugun lögreglumanna kom í ljós að ökumaðurinn var undir áhrifum vímuefna og áfengis. Einnig var hann kærður fyrir brot á vopnalögum.
Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í Kópavogi. Svo kviknaði í bíl í Breiðholti en slökkviliði náði að slökkva eldinn auðveldlega.
Komment