1
Innlent

Birti mynd af meintri skipulagðri glæpastarfsemi í Grafarvogi

2
Innlent

„Það er eiginlega ljótt af manni að senda svona fallegan mann í fangelsi“

3
Innlent

Morðmáli Margrétar Löf frestað

4
Innlent

Gabríel notaði eiturlyf til að deyfa reiðina

5
Heimur

Síðdegissund getur reynst banvænt á Kanaríeyjum

6
Pólitík

Viktor Orri hæðist að Snorra Mássyni

7
Innlent

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“

8
Fólk

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu

9
Heimur

Trump undirbýr innrás í Mexíkó

10
Innlent

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli

Til baka

Vinur Vilhjálms prins féll til bana af hótelþaki

„Hann lifði lífinu eins og Pétur Pan“

Vilhjálmur og Ben
Vilhjálmur og BenGóðvinur krónprinsinn er látinn, aðeins 45 ára að aldri
Mynd: Samsett

Vinur Vilhjálms Bretaprins og fyrrverandi þátttakandi í raunveruleikaþættinum Big Brother er látinn eftir að hafa fallið um 30 metra af þaki hótels í Vestur-Lundúnum. Ben Duncan, sem kynntist prinsinum og eiginkonu hans, Katrínu, þegar þau stunduðu nám við háskólann í St. Andrews, var sagður hafa verið hluti af innsta vinahópi þeirra.

Duncan lést 30. október, 45 ára að aldri, eftir að hafa fallið af þaki sjö hæða byggingar í West End. Lögreglan í Lundúnum var kölluð út að hótelinu Trafalgar St James eftir að tilkynnt hafði verið um „mann á þakinu“. Talið er að Duncan hafi fallið af þakbarnum, sem er með háum plastveggjum í kringum sig til öryggis.

Duncan varð landsþekktur eftir að hafa tekið þátt í 11. þáttaröð Big Brother. Hann var rekinn úr þættinum á 52. degi, en sigurvegari þeirrar seríu var Josie Gibson. Hann hafði einnig komið fram í þáttum á borð við Come Dine With Me, Ladette to Lady og Celebrity Coach Trip.

Ben var auk þess í samskiptum við ýmsa þekkta einstaklinga í Bretlandi, þar á meðal lávarðinn Peter Mandelson, stjórnmálamanninn Michael Portillo og hönnuðinn Nicky Haslam.
Vinur hans, fjölmiðlamaðurinn Mike Hollingsworth, heiðraði minningu hans í færslu á Facebook:
„Kæri, kæri vinur minn, Benjamin (Ben) Duncan, hefur yfirgefið okkur.
Hann lifði lífinu eins og Pétur Pan, drengurinn sem aldrei vildi verða fullorðinn. Hans verður sárlega saknað af mörgum vinum sínum, sem elskuðu sjarma hans, húmorinn, smitandi hláturinn og meðfædda stíltilfinningu hans. Heimurinn er fátækari án hans. Hvíl í friði, Benji.“

Annar vinur, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagði við Daily Mail:
„Ben var alltaf líf og sál hverrar samkomu. Þótt hann hafi komið fram í raunveruleikaþáttum voru sannar ástríður hans stjórnmál og tónlist. Á síðustu árum dró hann sig meira í hlé og glímdi við svefnleysi. Það er hrikalegt að hann sé farinn svona ungur.“

Árið 2010, áður en Vilhjálmur prins og Katrín Middleton giftu sig, lýsti Duncan vináttu sinni við þau opinberlega. Hann sagðist hafa verið einn þeirra fyrstu sem tók eftir því að á milli þeirra væri blossandi samband:

„Þar sem við höfðum Villa og Kötu í okkar hópi voru konunglegir lífverðir um allt. Við vissum að þau höfðu náð saman og að eitthvað væri í gangi, en þau fengu bara frið til að vera saman.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Glúmur gat ekki brosað til gullfallegrar konu
Fólk

Glúmur gat ekki brosað til gullfallegrar konu

„Glúmur, you still got it.“
Ungur maður verður ákærður fyrir skipuleggja hryðjuverk í Svíþjóð
Heimur

Ungur maður verður ákærður fyrir skipuleggja hryðjuverk í Svíþjóð

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður
Innlent

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli
Innlent

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu
Fólk

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“
Innlent

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“

Öfgamaðurinn Tommy Robinson sýknaður
Heimur

Öfgamaðurinn Tommy Robinson sýknaður

Nýtt frumvarp í Ísrael heimilar dauðarefsingu Palestínumanna
Heimur

Nýtt frumvarp í Ísrael heimilar dauðarefsingu Palestínumanna

Lamdi mann og hótaði honum lífláti
Innlent

Lamdi mann og hótaði honum lífláti

Lögreglumenn óku í tvígang yfir meintan glæpamann
Myndband
Heimur

Lögreglumenn óku í tvígang yfir meintan glæpamann

The Saints of Boogie Street snúa aftur eftir þriggja ára hlé
Menning

The Saints of Boogie Street snúa aftur eftir þriggja ára hlé

Fannar var hræddur við marga á Stuðlum
Innlent

Fannar var hræddur við marga á Stuðlum

Heimur

Vinur Vilhjálms prins féll til bana af hótelþaki
Heimur

Vinur Vilhjálms prins féll til bana af hótelþaki

„Hann lifði lífinu eins og Pétur Pan“
Trump undirbýr innrás í Mexíkó
Heimur

Trump undirbýr innrás í Mexíkó

Ungur maður verður ákærður fyrir skipuleggja hryðjuverk í Svíþjóð
Heimur

Ungur maður verður ákærður fyrir skipuleggja hryðjuverk í Svíþjóð

Öfgamaðurinn Tommy Robinson sýknaður
Heimur

Öfgamaðurinn Tommy Robinson sýknaður

Nýtt frumvarp í Ísrael heimilar dauðarefsingu Palestínumanna
Heimur

Nýtt frumvarp í Ísrael heimilar dauðarefsingu Palestínumanna

Lögreglumenn óku í tvígang yfir meintan glæpamann
Myndband
Heimur

Lögreglumenn óku í tvígang yfir meintan glæpamann

Loka auglýsingu