
Viktor Orri Valgarðsson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi varaþingmaður Pírata skýtur leifturfast á Snorra Másson, þingmann Miðflokksins, í nýrri Facebook-færslu.
Til efni skrifa Viktors Orra eru orð Snorra sem hann lét falla á Rás 2 í morgun, þar sem hann rökræddi við Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Friðjón hafði svarað orðum Snorra, meðal annars um að samfélagið á Íslandi hafi gengið vel í 1100 ár án aðkomu erlends vinnuafls. Þessu var Friðjón ósammála en voru þeir fengnir til að ræða þessi mál á Rás 2 í morgun.
„Snorri Másson hélt því fram á Rás 2 rétt í þessu að það væri staðreynd að verið væri að "skipta út" Íslendingum vegna lágrar fæðingartíðni og fjölda innflytjenda.“ Þannig hefst færsla Viktors Orra og bætir við: „Á þeim grunni heldur hann því fram að hrun vestrænnar siðmenningar vofi yfir.“
Útskýrir Viktor Orri þankaganginn á bakvið orð Snorra:
„Það felur í sér þá forsendu að fólk sem fæðist annars staðar (í okkar tilfelli aðallega Austur-Evrópu) geti ekki tileinkað sér vestræna siðmenningu eða orðið Íslendingar.“
Að lokum sendir Viktor Orri örfínar pílur á Miðflokksmanninn:
„Hvað eigum við að kalla þá hugmynd, svo Snorri fari ekki að kveinka sér yfir að hann megi ekki tala fyrir gömlum merkimiðum... frasisma? Þjóðisma? Fæðingarlandsisma?“

Komment