1
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

2
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

3
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

4
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

5
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

6
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

7
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

8
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

9
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

10
Heimur

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum

Til baka

Vignir Vatnar sigraði stórmeistarann Magnus Carlsen í netskák

„Ég er helvíti ánægður“

magnus carlsen vignir vatnar
Magnus og Vignir VatnarVignir hafði betur gegn Magnusi.
Mynd: Samsett

Íslenski stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson hafði betur gegn hinum norska stórmeistara Magnusi Carlsen á skákmóti á netinu í gærkvöldi. Skákin fór fram í Titled Tuesday, vikulegu skákmóti sem Chess.com heldur utan um. RÚV segir frá sigrinum.

Með þessum sigri varð Vignir fyrsti Íslendingurinn til að vinna Carlsen frá árinu 2011. Carlsen, sem varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2013 og hefur alls fimm sinnum hampað titlinum, er víða talinn einn fremsti skákmaður heims.

Vignir Vatnar, fæddur árið 2003, er yngsti stórmeistari Íslands en hann varð stórmeistari árið 2023. Hann er einn af sautján Íslendingum sem hlotið hafa þann titil.

Í viðtali við Vísi lýsti Vignir ánægju sinni með sigurinn: „Ég vann hann og í þokkabót er þetta fyrsta skipti sem ég tefli við hann þannig ég er helvíti ánægður með 1-0 skorið mitt á móti honum!“

Skák þeirra þótti óvenjuleg þar sem staðan var ekki Vigni Vatnari í hag snemma í taflinu. Hann benti einnig á að Carlsen hefði áður tapað gegn Íslendingum í netskák, en ekki síðan 2011.

Carlsen trónir enn á toppi ELO-styrkleikalistans með 2837 stig, en Hikaru Nakamura fylgir fast á eftir með 2804 stig. Vignir er með 2536 ELO stig og er í 398. sæti á heimsvísu.

Vignir endaði í 50. sæti í mótinu að þessu sinni, en besti árangur hans hingað til er 10. sæti. Heildarverðlaun í mótinu nema 635.000 krónum, þar af fær sigurvegarinn 127.000 krónur.

Japanski stórmeistarinn Hikaru Nakamura hefur unnið Titled Tuesday oftast eða 70 sinnum, með Carlsen næstan á eftir með 29 sigra.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Læknirinn hótar Hödd málsókn
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

„Ég hef aldrei brotið á nokkrum einstaklingi,“ segir læknirinn, sem Hödd Vilhjálmsdóttir ásakar um ofbeldi, í yfirlýsingu til Mannlífs.
Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð
Myndir
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum
Heimur

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum
Myndir
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins
Heimur

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

Amir gekk 12 kílómetra eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana
Myndband
Heimur

Amir gekk 12 kílómetra eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana

Sport

Himinhá sekt blasir við ef körfuboltalið neita að spila gegn Ísrael
Sport

Himinhá sekt blasir við ef körfuboltalið neita að spila gegn Ísrael

Írska körfuknattleikssambandið íhugar viðbrögð eftir að hafa verið dregið á móti Ísrael
Veigar hársbreidd frá úrslitakeppni á sterkasta ungmennamóti heims í golfi
Sport

Veigar hársbreidd frá úrslitakeppni á sterkasta ungmennamóti heims í golfi

„Ég ólst upp í Manchester United treyju“
Sport

„Ég ólst upp í Manchester United treyju“

Stjórnendur Manchester United á Vopnafirði að ræða framtíð félagsins
Sport

Stjórnendur Manchester United á Vopnafirði að ræða framtíð félagsins

Svíar sækjast eftir virðingu og verðlaunum á EM
Sport

Svíar sækjast eftir virðingu og verðlaunum á EM

Loka auglýsingu