1
Peningar

Fræga fólkið sem keypti hlutabréf í Íslandsbanka

2
Fólk

Listamaðurinn Ólafur Elíasson í sambandi með íslenskri fyrirsætu

3
Innlent

Natalia réðst á lögreglumann í Reykjavík

4
Fólk

Hrafninn Dimma gaf Jóhanni Helga gjöf

5
Peningar

Bandarískt par hélt Excel-skjal um hringferð sína um Ísland

6
Fólk

Anna hyggur á ný ævintýri á sjónum

7
Innlent

Séra María Guðrún fer í Hofsprestakall

8
Pólitík

Þúsund manns hafa sagt sig úr Sósíalistaflokknum

9
Innlent

Hundur í einangrun eftir nauðlendingu

10
Innlent

Grímuklæddir menn eltu flogaveikan

Til baka

Viðskipti við Ísrael stóraukist á Íslandi frá upphafi þjóðarmorðs

Innflutt fyrir meira en þrjá milljarða króna árið 2024.

peningar
Íslenskar krónurInnflutningur frá Ísrael hefur stóraukist.
Mynd: Bernhard Richter/Shutterstock

Vöruviðskipti við Ísrael stórjukust á Íslandi árið 2024 en innflutningur þaðan hljóðaði upp á meira en þrjá milljarða króna.

Undanfarin 10 ár hefur útflutningur frá Íslandi til Ísraels aukist jafnt og þétt en mestur var hann árið 2022 en þá fluttu Ísraelar inn íslenskar vörur fyrir 334 milljónir króna. Innflutningur frá Ísrael til Íslands var árið 2023, 831 milljónir en rauk upp árið 2024 og fór í 3.353 milljarða króna. Það er 303,4 prósent aukning milli ára. Upplýsingarnar eru fengnar frá Hagstofu Íslands.

Graf: Viðskipti við Ísrael
Viðskipti Ísland við ÍsraelInnflutningur frá Ísrael hefur aukist um 303,4 prósent á milli ára.

Athyglisvert er að sjá hversu gríðarlega mikil aukningin er á innflutningi frá Ísrael til landsins frá því 7. október 2023, þegar Ísraelsher hóf stórfelldar árásir á Gaza, í kjölfar voðaverka Hamas-liða í Ísrael. Sjaldan eða aldrei hafa jafn margir jarðarbúar sniðgengið vörur frá Ísrael og nú, enda her landsins grunaður um þjóðarmorð á Palestínumönnum.

Mannlíf hafði samband við Hagstofu Íslands til að fá útskýringu á þessari gríðarlegu aukningu á innflutningi frá Ísrael en í skriflegu svari kemur fram að ástæðan sé umfangsmikill innflutningur á tölvuvörum hjá fyrirtækjum sem reka gagnaver hér á landi.

„Innflutningur hefur aukist gríðarlega að undanförnu vegna umfangsmikils innflutnings á tölvuvörum hjá þeim fyrirtækjum sem reka gagnaver hér á landi. Þessi aukning sem þú vísar til fellur undir þann innflutning.

Tollskrárnúmerið sem þessi innflutningur fellur undir er 85176200 (Vélar fyrir móttöku, umbreytingar og sendingar á rafrænum gögnum, einnig skiptar og beinar (routers)).“

Undanfarna mánuði hefur þrýstingur aukist til muna á íslensk yfirvöld vegna þjóðarmorðs Ísraela og hafa bæði stuðningsmenn Palestínu hér á landi og miðstjórn ASÍ krafist viðskiptabanns á Ísrael.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Jóhann Páll ráðherra
Landið

„Þess vegna er þetta dauðasvæði“

Veðurstofan
Innlent

Hiti á bilinu sex til þrettán stig

Landspítalinn
Innlent

Grímuklæddir menn eltu flogaveikan

Ólafur Þór Ólafsson
Pólitík

Ólafur Þór verður sveitarstjóri

Sr María Guðrún
Innlent

Séra María Guðrún fer í Hofsprestakall

Ólafur og Edda
Fólk

Listamaðurinn Ólafur Elíasson í sambandi með íslenskri fyrirsætu

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra
Pólitík

„Erum herlaust land í lykilstöðu“

Loka auglýsingu