1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Innlent

Karl er fundinn

6
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

7
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

8
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

9
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

10
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Til baka

Leigir út 56 stúdíóíbúðir og hagnast vel: „Davíð Oddsson úthlutaði mér lóð“

Viðar Guðjohnsen er athafnamaður, fyrrverandi frambjóðandi og á fasteign í Mörkinni þar sem hann leigir út stúdíóíbúðir og hefur hagnast vel

Viðar G
Viðar Guðjohnsen er athafnamaðurHefur átt fasteign í áratugi í Mörkinni er hann leigir út með góðum hagnaði
Mynd: X-D

Viðar Guðjohnsen, athafnamaður og fyrrverandi frambjóðandi, á fasteign í Mörkinni þar sem hann leigir út stúdíóíbúðir. Eignina hefur hann átt í yfir þrjá áratugi og hefur hagnast vel. Hann ræðir um leigumarkaðinn og herbergjahótel í viðtali við blaðamanninn Inga Frey Vilhjálmsson í fréttaskýringaþættinum Þetta helst.

Viðar Guðjohnsen var ekki þekktur er hann bauð sig fram í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir sjö árum síðan.

Hann hefur verið ansi hreint stórtækur leigusali lítilla íbúða núna í meira en þrjátíu ár:

„Ég hafði samband við Davíð Oddsson sem úthlutaði mér lóð. Davíð Oddsson borgarstjóri. Af því ég ætlaði að leigja efnaminna fólki. Hann hafði trú á mér og ég hafði trú á honum,“ segir Viðar sem á og rekur fasteign í Mörkinni í Reykjavík. Þar er hann með heilar 56 leigueiningar: Stúdíóíbúðir og líka „skonsur“ eins og hann orðar það sjálfur, í útleigu.

Mikil umræða hefur verið varðandi útleigu á litlum íbúðum og herbergjum á höfuðborgarsvæðinu. Sem og aðstæður erlends verkafólks á leigumarkaði eftir mannskæðan eldsvoða á Hjarðarhaga fyrir stuttu síðan.

Í einhverjum tilfellum er búið að breyta húsnæðinu án þess að afla tilskilinna leyfa, þannig að brunavörnum er ábótavant í slíku húsnæði, eins og slökkivliðsstjórinn í Reykjavík, Jón Viðar Matthíasson, benti meðal annars á fyrir skömmu og hefur áður gert.

Formaður leigjendasamtakanna, Guðmundur Hrafn Arngrímsson, hefur kallað eftir að settar verði einhverjar skorður á eignarhald tiltekinna einstaklinga og eignarhaldsfélaga á íbúðum.

Þá aftur að Viðari.

Í ársreikningi fyrirtækis hans er heldur utan um fasteignina í Mörkinni og útleigu hennar, kemur það fram að félagið var með rúmlega 90 milljóna króna tekjur árið 2023 og hagnaðurinn var ríflega 33 milljónir. Fyrirtækið var með 79 milljóna króna tekjur árið 2022, rúmlega 30 milljóna hagnað það árið.

Kemur fram í máli Inga Freys að fasteignamatið á þessu 56 leigueininga húsi Viðars er 880 milljónir króna. Brunabótamatið er 1260 milljónir. Skuldir félags Viðars á móti þessum eignum eru tæplega 53 milljónir króna og því óhætt að segja að leigufyrirtæki Viðars sé afskaplega vel statt fjárhagslega.

Viðar segir að hann okri ekki á leiguverðinu, en að hann hagnist engu að síður ágætlega og segir að sumir sem leigi hjá honum hafi búið lengi í Mörkinni, jafnvel í einhver 30 ár:

„Já, já. Ég hagnast en hagnaðurinn fer í að byggja nýtt húsnæði. Ég er á bíl sem er 25 ára gamall, þú sérð hvernig útgangurinn á mér er, ég passa upp á hluti, mér líður ekkert illa þó að ég sé ekki á fancy bíl, ég spara úti um allt. Ég er ekkert að gera út af því að ég vilji gefa peninga. Hvað hef ég á móti? Ég hef leigutaka sem mér líkar vel og þykir vænt um“ segir Viðar sem vill meina að búseta Íslendinga og erlendra ríkisborgara í herbergjahótelum sé ekki vandamál á leigumarkaði.

Viðar segir að þessi þróun sé svar við miklum innflutningi fólks frá öðrum löndum til Íslands:

„Þetta er í raun innrás; Þetta er bara stríð sem við erum komin í,“ segir hann.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Eldamennska fór úr böndunum
Innlent

Eldamennska fór úr böndunum

Reykræsta þurfti húsið að sögn lögreglu
Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Troðfullt í strætó
Myndir
Innlent

Troðfullt í strætó

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

Lögreglan varar við Skattsvikurum
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir
Myndir
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás
Heimur

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás

Uggi Þórður Agnarsson látinn
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“
Heimur

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“

Peningar

Mjölnir blæðir milljónum
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

Gunnar Nelson er einn af eigendum félagsins
Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda
Peningar

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda

Airpods Pro 3 kosta 40 prósent meira á Íslandi
Peningar

Airpods Pro 3 kosta 40 prósent meira á Íslandi

Megavikutilboð Domino's hækkar í verði
Peningar

Megavikutilboð Domino's hækkar í verði

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum
Peningar

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum

Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi
Peningar

Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi

Loka auglýsingu