1
Fólk

Illa gengur hjá fyrrum Ungfrú Ísland að selja Sigvaldahús

2
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

3
Heimur

Grunnskólakennari gripinn með kókaín

4
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

5
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

6
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

7
Innlent

Seðlabankastjóri undir smásjá yfirvalda

8
Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða

9
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

10
Fólk

Emmsjé Gauti selur íbúðina í Vesturbænum

Til baka

„Við eigum ekki að dæma fólk eftir ástamálum þess“

Þau taka afstöðu með Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Vilja ekki vammlausa stjórnmálamenn.

thora_gudmundur_einar_asthildur
Vill umburðarlyndiGuðmundur Andri Thorsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, vill ekki gera kröfur um vammlausa ráðherra.
Mynd: Samsett mynd

Nokkrir áberandi álitsgjafar taka afgerandi afstöðu með Ásthildi Lóu Þórsdóttur, sem sagði af sér embætti mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi vegna ástarsambands og meintrar tálmunar gagnvart ungum pilti sem hófst fyrir 36 árum, þegar hún var 22 ára en hann 15 ára.

Ekki dæma ástarmál

„Hvert og eitt tilvik er sérstakt, oft fullt af hamingju og gleði, oft sorglegt og verður jafnvel að ævilöngu sári, en sjaldnast glæpsamlegt eða til þess fallið að samborgarar eigi að setja sig á háan siðferðishest og dæma út frá takmörkuðum upplýsingum,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, í færslu á Facebook.

Guðmundur Andri tekur einarða afstöðu með Ásthildi Lóu og rétti hennar til að hafa átt ástarsamband með unglingnum án afleiðinga í dag.

„Við eigum ekki að dæma fólk eftir ástamálum þess – ekki heldur 35 ára ástamálum,“ segir hann og vill leggja aðra mælikvarða á stjórnmálamenn.

„Ég vil meta stjórnmálamenn eftir stefnu þeirra og því hversu líklegir þeir eru til að bæta samfélagið okkar; hvernig þeir fara með vald. Mér finnst ekki að stjórnmálamenn eigi umfram allt að vera vammlausar manneskjur sem aldrei hafi komist í neins konar vandræði. Mér fannst það til dæmis vont þegar Sigurjón Þórðarson þingmaður FF vildi svipta Morgunblaðið styrkjum sem blaðinu ber að fá vegna þess að honum mislíkaði fréttaflutningur þess. Mér fannst líka ýmislegt í málflutningi Ásthildar Lóu um fjármál nokkuð á skjön við það hvernig ég myndi orða hlutina – en mér sýndist hún vera að ná góðum tökum á starfi sínu.“

„Krossferð“

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fyrrverandi fréttakona og stjórnarmaður í Samstöðinni, tekur í sama streng.

„Mig langar að vita hvaða knýjandi þörf varð til þess að konan sem hratt þessu máli af stað ákvað að fara í þessa krossferð til að skemmta skrattanum. Voru það kannski lægri og ömurlegri hvatir heldur en stjórnuðu gerðum kornungs fólks í trúarsöfnuði fyrir 35 árum?“ spyr hún á Facebook.

„Einhverntímann heyrði ég að versta fólkið í barnaverndarnefndum væri ofsatrúarfólk og hatrammt bindindisfólk. Ég vil ekki endilega vammlausan barnamálaráðherra, ég vil frekar breyska manneskju sem getur skilið núansana í tilverunni.

Verða börn betur sett með harðlæstan og lokaðan barnamálaráðherra í gráum jakkafötum sem hefur aldrei misstigið sig? Eitt er víst. Morgunblaðið mun ekki linna látum fyrr en það verður búið að hýða og hengja opinberlega alla þingmenn Flokks fólksins sem vildu frekar ganga inn í núverandi ríkisstjórn en að greiða götu þeirra. Siðfræðingar flokksins munu síðan míga á gröfina og þjóðin klappa fyrir mestu hræsnurunum,“ segir hún.

Sama segir Einar Gautur Steingrímsson lögmaður um afturvirkar siðferðiskröfur. „Skil að hún kjósi að segja af sér en almennt tel ég að þjóðfélagið eigi ekki að eltast við 30 ára gamlar syndir. Mér lýst illa á slíkt. Þá bara skiptast ráðamenn í þá sem hafa gert eitthvað sem ekki hefur komist í hámæli og hina sem þurftu frá að hverfa útaf slíku. Færri hafa ekkert slíkt í pokahornnu.“

Dæmi um „núgildingu“

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi úr Sjálfstæðisflokknum, er sammála þeim öllum og er það í eitt af fáum tilfellum sem samhljómur er vinstra megin og hægra megin. Hann kallar það „núgildingu“, sem er tilvísun í „presentism“, að dæma gjörðir fortíðar út frá gildum og reglum dagsins í dag. „Núgilding felur í sér þá tilhneigingu að meta atburði og hegðun í fortíðinni út frá siðferðilegum, félagslegum eða menningarlegum viðmiðum nútímans. Þetta getur leitt til þess að fólk dæmir einstaklinga eða samfélög í sögunni harðlega fyrir gjörðir sem þó voru taldar eðlilegar á sínum tíma eða í það minnsta ekki fordæmt af samfélaginu. Með því er hætta á að við missum sjónar á félagslegu samhengi og dæmum hegðun sem þó var í samræmi við tíðarandann á þeim tíma.“

Þá bætir hann við: „Málefni barnamálaráðherra er persónulegt og sá hluti á ekki endilega erindi á hvers manns tungu þótt eðlilegt sé að málið sé rætt og reifað. Ég hef verið mjög gagnrýnin á framgöngu ráðherrans í ýmsum málum, ekki hvað síst fordæmalausa aðkomu hennar að kjarasamningum og orðum um dómstóla. Ég tel ríkisstjórn betur skipaða eftir brotthvarf hennar. Það breytir því ekki að mér þykir umræða um þessa fjölskyldusögu og núgilding umræðunnar ósanngjörn. Ég held að fólk þurfi að fara varlega í alla dóma og gæta að núgildingu. Að sama skapi þarf að muna eftir þeirri mannlegu hlið í þessu máli að fráfarandi barnamálaráðherra var á þessum tíma ung einstæð móðir og viðbrögð hennar gagnvart barnsföður þarf að skilja í því ljósi. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Grunnskólakennari gripinn með kókaín
Heimur

Grunnskólakennari gripinn með kókaín

Stærðfræðikennarinn hefur unnið sem kennari í áratug.
Yfir þúsund ökumenn óku of hratt við grunnskóla
Innlent

Yfir þúsund ökumenn óku of hratt við grunnskóla

Emmsjé Gauti selur íbúðina í Vesturbænum
Myndir
Fólk

Emmsjé Gauti selur íbúðina í Vesturbænum

Fuglainflúensa greinist í mávum á Íslandi
Innlent

Fuglainflúensa greinist í mávum á Íslandi

Karl rifjar upp kynni sín af 13 ára Páli Óskari
Fólk

Karl rifjar upp kynni sín af 13 ára Páli Óskari

Reiðir stuðningsmenn Áslaugar
Slúður

Reiðir stuðningsmenn Áslaugar

Fyrrum leikmaður Aftureldingar segir skilið við WWE
Myndband
Sport

Fyrrum leikmaður Aftureldingar segir skilið við WWE

Illa gengur hjá fyrrum Ungfrú Ísland að selja Sigvaldahús
Myndir
Fólk

Illa gengur hjá fyrrum Ungfrú Ísland að selja Sigvaldahús

Seðlabankastjóri undir smásjá yfirvalda
Innlent

Seðlabankastjóri undir smásjá yfirvalda

Ökufantur ók niður fjölda skilta
Innlent

Ökufantur ók niður fjölda skilta

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða
Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana

Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn
Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn

„Viðreisn er því frekar hlutlaust nafn. Kannski eins og Hyundai“
„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“
Pólitík

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma
Pólitík

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump
Pólitík

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

Loka auglýsingu