1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

4
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

5
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

6
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

7
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

8
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

9
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

10
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Til baka

„Tengdasonur fyrrverandi forsætisráðherra heldur lyginni áfram“

Snærós Sindradóttir skrifar varnarræðu fyrir móður sína og sendir Bjarna Benediktssyni tóninn.

Snærós Sindradóttir
Snærós Sindradóttir.Segir það þvælu að móðir hennar hagnist á fleiri innflytjendum.

Fjölmiðlakonanan Snærós Sindradóttir - dóttir Helgu Völu Helgadóttur lögfræðings og fyrrverandi þingkonu - er orðin verulega leið á því að heyra af því hér og þar að móðir hennar hafi fjárhagslegan hag af því að hingað til Íslands komi hælisleitendur.

Hún skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem meðal annars segir að „ein þrálátasta lygin sem vellur upp út rasistum landsins er sú að mamma mín hafi beinan fjárhagslegan hag af því að til Íslands komi hælisleitendur. Það líður ekki sá dagur að ég lesi ekki komment um þetta kjaftæði, og nýverið þurfti ég að leiðrétta bullið þegar það kom upp í fjölskylduspjalli vinkonu minnar.“

Hún segist hafa þagað þunnu hljóði í langan tíma, en nú sé nóg komið:

„Starfa míns og hennar vegna þagði ég í sex ár þegar þessari drullu var haldið fram en nú þegar tengdasonur fyrrverandi forsætisráðherra heldur lyginni áfram ætla ég að leiðrétta hana í eitt skipti fyrir öll.“

Og hér er leiðréttingin:

„Fyrir meira en áratug síðan tók mamma mín að sér lögmannsstörf fyrir fólk sem hingað sótti vernd eftir styrjöld í Sýrlandi. Þannig var kerfið þá og tugir lögmanna sinntu því sama. Það var sannarlega ekki mokgróði í þeim verkefnum en það er hlutverk lögmanna að taka að sér störf fyrir fólk sem á rétt á aðstoð skv. íslenskum lögum. Árið 2014 gerði ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar hins vegar breytingar á hæliskerfinu sem fólu í sér að öll þjónusta lögmanna var færð til Rauða kross Íslands. Þar með var þessum verkefnum móður minnar lokið. Fyrir þau sem kunna ekki að reikna þýðir það að í 11 ár hefur þetta ekki verið vinnan hennar.“

Snærós færir í tal að „árið 2017 var mamma mín svo kjörin á þing og lagði inn lögmannsréttindi sín á meðan. Annað en sumir. Þar sat hún í sex ár, öflugust og kraftmest allra þingmanna, þar til hún ákvað að snúa aftur til lögmannsstarfa og finna næringuna í því að hjálpa fólki augliti til auglitis frekar en í gegnum svifaseint kerfi þar sem gera þarf málamiðlanir við fólk sem hefur enga mannúð í hjarta sér. Þingmenn þjóðarinnar sem aldrei hafa hitt neinn sem ekki er af þeirra eigin sauðahúsi. Mamma mín er duglegasta kona sem ég þekki. Hún er gríðarlega hörð af sér en þeirri ásjónu fylgir því miður að fólki finnst það ekki þurfa að standa upp fyrir henni. Þannig hefur samstarfsfólk í pólitík aldrei lyft litla fingri til að leiðrétta bullið og þvættinginn sem á henni hefur dunið frá sniðmenginu sem hatar útlendinga og heldur að bólusetningar séu massastjórnunartæki stjórnvalda. Nú eru hins vegar tvö ár síðan hún sagði skilið við störf sín í þágu þjóðarinnar og varð einstaklingur á ný.“

Snærós er að endingu með skilaboð til fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssonar varðandi tengdason hans, Brynjar Barkarson, sem hélt ræðu gegn útlendingastefnu yfirvalda á laugardaginn var:

„Enn lætur þetta fólk þó, sem hefur ekki uppfært þekkingu sína á íslensku regluverki í meira en áratug, eins og á henni megi berja líkt og um kjörinn fulltrúa sé að ræða og enn taka vinir hennar sem vita betur ekki upp hanskann fyrir hana. Það gerum við fjölskyldan þá bara og verður ekki lengur setið hjá í þeim efnum. Við Bjarna Benediktsson vil ég segja: Settu tappa í tengdasoninn. Hann er að sverta ímynd fjölskyldu þinnar og verða ykkur til stórfelldrar skammar.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða
Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða

Orsök slyssins eru ekki ljós að svo stöddu
Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði
Innlent

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur
Innlent

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni
Myndir
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni
Myndir
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

Húsið stendur við óbyggt friðland
Fangar ánægðir með Jóa Fel
Fólk

Fangar ánægðir með Jóa Fel

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra
Fólk

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir
Myndir
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

Loka auglýsingu