
Eyja fagra og grænaMaðurinn vildi gera hann ennþá grænni
Mynd: Í eigu Vestmannaeyjabæjar.
Karlmaður á fertugsaldri í Vestmannaeyjum hefur verið dæmdur til að borga ríkissjóði 1.600.000 krónur í sekt ella sæta fangelsi í 52 daga.
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands og var dómurinn birtur fyrir stuttu. Maðurinn var ákærður fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa, laugardaginn 8. apríl 2023, í Vestmannaeyjum, haft í vörslum sínum samtals 20,07 grömm af maríhúana, 284,03 grömm af kannabislaufum og 4 kannabisplöntur í ræktun [50-80 cm á hæð] er samtals vógu 1,960 grömm.
Maðurinn viðurkenndi brot sitt og var með hreina sakarskrá.
Jafnframt var gerður upptækur búnaður til ólögmætrar ræktunar og meðferðar fíkniefna: Ræktunartjald, gróðurhúsalampi, loftblásari, vifta og önnur haldlögð áhöld.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment