
Starfsmaðurinn á leikskólanum Múlaborg, er situr í gæsluvarðhaldi lögreglu, grunaður um kynferðisbrot gegn barni í leikskólanum, var samkvæmt DV almennt vel liðinn á vinnustaðnum.
Er honum lýst sem nokkurskonar einfeldningi en sagður sagður blíður við börn og vel liðinn af þeim sem og samstarfsfólki.
Samkvæmt sömu heimildum DV hefur maðurinn áðurnefndi starfað á Múlaborg í tæp tvö ár en hann hefur eigi áður starfað á leikskóla; vann áður í stórmarkaði.
Hann er tæplega tuttugu og tveggja ára gamall og á íslenskan föður og erlenda móður.
Maðurinn er sagður hafa játað, en samkvæmt frétt Vísis, er greindi fyrst frá málinu, játaði maðurinn að hafa brotið af sér í starfi og var á miðvikudag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. ágúst.
Barnið er varð fyrir meintu broti sagði foreldrum sínum frá atvikinu á þriðjudag og sama dag var málið komið inn á borð lögreglu og er það til skoðunar; einnig hvort brotið hafi verið á fleiri börnum á leiksólanum; ekkert liggur fyrir um það á þessari stundu.
Lögregla hefur tekið skýrslur af nokkrum börnum í tengslum við málið.
Komment