1
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

2
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

3
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

4
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

5
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

6
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

7
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

8
Innlent

Troðfullt í strætó

9
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

10
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Til baka

Varðturn settur upp við Hallgrímskirkju

„Skrímsli,“ segir íbúi.

Hallgrímskirkja
Hallgrímskirkja og SkólavörðustígurVarað hefur verið við vasaþjófum á svæðinu.
Mynd: Shutterstock

Íslendingar gætu þurft að venjast nýrri ásýnd umhverfisins, þar sem varðturnar á vegum einkafyrirtækis í öryggismálum spretta upp.

Varðturnarnir eru til umræðu í Facebook-hópi íbúa í miðborg Reykjavíkur. Þar bendir íbúi á einn slíkan turn við Hallgrímskirkju og spyr „hvaða skrímsli þetta er?“

Þá kemur fram að annar slíkur turn hefur verið reistur á Skólavörðustíg.

Turnarnir eru á vegum öryggisfyrirtækisins Vörn. Fleiri slíka turna má sjá víða, en fyrst og fremst á bílaplönum og framkvæmdasvæðum. Þannig hafa varðturnar verið settir upp hjá ýmsum bílaleigum, Isavia og Samherja, svo eitthvað sé nefnt. Í kynningu frá Vörn öryggiskerfi kemur fram að turnarnir séu lausn fyrir slíkar aðstæður.

„Þarfnast eignin þín eftirlits?“ segir þar. „Varðturnarnir okkar eru nær fullkomin lausn fyrir vinnusvæðið, viðburðinn eða smásölustæðið þitt! Fyrirferða lítið, færanlegt eftirlitsmastur sem teygir sig nær himni en jörðu fyrir víðáttumikið útsýni til eftirlits.“

Varað við vasaþjófum

Undanfarið hafa ferðamenn í Hallgrímskirkju verið varaðir sérstaklega við vasaþjófum í kirkjunni. Á skilti við inngang kirkjunnar segir: „Varist vasaþjófa.“

Varðurn Hallgrímskirkja

Þá sagði Grétar Einarsson í samtali við Morgunblaðið að Hallgrímskirkjan hefði ákveðið sjálf að setja upp skiltið. „Þetta er leiðin­legt og við vilj­um ekki hafa svona skilti uppi við. En við vilj­um vara fólk við frek­ar en að gera ekki neitt,“ sagði kirkjuhaldari.

Í Hallgrímskirkju eru öryggismyndavélar. Ekki hefur komið fram að varðturninn utan við hana sé á vegum kirkjunnar.

Misjafnar skoðanir íbúa

Íbúar skiptast í tvo flokka í viðhorfi sínu gagnvart varðturnunum í umræðuhópnum á Facebook. „Þetta eykur öryggi í Borginni nema fyrir þá sem hafa eitthvað að fela,“ segir einn þeirra.

„Það er líka komið svona skrímsli á Skólavörðustíg“
Íbúi í miðborginni

„Það hefur ekkert verið rætt um þetta! Mér stendur hreinlega ekki á sama!“ segir önnur og birtir mynd af varðturni á Skólavörðustíg.

„Það er líka komið svona skrímsli á Skólavörðustíg,“ ítrekar annar íbúi.

Varðturn Skólavörðustíg
Varðturn á SkólavörðustígNýr varðturn við Skólavörðustíg 8 sést hér á mynd frá íbúa.
Mynd: Facebook

Borgin gerir samkomulag við lögreglu

Mannlíf hefur sent fyrirspurn á samskiptastjóra Reykjavíkurborgar vegna varðturnanna og hvort stefnt sé að enn fleiri varðturnum í borgarlandinu.

Reykjavíkurborg ber ábyrgð á því að kaupa eftirlitsmyndavélar til uppsetningar í miðborginni. Samkvæmt samkomulagi, sem Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, lagði fyrir borgarráð í mars 2023, er hins vegar hlutverk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að „ákveða staðsetningu myndavélanna og gerð á hverjum stað í samráði við Reykjavíkurborg og Neyðarlínuna.“

Þá segir í samkomulaginu að „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu útvegar og ber kostnað af búnaði vegna móttöku á merkjum úr öryggismyndavélum, hefur ein aðgang að gögnunum, annast vöktun á myndefninu og tekur ákvörðun um aðgang annarra neyðaraðila að myndefni að upptökum og í rauntíma.“ Samkomulagið kom í stað fyrra samkomulags, en í þetta sinn var Ríkislögreglustjóri aðili að samkomulaginu.

Í frumkvæðisathugun endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar í lok október 2023 kom fram að borgin þyrfti að „móta sér miðlæga stefnu um framkvæmd rafrænnar vöktunar“ og setja fram leiðbeiningar, ekki síst vegna persónuverndarsjónarmiða. Þá kom fram að 830 myndavélar væru virkar á 82 stöðum í borgarlandinu. Árið 2001 voru átta eftirlitsmyndavélar í miðbænum, en 2018 voru þær 36.

Toyota Varðturn
Varðturn á bílastæðiAlgengasti uppsetningarstaður varðturnanna eru bílastæði eða framkvæmdasvæði. Hér sést varðturn á bílastæði Toyota í Kauptúni í Garðabæ.
Mynd: Vörn.is
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða
Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða

Orsök slyssins eru ekki ljós að svo stöddu
Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði
Innlent

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur
Innlent

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni
Myndir
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða
Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða

Orsök slyssins eru ekki ljós að svo stöddu
Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði
Innlent

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur
Innlent

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur

Loka auglýsingu