1
Innlent

Margrét Löf ákærð í tengslum við andlát föður síns í Garðabæ

2
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

3
Innlent

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum

4
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

5
Landið

Leiðsögumaður bjargaði föstum jeppa við Mælifell

6
Peningar

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga

7
Innlent

Matvælastofnun innkallar kleinuhringi

8
Innlent

„Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi fyrir að sletta málningu“

9
Innlent

Lögreglan leitar að ungri stúlku sem varð fyrir bíl Akureyri

10
Heimur

„Þegar samfélag er kerfisbundið lagt í rúst dugar ekki að dreifa matarpökkum“

Til baka

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Bendir á að Trump hafi hótað innlimun nágrannaríkis Íslands og ráði yfir gögnum Íslendinga.

Donald Trump
Donald TrumpForsetinn vill innlima Grænland. Íslensk yfirvöld hafa sett allt stafrænt stjórnkerfi landsins undir hans forræði.
Mynd: Shutterstock

„Það er algerlega ábyrgðarlaust og felur í sér hættu fyrir Íslendinga,“ segir Mörður Áslaugarson í aðvörun til íslensku þjóðarinnar, þar sem hann bendir á hvernig nær öll gögn íslenskra ríkisstofnana eru nú hýst í gagnaverum bandarískra stórfyrirtækja sem lúta beint valdi Bandaríkjastjórnar, sem hafi meðal annars hótað að yfirtaka Grænland.

Mörður er framkvæmdastjóri vefhýsingarfélagsins 1984 og fyrrverandi stjórnarmaður í RÚV ohf. Í pistli sem birtist á Vísi í morgun varpar Mörður ljósi á hvernig fyrirtæki eins og Microsoft, Amazon, Apple og Google geta verið neydd til að afhenda öll gögn íslenskra ríkisstofnana til bandarískra yfirvalda, án þess að nokkur sé upplýstur um það. „Það þarf ekki einu sinni dómaraúrskurð. Það þarf ekki einu sinni að láta vita,“ skrifar hann.

Hann rifjar upp hvernig vinur hans Nicolas Merrill, sem neitaði að afhenda gögn eftir að hafa fengið svokallað „þjóðaröryggisbréf“ í Bandaríkjunum, missti fyrirtæki sitt fyrir vikið. Í flestum tilfellum, segir hann, verði fólk að lúta fyrirmælum stjórnvalda – og það megi aldrei segja frá.

Bandarísk yfirvöld með lykilinn að íslenska stjórnkerfinu

Mörður telur að íslensk stjórnvöld hafi sofið á verðinum. „Nær öll stjórnsýsla á Íslandi er stafræn ... allt er þetta falið bandarískum fyrirtækjum,“ skrifar hann og nefnir meðal annars að Landspítalinn, Tryggingastofnun, dómstólar, sýslumenn og island.is noti öll þjónustu sem er háð bandarískum lögum – þar á meðal CLOUD-lögunum sem Donald Trump staðfesti árið 2018.

Þau lög skylda bandarísk fyrirtæki til að afhenda bandarískum yfirvöldum gögn, jafnvel þótt þau séu geymd í öðrum löndum. Mörður bendir sérstaklega á nýlegt dæmi þar sem Microsoft lokaði tölvupóstþjónustu fyrir dómara við Alþjóða glæpadómstólnum – einfaldlega vegna þess að Trump líkaði ekki störf dómsins, en hann greip til refsiaðgerða gegn dómstólnum og saksóknara hans eftir alþjóðlega handtökuskipun gegn Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og fleirum vegna stríðsglæpa gegn Palestínumönnum.

„Þetta er pólitískt. Þetta er siðferðilegt.“

„Að fela bandarískum fyrirtækjum varðveislu ríkisgagna er ekki bara tæknileg ákvörðun. Hún er pólitísk, varðar lýðræðið og sjálfsforræði þjóðarinnar,“ segir Mörður. Hann bendir á að núverandi forseti Bandaríkjanna hafi „fyrir skemmstu hótað að innlima Grænland og Kanada“ og að hugtakið „þjóðaröryggi“ geti í munni Bandaríkjastjórnar þýtt „næstum hvað sem er“.

„Íslensk yfirvöld ættu, með þetta í huga, að endurskoða þá stefnu að fela bandarískum fyrirtækjum vörslu og miðlun viðkvæmra gagna borgaranna,“ segir Mörður.

Kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni

Mörður segir að frumvarp um skipan upplýsingatækni ríkisins, sem nú liggi fyrir, setji ábyrgðina í hendur fjármálaráðherra. Það sé „einkennileg ráðstöfun“, þar sem málið ætti að vera á borði forsætisráðherra eða dómsmálaráðherra vegna þjóðaröryggis.

„Ég kalla eftir afstöðu forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra,“ skrifar hann og krefst rökstuðnings fyrir því hvers vegna Ísland hafi ákveðið að fela erlendu stórveldi yfirráð yfir gögnum um heilbrigðismál, dómsmál og auðkenningu borgaranna.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga
Peningar

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga

Það tók langan tíma að afgreiða endanlega gjaldþrot BS Turn ehf. og ekkert fékkst upp í kröfur
Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum
Innlent

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Margrét Löf ákærð í tengslum við andlát föður síns í Garðabæ
Innlent

Margrét Löf ákærð í tengslum við andlát föður síns í Garðabæ

Matvælastofnun innkallar kleinuhringi
Innlent

Matvælastofnun innkallar kleinuhringi

„Þegar samfélag er kerfisbundið lagt í rúst dugar ekki að dreifa matarpökkum“
Heimur

„Þegar samfélag er kerfisbundið lagt í rúst dugar ekki að dreifa matarpökkum“

„Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi fyrir að sletta málningu“
Innlent

„Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi fyrir að sletta málningu“

Leiðsögumaður bjargaði föstum jeppa við Mælifell
Myndband
Landið

Leiðsögumaður bjargaði föstum jeppa við Mælifell

Lögreglan leitar að ungri stúlku sem varð fyrir bíl Akureyri
Innlent

Lögreglan leitar að ungri stúlku sem varð fyrir bíl Akureyri

Erlendur ferðamaður festi jeppa sinn við Mælifell
Landið

Erlendur ferðamaður festi jeppa sinn við Mælifell

Bróðir Liams og Noels ákærður fyrir nauðgun
Heimur

Bróðir Liams og Noels ákærður fyrir nauðgun

Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

„Samt slítið þið ekki stjónarsambandi við þjóðarmorðingja?“
Pálmi tætir Bergþór í sig
Pólitík

Pálmi tætir Bergþór í sig

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Sólveig Anna æf yfir tollasamning Ursulu og Donalds
Pólitík

Sólveig Anna æf yfir tollasamning Ursulu og Donalds

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“
Pólitík

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“

Hallgrímur hæðist að Njáli
Pólitík

Hallgrímur hæðist að Njáli

Loka auglýsingu