1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Landið

Hjörtur dæmdur fyrir peningaþvott

3
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

4
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

5
Fólk

Framkvæmdastjóri Olís selur í Garðabæ

6
Innlent

Karl er fundinn

7
Innlent

Amelía Rose truflaði ekki Landhelgisgæsluna

8
Heimur

Síðustu skilaboð Jay Slater opinberuð: „Ég mun ekki ná þessu“

9
Fólk

Daníel Alvin og Birta gengin í það heilaga

10
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

Til baka

Valur segir Leonard Cohen hafa séð fyrir endalok Bandaríkjanna

„Þetta hljómaði hálf-klikkað árið 2012 en virðist nú vera að raungerast“

Valur og Regnúlpurnar
Valur og RegnúlpurnarTónleikarnir fara fram í Tjarnarbíói næstkomandi sunnudag
Mynd: Art Bicnick

Næstkomandi sunnudag klukkan 20:00 verða haldnir tónleikar í Tjarnarbíói, þar sem Valur og Regnúlpurnar flytja lög kanadíska söngvaskáldsins Leonard Cohen á íslensku. Hljómsveitina skipa Valur Gunnarsson, Egill Viðarsson, Elvar Geir Sævarsson og Loftur Sigurður Loftsson.

Leonard Cohen
Leonard CohenSnillingurinn lést árið 2016
Mynd: FABRICE COFFRINI / AFP

Valur Gunnarsson, blaða- og tónlistarmaður, er téður Valur en hann hefur lengi verið aðdáandi Cohens. Mannlíf ræddi við hann um tónleikana.

Segðu mér frá tónleikunum sem þú munt halda á sunnudaginn

„Farið verður yfir lífshlaup Leonard Cohen í stórum dráttum, allt frá því hann yfirgaf Montreal árið 1966 og þar til hann gekk í klaustur árið 1994. Þegar hann flutti til New York þótti hann hálf skrýtinn, miðaldra kanadískt ljóðskáld sem vildi verða poppstjarna. En Lou Reed hafði lesið bækur hans og tók honum fagnandi og kynnti hann fyrir senunni, Andy Warhol og hinni þýsku Nico, sem hann varð bálskotinn í og samdi mörg lög um en sú var gefinn fyrir yngri menn, meðal annars Dylan. Svo verður haldið með honum út í eyðimörkina og alla leið til Íslands og loks í klaustur. Inn á milli verða flutt lög eftir hann á íslensku, sem hann reyndar sjálfur veitti blessun fyrir meðan hann var enn í klaustrinu.“

Þú sagðir mér að Cohen hefði verið sá eini sem hefði vitað hvað endalok kalda stríðsins þýddi og að hann hafi spáð fyrir um endalok Bandaríkjanna, geturðu útskýrt það betur?

„Skömmu eftir fall múrsins, þegar allir bjuggust við betri tíð og jafnvel endalokum sögunnar, sá Cohen að nú væri allt að gliðna í sundur. Sjálfur hafði hann leitað eftir strúktur í eigin lífi sem hann fann loks í klaustrinu, en þegar tvípólakerfi kalda stríðsins leið undir lok sá hann að fjandinn var laus. Hann sendi frá sér spádómsplötuna The Future, þar sem segir meðal annars: „I have seen the Future brother, it is murder.“ Morðingjar á háum stöðum fara með bænir en særa fram storminn, segir á öðrum stað. Þetta hefði til dæmis vel getað átt við innrásina í Írak, sem ég held að hafi verið nokkurs konar erfðasynd 21. aldar og við erum enn að fást við afleiðingarnar af. Síðar sagði hann í ljóði: „And one more thing, you won‘t like what comes after America.“ Þetta hljómaði hálf-klikkað árið 2012 en virðist nú vera að raungerast. Og afleiðingarnar verða ekki endilega góðar.“

Hvað mega gestir eiga von á á sunnudaginn?

„Nokkrum góðum stundum áður en allt hrynur.“

Hér má nálgast miða á tónleikana.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Fer fram tvo daga í nóvember
Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Troðfullt í strætó
Myndir
Innlent

Troðfullt í strætó

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

Lögreglan varar við Skattsvikurum
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir
Myndir
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás
Heimur

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás

Uggi Þórður Agnarsson látinn
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“
Heimur

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti
Myndband
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

Menning

Valur segir Leonard Cohen hafa séð fyrir endalok Bandaríkjanna
Menning

Valur segir Leonard Cohen hafa séð fyrir endalok Bandaríkjanna

„Þetta hljómaði hálf-klikkað árið 2012 en virðist nú vera að raungerast“
„Sumarnætur á Íslandi geta verið svo kraftmiklar, bjartar og rómantískar“
Menning

„Sumarnætur á Íslandi geta verið svo kraftmiklar, bjartar og rómantískar“

Salka Sól er úr gulli gerð
Menning

Salka Sól er úr gulli gerð

Gugga Lísa kveður móður sína
Myndband
Menning

Gugga Lísa kveður móður sína

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni
Menning

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni

Eitt af blómum Páls Óskars
Menning

Eitt af blómum Páls Óskars

Loka auglýsingu