Þung stemming ríkir í mótmælum Ísland-Palestínu sem standa nú yfir en blaðamaður og ljósmyndari Mannlífs er á staðnum
Í tilkynningu frá samtökunum segir að „í gær voru áhafnir fremstu skipanna í Gaza Freedom Flotilla, eða Frelsisflotanum, handtekin af Ísraelsher í kolólöglegri aðgerð. Mótmæli hafa brotist út víða í Evrópu vegna þessa og allsherjarverkfall verið skipulagt á morgun á Ítalíu. Það er gríðarlega mikilvægt að við sýnum flotanum stuðning með því að fylgjast með ferðum hans og þrýsta á íslensk stjórnvöld að tryggja öryggi flotans og að honum takist ætlunarverk sitt - að rjúfa ólöglega herkví Ísraels og opna leið fyrir neyðaraðstoð inn á Gaza.“
Meðal þeirra sem sigla með flotanum er Margrét Kristín Blöndal, tónlistarmaður og aðgerðarsinni, en flotanum er ætlað að brjóta herkví Ísrael um Gaza og koma hjálpargögnum á svæðið. Vilja mótmælendur hér heima á Íslandi að yfirvöld styðji Frelsisflotann. Þá krefjast mótmælendur að Landhelgisgæslan fari á svæðið til að vernda flotann.
Lögreglan vildi ekki upplýsa blaðamann Mannlífs um hvort hún væri með aukinn viðbúnað.






Komment