1
Peningar

Fræga fólkið sem keypti hlutabréf í Íslandsbanka

2
Fólk

Listamaðurinn Ólafur Elíasson í sambandi með íslenskri fyrirsætu

3
Innlent

Natalia réðst á lögreglumann í Reykjavík

4
Fólk

Hrafninn Dimma gaf Jóhanni Helga gjöf

5
Peningar

Bandarískt par hélt Excel-skjal um hringferð sína um Ísland

6
Fólk

Anna hyggur á ný ævintýri á sjónum

7
Innlent

Séra María Guðrún fer í Hofsprestakall

8
Pólitík

Þúsund manns hafa sagt sig úr Sósíalistaflokknum

9
Innlent

Hundur í einangrun eftir nauðlendingu

10
Innlent

Grímuklæddir menn eltu flogaveikan

Til baka

Uppreisn gerir Viðreisn erfitt fyrir

Ungliðahreyfing Viðreisnar skoraði á ríkisstjórnina að endurskoða afstöðu sína og ráðast ekki í fyrirhugaðar breytingar er leiða til hærri tekjuskatts.

Þorgerður Katrín
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Mynd: Facebook

Ungliðahreyfing Viðreisnar, Uppreisn, hélt sitt Landsþing þann 17. maí - og kaus þar nýja framkvæmdastjórn; ályktaði síðan gegn áformum ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar.

Kemur fram á Vísi að Landsþingið hafi ályktað að áform ríkisstjórnarinnar gangi alfarið gegn stefnu Viðreisnar; sé hreinlega þvert á það sem flokkurinn talaði um í síðustu Alþingiskosningum.

Ný framkvæmdarstjórn Uppreisnar var kosinn á þinginu og hlaut laganeminn Sverrir Páll Einarsson kjör sem forseti hreyfingarinnar; tók þar við af Gabríeli Ingimarssyni.

Aðrir stjórnarmeðlimir er náðu kjöri voru þau Una Rán Tjörvadóttir varaforseti, og meðstjórnendurnir Oddgeir Páll Georgsson, Arnar Steinn Þórarinsson, Ísak Leon Júlíusson, Hjördís Lára Hlíðberg og Úlfur Atli Stefaníuson.

Lýsti Uppreisn á Landsþinginu yfir mikilli andstöðu við fyrirhugað afnám samsköttunar skattþrepa maka sem kynnt hefur verið af núverandi ríkisstjórn.

„Einsett loforð í kosningum var að hækka ekki tekjuskatt. Viðreisn stendur gegn skattahækkunum á tekjuskatti einstaklinga. Þrátt fyrir að ekki sé um að ræða beina skattahækkun þá leiðir breytingin óhjákvæmilega til þess að launafólk mun þurfa að greiða meira í tekjuskatt,“ sagði í ályktun Landsþingsins.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Jóhann Páll ráðherra
Landið

„Þess vegna er þetta dauðasvæði“

Veðurstofan
Innlent

Hiti á bilinu sex til þrettán stig

Landspítalinn
Innlent

Grímuklæddir menn eltu flogaveikan

Ólafur Þór Ólafsson
Pólitík

Ólafur Þór verður sveitarstjóri

Sr María Guðrún
Innlent

Séra María Guðrún fer í Hofsprestakall

Ólafur og Edda
Fólk

Listamaðurinn Ólafur Elíasson í sambandi með íslenskri fyrirsætu

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra
Pólitík

„Erum herlaust land í lykilstöðu“

Loka auglýsingu