1
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

2
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

3
Pólitík

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu

4
Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

5
Innlent

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum

6
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

7
Heimur

Danir banna dróna

8
Innlent

„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“

Til baka

Umdeild auglýsingaherferð Arion banka tekin úr umferð

Bankinn var fljótur að bregðast við

Arion fyrirsæta
Módel í Arion fatnaðiHægt var að vinna verðlaun í herferð bankans.
Mynd: Arion

Ný auglýsingaherferð Arion banka, sem beindist að hluta til að börnum, hefur verið tekin úr umferð. Athygli var vakin á því að hún var á ensku að einhverju leyti og mátti bankinn þola gagnrýni vegna þess.

Samkvæmt bankanum var fólk hvatt til að taka sprell og stuð upp á myndbönd og birta á samfélagsmiðlinum TikTok og merkja þau með myllumerkinu #ArionSport. Þátttakendur gátu svo unnið verðlaun frá bankanum en meðal þess sem hægt var að vinna var fatnaður. Sá fatnaður var hins vegar merktur á ensku.

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, taldi þetta grafa undan íslensku.

„Mér finnst það algerlega ótækt og bankanum til skammar að reka þessa herferð undir slagorði á ensku,“ skrifaði prófessorinn um herferðina. „Íslenska á í vök að verkjast, ekki síst meðal ungs fólks. Þegar markaðsherferð er rekin undir ensku slagorði sendir það skýr skilaboð til unga fólksins um að íslenska sé ekki kúl - það sem máli skipti verði að vera á ensku. Það eru atriði eins og þetta sem grafa undan íslenskunni vegna þess að þau skapa neikvætt viðhorf til hennar en ýmsar rannsóknir sýna að lífvænleiki smáþjóðatungumála veltur ekki síst á viðhorfi ungu kynslóðarinnar - ef hún hefur neikvætt viðhorf til móðurmálsins á það sér ekki viðreisnar von. Ég vona að bankinn hætti snarlega að nota enskt slagorð og komi með íslenskt slagorð í staðinn.“

Arion banki virðist hafa tekið mark á þeirri gagnrýni sem sett var fram því bankinn hefur fjarlægt allt auglýsingaefni tengt herferðinni af samfélagsmiðlum.

Mannlíf sendi fyrirspurn á Elínborgu Kvaran, forstöðumann markaðsmála og þjónustuþróunar hjá Arion banka, um málið en hefur ekki fengið nein svör.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Danir banna dróna
Heimur

Danir banna dróna

Drónabann verður í gildi í Danmörku frá morgundeginum til föstudags en þetta er gert til að tryggja öryggi á leiðtogafundi Evrópusambandsins sem haldinn verður í Kaupmannahöfn
„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“
Innlent

„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum
Innlent

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu
Pólitík

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu
Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá
Minning

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá

Gersemi í Grafarvogi til sölu
Myndir
Fólk

Gersemi í Grafarvogi til sölu

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Veðrið lék landsmenn grátt
Myndir
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

Innlent

„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“
Innlent

„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“

„Tíma­mót í sjálfs­vígs­for­vörnum“ segir þingflokksformaður Framsóknar, í grein þar sem hún fjallar um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir
Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum
Innlent

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu
Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

Loka auglýsingu