1
Fólk

Prettyboitjokkó opnar sig um áföllin

2
Heimur

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni

3
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

4
Innlent

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi

5
Landið

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra

6
Heimur

Rússnesk sjónvarpsstöð sýnir byggingar skola á haf út þegar flóðbylgja rekur á land

7
Innlent

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“

8
Innlent

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri

9
Innlent

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála

10
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Til baka

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni

Föðurnum var bjargað úr sjónum

Llarga ströndin í Salou
Llarga-ströndin í SalouLögreglan telur að um slys sé að ræða
Mynd: nito-Shutterstock

Tveir breskir drengir létust í gær eftir að hafa lent í vandræðum í sjónum við Salou á Spáni. Föður þeirra var bjargað frá drukknun.

Yfirvöld staðfestu að bræðurnir, 11 og 13 ára gamlir, hefðu drukknað á Llarga-ströndinni í Salou, Tarragona. Samkvæmt spænskum yfirvöldum var faðir þeirra dreginn lifandi úr sjónum. Lögregla telur að um slys hafi verið að ræða og málið sé ekki rannsakað sem sakamál.

„Tveir bræður, breskir ríkisborgarar á aldrinum 11 og 13 ára, drukknuðu í kvöld á Llarga-strönd í Salou (Tarragona),“ sagði í tilkynningu frá Civil Protection í Katalóníu. „Faðir drengjanna, sem einnig fór í sjóinn, var bjargað.“

Faðirinn reyndi örvæntingarfullur að bjarga sonum sínum og þurfti sjálfur að fá aðstoð eftir að hafa nánast drukknað. Þegar sjúkralið kom á vettvang voru báðir drengir í hjartastoppi. Til aðstoðar komu sjö viðbragðaðilar frá bráðalæknisþjónustunni SEM, lögreglunni í Salou, katalónska lögreglan og slökkviliðið.

Sálfræðingar frá SEM veittu fjölskyldunni stuðning eftir harmleikinn. Samkvæmt upplýsingum Civil Protection höfðu strandverðir lokið störfum á ströndinni þegar slysið átti sér stað.

Atvikið á Costa Dorada-dvalarstaðnum varð síðdegis í gær og viðvörun barst rétt fyrir klukkan 21:00. Breska fjölskyldan mun hafa verið í sumarleyfi á hóteli í nágrenninu.

Eftir slysið minntu yfirvöld á hættur sjósunds. „Þetta eru dauðsföll númer 15 og 16 á ströndum Katalóníu frá því sumartímabilið hófst 15. júní,“ sagði talsmaður Civil Protection. „Þessi tala er nú þegar fimm fleiri en á sama tíma í fyrra, þegar dauðsföllin voru ellefu.“

Civil Protection hvetur almenning til að sýna mikla aðgát við sund í sjó, sundlaugum og á vötnum í sumar. Ef fólk verður vart við einhvern í vandræðum í vatni ber tafarlaust að tilkynna það sundvörðum eða hringja í 112.

Talsmaðurinn sagði að gul fánamerki hefðu verið uppi á sumum ströndum svæðisins yfir daginn. Rauður fáni þýðir að sund sé bannað, en gulur fáni að fólk skuli sýna sérstaka varkárni. Hann kvaðst ekki hafa upplýsingar um hvort fleiri ættingjar hefðu verið á ströndinni með bræðrunum og að yfirvöld myndu ekki gefa upp nöfn þeirra.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Amir gekk 12 km eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana
Myndband
Heimur

Amir gekk 12 km eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana

Bandarískur uppljóstrari lýsir stríðsglæpum Ísraelshers
Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu
Innlent

Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála
Innlent

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála

Himinhá sekt blasir við ef körfuboltalið neita að spila gegn Ísrael
Sport

Himinhá sekt blasir við ef körfuboltalið neita að spila gegn Ísrael

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi
Innlent

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi

Ferðamaður á áttræðisaldri lést á Breiðamerkursandi
Innlent

Ferðamaður á áttræðisaldri lést á Breiðamerkursandi

Lögreglan sendi óvart út falsaða mynd
Innlent

Lögreglan sendi óvart út falsaða mynd

James Van Der Beek opnar sig um lífið með krabbamein
Heimur

James Van Der Beek opnar sig um lífið með krabbamein

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“
Innlent

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“

Skorar á KKÍ að hætta við leik gegn Ísrael
Innlent

Skorar á KKÍ að hætta við leik gegn Ísrael

Loðnuvinnslan kaupir Ebba-útgerðina á Akranesi
Landið

Loðnuvinnslan kaupir Ebba-útgerðina á Akranesi

Skólar á vegum GRÓ órjúfanlegur hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands
Innlent

Skólar á vegum GRÓ órjúfanlegur hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri
Ný frétt
Innlent

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri

Heimur

Amir gekk 12 km eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana
Myndband
Heimur

Amir gekk 12 km eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana

Bandarískur uppljóstrari lýsir stríðsglæpum Ísraelshers
„Þegar samfélag er kerfisbundið lagt í rúst dugar ekki að dreifa matarpökkum“
Heimur

„Þegar samfélag er kerfisbundið lagt í rúst dugar ekki að dreifa matarpökkum“

James Van Der Beek opnar sig um lífið með krabbamein
Heimur

James Van Der Beek opnar sig um lífið með krabbamein

Fyrrverandi forseti Ísraelsþings kallar eftir refsiaðgerðum á Ísrael
Heimur

Fyrrverandi forseti Ísraelsþings kallar eftir refsiaðgerðum á Ísrael

Rússnesk sjónvarpsstöð sýnir byggingar skola á haf út þegar flóðbylgja rekur á land
Myndband
Heimur

Rússnesk sjónvarpsstöð sýnir byggingar skola á haf út þegar flóðbylgja rekur á land

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni
Heimur

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni

Loka auglýsingu