
Upplýsingaskrifstofa stjórnarinnar á Gaza varar við því að alvarlegur skortur á stoðmjólk geti valdið því að tugþúsundir vannærðra ungbarna deyi hægum dauða.
„Yfir 40.000 ungabörn undir eins árs aldri á Gaza eru nú í bráðri hættu á að deyja hægfara dauða vegna þessa grimmilega og kæfandi umsáturs,“ segir í yfirlýsingu skrifstofunnar, sem sakar Ísrael um að hafa hindrað aðgengi að stoðmjólk í 150 daga.
„Við krefjumst tafarlausrar og skilyrðislausrar opnunar allra landamærastöðva og þess að stoðmjólk og mannúðaraðstoð komist tafarlaust inn á svæðið,“ segir enn fremur.
Fjórtán manns, þar á meðal börn, hafa látist úr hungri og vannæringu á síðustu 24 klukkustundum á Gaza, þrátt fyrir að Ísrael hafi leyft takmarkaðan aðgang að hjálpargögnum inn á Gaza. Alls hefur nú 147 manns látist vegna vannæringar, þar af 88 börn..
Komment