1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

6
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

7
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

8
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

9
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

10
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Til baka

Trump sat á móti Kristrúnu sem „fékk að minnsta kosti gott bros“

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins fór fram í Haag í Hollandi í dag og sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að það ríki mikill skilningur gagnvart stöðu Íslands sem ríki sem er herlaust

Kristrún Trump Þorgerður Katrín
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherraSat leiðtogafund NATÓ og spjallaði við Trump
Mynd: Samfylkingin

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins fór fram í Haag í Hollandi í dag og að sögn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra ríkir mikill skilningur gagnvart stöðu Íslands sem ríki sem er herlaust.

Sagði Kristrún að fundurinn væri sögulegur því þar „sammæltust leiðtogar bandalagsríkja um að stórefla okkar sameiginlegu varnir.“

Hún segir einnig að ætlunin sé að „styrkja innviði heima sem styðja við öryggi og varnir Íslands. En það verður engin breyting á sambandi okkar við NATO. Ég átti meðal annars gott samtal við forseta Bandaríkjanna um varnir Íslands. Það er alveg ljóst að varnarsamningurinn við Bandaríkin verður áfram grunnstoð í okkar utanríkisstefnu. Frumskylda ríkisstjórnar er að standa vörð um þjóðaröryggi,“ sagði Kristrún.

Hun lagði á fundinum áherslu á áframhaldandi stuðningi við Úkraínu; ræddi öryggismál á Norðurslóðum og hvatti bandalagsríki Íslands til að beita sér fyrir því að vopnahlé náist á Gaza sem allra fyrst.

Kristún Frostadóttir AFP

Kristrún sagði í samtali við Vísi að fundurinn hafi gengið „afar vel, það eru allir einhuga um að NATO er farið að styrkja sig verulega og það eru komin auðvitað aukin framlög og vilyrði um aukin framlög inn í bandalagið.“

Kristrún ítrekar það að fullur skilningur er á stöðu Íslands sem herlauss ríkis:

„Það er ekki verið að gera kröfu um neina eðlisbreytingu á sambandi við NATO. Það ríkir fullur skilningur á því að við erum herlaus þjóð, en það eru líka tækifæri í þeirri stöðu að það sé vilji til þess að sjá aðra innviði vaxa í þessu umhverfi og ríkisstjórnin mun fylgja því eftir.“

Kristrún átti stutt samtal við Donald Trump Bandaríkjaforseta:

„Ég ræddi stuttlega við Bandaríkjaforseta í gær í kvöldverði. Hann er auðvitað mjög meðvitaður um það góða samband sem er á milli ríkjanna og meðvitaður um tvíhliða samninginn okkar þegar kemur að vörnum og ríkur vilji til að standa vörð um þann samning. Þannig ég hef ekki fundið annað en bara jákvæðni í okkar garð.“

Hún segir að Trump meti mikils varnarsamning sem er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna:

„Við fór­um ör­stutt yfir sam­band Íslands og Banda­ríkj­anna. Ég nefndi auðvitað við hann tví­hliða varn­ar­samn­ing Íslands og Banda­ríkj­anna, sem við met­um mik­ils, og hann ger­ir það líka.“

Kristrún seg­ir að Banda­ríkja­menn og Donald Trump vera mjög svo meðvitaða um hið hernaðarlega mik­il­vægi Íslands í Norður-Atlants­hafi.

Ísland er einnig í Norðurskautsráðinu, en þar eru líka Bandaríkin, Danmörk fyrir Færeyjar og Grænland, Finnland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð:

„Það er mik­ill styrk­ur í þessu sam­bandi milli Íslands og Banda­ríkj­anna og ég hlakka til frek­ara sam­starfs. Þetta verður auðvitað áfram akk­eri okk­ar í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um og for­senda okk­ar veru í NATO. Og auðvitað ástæðan fyr­ir því að við geng­um inn í NATO á sín­um tíma. Við höf­um þenn­an öfl­uga stuðning í þess­um góða banda­manni“ seg­ir Kristrún.

Ástandið í Úkraínu var líka til umræðu á fundinum og segir Kristrún að skilaboðin frá Íslandi vera þau að áfram sé mikilvægt að styðja við baráttu Úkraínu gegn Rússlandi:

Hungursneyð á Gaza

„Ég kom líka þeim skilaboðum til líka til hópsins, til fundarins, og hvatti Bandaríkjaforseta til þess að ýta undir og koma á vopnahléi á Gaza. Þannig það er margt undir, mikið í umræðunni og miklar hreyfingar. En fyrst og fremst bara rík samstaða í hópnum og það er gott fyrir okkur að finna að við tilheyrum hópi sem er jafn breiður og þetta, með öflugar varnir og mikil samstaða.“

Kristrún segir að Donald Trump geti haft gífurleg áhrif á friðarviðræður í heiminum í dag og hún er að vonast til þess að hann beiti sér fyrir friði í heiminum:

„Ég hvatti Bandaríkjaforseta, sem sat nú bara beint á móti mér og horfði í augun á mér, til þess að koma á vopnahléi á Gaza, þar sem að hann hefði áður sýnt að hann getur haft gífurleg áhrif á slíka samninga og að vopnahlé náist.“

Kristrún var spurð að því hvernig orðum hennar og hvatningu um að beita sér fyrir vopnahléi á Gaza hefði verið tekið af Bandaríkjaforseta:

Donald Trump Bandaríkjaforseti

„Ég fékk að minnsta kosti gott bros, ég sat beint á móti Bandaríkjaforseta þegar ég flutti mína ræðu, og það er ríkur vilji mjög víða í þessum hópi að sjá vopnahlé sem allra fyrst. Fólk er mjög meðvitað um það og við verðum að skapa aukinn þrýsting. Og fólk hefur auðvitað áhyggjur af því að aukin átök annars staðar í heiminum geri það af verkum að fólk gleymi kannski Úkraínu og Gaza en það var vel minnst á það á þessum fundi,“ sagði Kristrún að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur
Innlent

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur

Málið er enn í rannsókn lögreglu
Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra
Fólk

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra

Eldamennska fór úr böndunum
Innlent

Eldamennska fór úr böndunum

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Troðfullt í strætó
Myndir
Innlent

Troðfullt í strætó

Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn
Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn

„Viðreisn er því frekar hlutlaust nafn. Kannski eins og Hyundai“
„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“
Pólitík

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma
Pólitík

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump
Pólitík

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

Loka auglýsingu