1
Fólk

Illugi birti ljósmynd af tvífara eiginkonunnar

2
Heimur

Ástralski leikarinn Julian McMahon látinn, 56 ára að aldri

3
Pólitík

Þórhildur Sunna kallar Stefán Einar „illgjarnt hrekkjusvín“ með „myglað innræti“

4
Fólk

Salka Sól hélt upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna með stæl

5
Innlent

Hópslagsmál á Ingólfstorgi

6
Innlent

Kristín er fundin

7
Heimur

Samfélagið slegið eftir árás á rólegan hverfiskött á Kanarí

8
Landið

Heilbrigðiseftirlitið grípur til aðgerða vegna olíumengunar á Eskifirði

9
Heimur

Yfir 100 starfsmenn BBC saka ríkismiðilinn um ritskoðun

10
Innlent

Hvalveiðimótmælendur saka lögreglu um að hafa eytt upptökum sem gætu sannað ofbeldi

Til baka

Trump: „Sársaukinn er að koma“

Bandaríkjaforseti hótar að sprengja Írana og Húta í Jemen.

Donald Trump Bandaríkjaforseti
Donald TrumpHefur kynnt sig sem forseta friðar.
Mynd: Shutterstock

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hét því í dag að árásir á Húta í Jemen myndu halda áfram þar til þeir væru ekki lengur ógn við siglingar, og varaði uppreisnarmennina og íranska bakhjarla þeirra við „raunverulegum sársauka“ sem væri í vændum.

Hótun Trumps á samfélagsmiðlinum Truth Social kemur á sama tíma og stjórnin hans berst við hneykslismál vegna spjalls milli háttsettara bandarískra embættismanna um árásirnar á Jemen sem lak óvart til blaðamanns.

Þetta gerist einnig á sama tíma og orðræða Trumps gagnvart Teheran harðnar, en forsetinn hótar því að „það verði sprengjuárásir“ ef Íran nær ekki samkomulagi um kjarnorkuáætlun sína.

„Valið fyrir Húta er skýrt: Hættið að skjóta á bandarísk skip og við munum hætta að skjóta á ykkur. Annars erum við rétt að byrja og raunverulegi sársaukinn er að koma, bæði fyrir Húta og bakhjarla þeirra í Íran,“ sagði Trump.

„Annars erum við rétt að byrja og raunverulegi sársaukinn er að koma“
Donald Trump Bandaríkjaforseti

Trump bætti við að Hútar hefðu verið „gjöreyðilagðir“ af „miskunnarlausum“ árásum síðan 15. mars og sagði að bandarískir herir „létu höggin dynja á þá á hverjum degi — fastar og fastar.“

„Árásir okkar munu halda áfram þar til þeir eru ekki lengur ógn við siglingafrelsi,“ sagði hann á samfélagsmiðli sínum.

Undanfarna daga hefur Trump ítrekað lagt áherslu á það sem hann kallar árangur bandarískra árása á Húta í hvert skipti sem hann er spurður um svokallað „Signalgate“ hneykslismál sem hefur skekið stjórn hans.

Tímaritið The Atlantic greindi frá því í síðustu viku að ritstjóra þess hefði fyrir mistök verið bætt í spjall á hinum almennt aðgengilega Signal-smáforritinu þar sem háttsettir embættismenn ræddu árásirnar á Jemen.

Embættismennirnir, þar á meðal Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, og Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, afhjúpuðu upplýsingar um tímasetningar loftárása og aðrar leynilegar upplýsingar.

Trump hefur hafnað kröfum um að reka Waltz eða Hegseth og kallað hneykslismálið „nornarveiðar“.

„Þessu máli hefur verið lokað hér í Hvíta húsinu að því er okkur varðar,“ sagði Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, við blaðamenn í dag.

Bæði Waltz og Hegseth endurbirtu skilaboð Trumps á Truth Social um Húta.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Benjamin Netanyahu
Heimur

Ísrael vill „land án fólks“ segir sérfræðingur

„Ísrael mun þá halda áfram „gamla leiknum“ með því að drepa Palestínumenn.“
Þórhildur Sunna
Pólitík

Þórhildur Sunna kallar Stefán Einar „illgjarnt hrekkjusvín“ með „myglað innræti“

Slasaður köttur
Heimur

Samfélagið slegið eftir árás á rólegan hverfiskött á Kanarí

Lögreglan
Innlent

Slagsmálahundur réðist á lögreglubifreið

Guðrún og Illugi
Fólk

Illugi birti ljósmynd af tvífara eiginkonunnar

SalkaSól
Myndir
Fólk

Salka Sól hélt upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna með stæl

lögreglan
Innlent

Árásarmanna leitað eftir að maður var stunginn við Fógetatorg

Texas
Myndband
Heimur

Yfir tuttugu stúlkna saknað eftir skyndiflóð í Texas

Mótmæli
Innlent

Hvalveiðimótmælendur saka lögreglu um að hafa eytt upptökum sem gætu sannað ofbeldi

BBC
Heimur

Yfir 100 starfsmenn BBC saka ríkismiðilinn um ritskoðun

Julian McMahon
Heimur

Ástralski leikarinn Julian McMahon látinn, 56 ára að aldri

Hinn fagri Eskifjörður.
Ljósmynd: east.is
Landið

Heilbrigðiseftirlitið grípur til aðgerða vegna olíumengunar á Eskifirði

Heimur

Benjamin Netanyahu
Heimur

Ísrael vill „land án fólks“ segir sérfræðingur

„Ísrael mun þá halda áfram „gamla leiknum“ með því að drepa Palestínumenn.“
TOPSHOT - A Palestinian mother and her daughter rush for cover during an Israeli strike in the Al-Bureij camp in the central Gaza Strip on July 4, 2025. (Photo by Eyad BABA / AFP)
Heimur

Svona er ástandið raunverulega á Gasa

Slasaður köttur
Heimur

Samfélagið slegið eftir árás á rólegan hverfiskött á Kanarí

Texas
Myndband
Heimur

Yfir tuttugu stúlkna saknað eftir skyndiflóð í Texas

BBC
Heimur

Yfir 100 starfsmenn BBC saka ríkismiðilinn um ritskoðun

Julian McMahon
Heimur

Ástralski leikarinn Julian McMahon látinn, 56 ára að aldri

Loka auglýsingu