Stór hópur mótmælenda safnaðist saman á Austurvelli fyrr í dag en mótmælin báru yfirskriftina Þjóð gegn þjóðarmorði.
185 félög stóðu að fundunum þar sem mótmælendur sýndu íbúum Palestínu samstöðu og krafði ríkisstjórn Íslands um aðgerðir til að stöðva þjóðarmorð Ísraels í Palestínu.
Ekki aðeins var komið saman í Reykjavík heldur einnig á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík.
Birna Pétursdóttir, leikkona, stýði fundinum.
Ræðumenn á fundinum voru:
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ
Fida Abu Libdeh, tæknifræðingur og frumkvöðull flytur ræðu skrifaða af Palestínufólki í Palestínu
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE
Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Garðasókn


Komment