1
Peningar

Fræga fólkið sem keypti hlutabréf í Íslandsbanka

2
Fólk

Listamaðurinn Ólafur Elíasson í sambandi með íslenskri fyrirsætu

3
Innlent

Natalia réðst á lögreglumann í Reykjavík

4
Fólk

Hrafninn Dimma gaf Jóhanni Helga gjöf

5
Peningar

Bandarískt par hélt Excel-skjal um hringferð sína um Ísland

6
Fólk

Anna hyggur á ný ævintýri á sjónum

7
Innlent

Séra María Guðrún fer í Hofsprestakall

8
Pólitík

Þúsund manns hafa sagt sig úr Sósíalistaflokknum

9
Innlent

Hundur í einangrun eftir nauðlendingu

10
Innlent

Grímuklæddir menn eltu flogaveikan

Til baka

Tómas Búi Böðvarsson er látinn

||

Tómas Búi Böðvarsson, fyrrverandi slökkviliðsstjóri á Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík þann 16. maí síðastliðinn, á 83. aldursári. Hann fæddist á Akureyri 14. nóvember 1942. Akureyri.net sagði frá andlátinu.

Foreldrar hans voru Böðvar Tómasson byggingameistari, frá Bústöðum í Austurdal í Skagafirði, og Kristín Jóhannesdóttir húsfreyja frá Syðrahvarfi í Skíðadal. Eiginkona hans er Ragnheiður Stefánsdóttir íþróttakennari. Synir þeirra eru Böðvar, framkvæmdastjóri Örugg verkfræðistofu, og Hlynur, fjármálastjóri hjá Demant í Danmörku. Barnabörnin eru sex talsins.

Tómas starfaði sem slökkviliðsstjóri Akureyrarbæjar í tæpa þrjá áratugi og kom víða við í samfélags- og félagsstörfum. Hann gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum, meðal annars fyrir Félag slökkviliðsstjóra og Brunamálastofnun ríkisins, og var virkur í vélsleðamennsku og Oddfellow-reglunni.

Útför Tómasar Búa fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi miðvikudaginn 19. júní kl. 15:00.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Jóhann Páll ráðherra
Landið

„Þess vegna er þetta dauðasvæði“

Veðurstofan
Innlent

Hiti á bilinu sex til þrettán stig

Landspítalinn
Innlent

Grímuklæddir menn eltu flogaveikan

Ólafur Þór Ólafsson
Pólitík

Ólafur Þór verður sveitarstjóri

Sr María Guðrún
Innlent

Séra María Guðrún fer í Hofsprestakall

Ólafur og Edda
Fólk

Listamaðurinn Ólafur Elíasson í sambandi með íslenskri fyrirsætu

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra
Pólitík

„Erum herlaust land í lykilstöðu“

Loka auglýsingu