Jón Ásgeir Jóhannesson hefur í gegnum síðustu áratugi verið einn þekktasti og ríkasti maður Íslands.
Hann missti hins vegar tökin á veldi sínu skömmu eftir hrunið en í ljós kom í Panama-skjölunum að honum hafði tekist, ásamt eiginkonu sinni, að koma milljörðum króna undan með því að geyma þá í skattaskjóli.
Árið 2018 varð greinilegt að viðskiptamaðurinn, sem kenndur var við Baugsveldið, yrði ekki dæmdur fyrir þau hrunmál sem höfðuð höfðu verið gegn honum. Ári síðar hófst upprisa Jóns Ásgeirs en hann hefur stofnað félagið Dranga, sem ætlar á toppinn í íslensku viðskiptalífi.
Í ítarlegri úttekt sem Heimildin hefur gert á upprisu Jóns kemur fyrir að blaðið hafi reynt að fá hann til að svara tíu spurningum sem hluti af umfjöllun þessi. Jón Ásgeir hefur hingað til ekki svarað þessum spurningum.
Spurningarnar tíu
- Eftir samrunann eru Drangar orðið afl á matvörumarkaði sem veitir Festi og Högum samkeppni. Hver er stefnan með félaginu til næstu ára?
- Þið stefnið á hlutafjárútboð og skráningu á markað í framhaldinu, hvernig heldurðu að muni ganga að fá fjárfesta? Telurðu að lífeyrissjóðirnir komi með ykkur?
- Hvernig ætlið þið að ná fram þeirri hagræðingu sem þið hafið boðað?
- Vöxturinn er farinn að minna á uppgang viðskiptaveldis þíns fyrir bankahrun sem var mikið til í sömu geirum. Hvað mundirðu segja við fólk sem hefur áhyggjur af því að þú stýrir aftur svona veigamiklum hluta af íslensku atvinnulífi?
- Hvað lærðirðu af því ferli sem þú fórst í gegnum frá bankahruni og þeim málaferlum sem fylgdu þar til þú snérir aftur í íslenskt viðskiptalíf 2019?
- Hvaðan koma peningarnir í allar þessar fjárfestingar? Er eitthvað af þessu fjármagnað í gegnum Guru Invest, félagið sem var upplýst um í Panamaskjölunum, eða önnur félög í skattaskjólum?
- Þið eruð komin með 10% hlut í Sýn og svo er fólk sem má kalla viðskiptafélaga ykkar hjóna stærstu hluthafar. Hver eru markmiðin á fjölmiðlamarkaði? Telurðu að fréttastofur Sýnar og Vísis geti fjallað um þín umsvif með óhlutdrægum hætti?
- Hver er framtíðarsýnin fyrir Skaga? Er það að fara að þróast í að verða einhvers konar útgáfa af banka?
- Það kom fram að SKEL hafi átti hlut í Íslandsbanka, að minnsta kosti á tímabili, og þú persónulega sömuleiðis. Stendur til að fjárfesta í einhverjum af íslensku bönkunum?
- Hvernig líst þér á nýju ríkisstjórnina og íslensk stjórnmál almennt þessi misserin?
Komment