1
Skoðun

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

2
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

3
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

4
Landið

Vestmanneyingur þarf að greiða 1,6 milljón króna eða fara í fangelsi

5
Minning

Ragnar Tómasson er látinn

6
Fólk

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu

7
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

8
Heimur

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf

9
Innlent

„Nei, Þorgerður Katrín“

10
Peningar

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða

Til baka

Þrjár grímuklæddar manneskjur börðu Írisi með kúbeini

„Ég hélt að þau myndu drepa mig“

Íris Vanja
Íris Vanja ValgeirdóttirÍris er ósátt við viðbrögð lögreglunnar.
Mynd: Facebook

Kona sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Akureyri fyrir tveimur mánuðum síðan er afar ósátt við viðbrögð lögreglunnar.

Íris Vanja Valgeirsdóttir vissi ekki hvað á sig stóð veðrið þegar þrjár grímuklæddar manneskjur brutu svalardyrnar á heimili hennar á Akureyri fyrir tveimur mánuðum. Tólf ára sonur hennar var sofandi en eldri sonur hennar, tengdadóttir og vinkona voru stödd í íbúðinni og vakandi.

492308584_3976879375859884_6280055982694831492_n
Brotin svalarhurðManneskjurnar brutust inn með kúbeini.
Mynd: Facebook

Grímuklæddu manneskjurnar voru vopnaðar kúbeini og létu höggin dynja á Írisi Vönju.

Enginn fyrirvari

„Það var enginn fyrirvari,“ segir Íris Vanja í samtali við Mannlíf. „Það voru engin skilaboð, engar hótanir það var ekkert.“ Íris Vanja segist hafa verið farin að sofa þegar árásin byrjaði: „Við vorum sem sagt að fara að flytja á sunnudagskvöldi [til Reykjavíkur] og vorum búin að bera allt dótið mitt út í bíl, ég, sonur minn sem er 25 ára, tengdadóttir mín og vinkona mín. Svo var 12 ára sonur minni þar líka. En við vorum orðin svo þreytt því klukkan var orðin svo margt. Ég fer að sofa fyrir miðnætti og 12 ára sonur minn. Við fengum bara lánaðar dýnur. Svo vakna ég við þessi svaðalegu brothljóð. Þetta var svo óraunverulegt því ég sá bara tvær grímuklæddar manneskjur en þær voru víst þrjár.“

Íris Vanja segir að eldri sonur hennar, tengdadóttir og vinkona hafi reynt að hlaupa út um útidyrahurðina á meðan hún hafi hlaupið inn í svefnherbergi. „Þau stinga kúbeininu á milli til að opna hurðina. Og svo er ég barin í stöppu.“

Íris Vanja
Íris VanjaÍris var mjög illa farin eftir árásina.
Mynd: Facebook

Í færslu sem hún skrifaði á Facebook um málið segir hún að eldri sonur sinn hafi reynt að sparka upp svefnherbergishurðinni en ekki náð því þar sem hún hafi legið fyrir hurðinni. „Þau héldu að ég væri dáin,“ skrifaði hún í færslunni. „Og ég hélt að þau myndu drepa mig“.

Íris Vanja
Íris VanjaÍris er enn með mar og kúlu eftir árásina.
Mynd: Facebook

Í barsmíðunum hlaut Íris Vanja stærðarinnar kúlu á höfði og mar við gagnauga, auk rifbeinsbrots og áverka víða um líkamann. Enn í dag, nærri tveimur mánuðum síðar er hún með kúlu á höfðinu og mar við gagnaugað. Vinkona hennar hlaut einnig mikla skurði á fingrum vegna glerbrotanna sem rigndu inn við innbrotið og þegar henni var hrint á gólfið af árásaraðilunum. Rottweiler-tík Írisar varð fyrir svo slæmum spörkum í árásinni að hún lamaðist tímabundið og var flutt til dýralæknis þar sem henni var gefin bæði verkja- og kvíðastillandi lyf.

492394375_3976879405859881_5776556128328268782_n
Frá vettvangiSem betur fer var Íris búin að setja flest alla búslóðina í flutningabíl.
Mynd: Facebook

Ósátt við lögregluna

Íris Vanja segist afar ósátt við lögregluna en eldri sonur hennar hafði heyrt umgang fyrir utan húsið fyrir innbrotið og hringt í lögregluna. Hún hafi síðan þrýst á neyðarhnapp sem hún ber um hálsinn vegna sykursýkis sem hún þjáist af, þegar árásin á hana hófst. Þá hafi sonur hennar einnig hringt aftur í lögregluna eftir að barsmíðarnar hófust. „Samt kom lögreglan ekki á forgangi heim,“ segir hún í samtali við Mannlíf og heldur áfram. „Hún kom samt ekki á forgangi þó að þau hefðu verið búin að króa mig af bak við hurðina inni í herbergi til að berja mig og þau, sonur minn, tengdadóttir og vinkona héldu að það væri búið að drepa mig. Og lögreglan er enn að keyra niður götuna þegar þau eru að berja mig og þau ná að flýja áður en lögreglan kemur.“

Segir hún að öryggisvörðurinn sem fékk neyðarboðið úr neyðarhnappi hennar hafa verið á undan lögreglunni á vettvang. „Það var ekki fyrr en lögreglan áttaði sig á alvarleika málsins að allt fylltist hér af lögreglubílum. Og svo kom sjúkrabíll en ég var svo illa áttuð. Ég held að ég hafi rotast því ég man þetta svo illa.“ Var henni tilkynnt af sjúkraflutningsmanni að það þyrfti að færa hana strax á spítala vegna ótta um innvortis heilablæðingar. „Ég ætlaði fyrst að fá mér sígarettu en ég var ekki að átta mig á því hvernig ég liti út í framan. Ég skildi ekki neitt í neinu af þessu þarna. En að þeir [lögreglumennirnir] hafi tekið sér þetta langan tíma að koma finnst mér vera ófyrirgefanlegt með öllu.“

Sagt að drífa sig út úr bænum

Íris Vanja segir lögregluna hafa seinna þennan dag sagt henni að best væri fyrir hana að drífa sig úr bænum sem fyrst. „Seinna um daginn, þá er ég í skýrslutöku númer þrjú uppi á lögreglustöð. Þá segja þau við mig að það sé best fyrir okkur að drífa okkur út úr bænum áður en þeim verði hleypt úr haldi,“ segir Íris Vanja í samtali við Mannlíf en árásaraðilarnir náðust allir en ekki er hægt að nafngreina þá vegna rannsóknarhagsmuna. „Það er eins og það þurfi að vernda þau fyrir okkur en ekki okkur fyrir þeim.“

Þá segir hún að lögreglan hafi hvorki kynnt henni né vinkonu hennar fyrir þeim að þær ættu rétt á réttargæslumanni en að henni hafi verið bent á það í baráttuhópi gegn ofbeldi á Facebook.

„Síðan segja þeir mér að fara á flutningabílnum með dótið mitt á flutningabílnum klukkan sex að degi en árásin gerðist 20 mínútur yfir miðnætti. Þá á ég að fara suður með allt dótið á flutningabíl, með sjón á öðru auganu. Og ég gat varla setið. Og koma mér fyrir.“

Á erfitt með tal og skrif

En hvernig líður Írisi í dag?

„Skelfilega. Ég er alltaf hrædd. Ég er hjá áfallateyminu á Landspítalanum. Og ég er sykursjúk og ég næ ekki sykrinum niður. Hann er alltaf í botni sama hvað þau sprauta mig og gera og græja. Þetta er út af streitu og álagi.“ Þá benti vinkona hennar á það að eftir árásina hafi hún tekið eftir því að Íris Vanja birti stundum samhengislausar færslur á Facebook. Aðspurð hvort hún hafi hlotið heilahristing í árásinni segist Íris ekki vita það en að hún hafi verið send í annan heilaskanna. „Ég veit ekki hvað þetta er en læknirinn sendi mig í annan heilaskanna og sagði að heilinn ætti svo erfitt með að meðtaka áfallið að það ætti eftir að taka langan tíma að jafna sig út, þannig að ég færi að tala og skrifa rétt.“

Tík Írisar er í pössun eins og er þar sem hún hefur ekki ennþá treyst sér til þess að annast hana og fara ein út að labba með hana.

Fjarstæðukennt

Að lokum segir Íris að árásin sé svo fjarri hennar raunveruleika, hún hafi aldrei verið í fíkniefnum eða öðru rugli. „Þegar ég segi fólki að það hafi komið grímuklæddar manneskjur inn um svaladyrnar og barið mig með kúbeini, heldur fólk að ég sé ekki í lagi í hausnum.“

Íris segir 12 ára son sinn mjög brattann þrátt fyrir árásina en að hann sé að hitta sálfræðing en sé vinamargur og félagslega sterkur. Hann hafi í fyrstu verið hræddur að vera einn heima á nýja heimilinu en líði nú betur.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tómas dæmdur fyrir peningaþvott
Innlent

Tómas dæmdur fyrir peningaþvott

Hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi
Tilgreina þá sem ekki flýja Gaza-borg sem hryðjuverkamenn
Heimur

Tilgreina þá sem ekki flýja Gaza-borg sem hryðjuverkamenn

Maður á Tenerife reyndi að nauðga konu í miðju atvinnuviðtali
Heimur

Maður á Tenerife reyndi að nauðga konu í miðju atvinnuviðtali

Hampur fyrir framtíðina haldin í þriðja sinn í dag og á morgun
Innlent

Hampur fyrir framtíðina haldin í þriðja sinn í dag og á morgun

Ætla að láta í sér heyra við ríkisstjórnarfund í fyrramálið
Innlent

Ætla að láta í sér heyra við ríkisstjórnarfund í fyrramálið

Anna segist ekki þjást af matarfíkn
Fólk

Anna segist ekki þjást af matarfíkn

Flugvél klessti á aðra í Bandaríkjunum
Myndir
Heimur

Flugvél klessti á aðra í Bandaríkjunum

Eldri maður lést eftir slagsmál við ungmenni í Malmö
Heimur

Eldri maður lést eftir slagsmál við ungmenni í Malmö

Shaq neitar fyrir að vera í sambandi með OnlyFans-stjörnu
Heimur

Shaq neitar fyrir að vera í sambandi með OnlyFans-stjörnu

Kennari viðurkennir óviðeigandi hegðun gagnvart 11 ára nemanda
Myndband
Heimur

Kennari viðurkennir óviðeigandi hegðun gagnvart 11 ára nemanda

Vestmanneyingur þarf að greiða 1,6 milljón króna eða fara í fangelsi
Landið

Vestmanneyingur þarf að greiða 1,6 milljón króna eða fara í fangelsi

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða
Peningar

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða

Innlent

Tómas dæmdur fyrir peningaþvott
Innlent

Tómas dæmdur fyrir peningaþvott

Hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi
Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

Hampur fyrir framtíðina haldin í þriðja sinn í dag og á morgun
Innlent

Hampur fyrir framtíðina haldin í þriðja sinn í dag og á morgun

Ætla að láta í sér heyra við ríkisstjórnarfund í fyrramálið
Innlent

Ætla að láta í sér heyra við ríkisstjórnarfund í fyrramálið

Vopnaður bílstjóri í Hafnarfirði handtekinn
Innlent

Vopnaður bílstjóri í Hafnarfirði handtekinn

Loka auglýsingu