1
Innlent

Bjössi í World Class segist eiga bílastæðin

2
Fólk

„Besta sauna sem smíðuð hefur verið á Íslandi“

3
Pólitík

Amma Snorra Mássonar ósátt við stjórnarandstöðuna

4
Pólitík

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Skammist ykkar og biðjist afsökunar!“

5
Innlent

Lýsir „óviðunandi“ aðstæðum á vistheimili, þaðan sem starfskona hvarf

6
Menning

Heilaskurðlæknir syngur inn á plötu sjúklings síns

7
Innlent

Fimmtugur karlmaður lést á Miklubrautinni í morgun

8
Innlent

Segir að framundan séu „spennandi tímar fyrir fatlað fólk og öryrkja“

9
Heimur

Barn lést í heitum bíl á meðan móðir hans lét stækka varirnar

10
Pólitík

Telur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins hafa framið stjórnarskrárbrot

Til baka

Þrír eldri karlmenn ákærðir fyrir innflutning á kókaíni með Norrænu

Áætlað markaðsvirði kókaínsins rúmar 49 milljónir króna

Norræna
Norræna
Mynd: Wikipedia

Þrír karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri hafa verið ákærðir fyrir aðild að innflutningi þriggja kílóa af kókaíni til Íslands í byrjun apríl. Efnin voru falin í þremur pottum sem einn mannanna, sá elsti í hópnum, hafði meðferðis í farangri sínum um borð í Norrænu. Austurfrétt sagði frá málinu.

Tveir mannanna eru erlendir ríkisborgarar en sá þriðji er með skráð lögheimili á Íslandi. Aldur þeirra spannar frá 55 til 65 ára; sá yngsti er fæddur árið 1969 og sá elsti árið 1959.

Samkvæmt ákæru bar sá elsti efnin til landsins án þess að vekja sérstaka athygli við komuna til Seyðisfjarðar. Hann hélt áfram ferð sinni til Reykjavíkur með rútu og virðist hafa verið yfirvegaður og rólegur. Hann er talinn hafa gegnt hlutverki burðardýrs í málinu og fengið greitt um 5.000 evrur, sem samsvarar um 720.000 krónum, fyrir sinn þátt.

Yngsti maðurinn er sakaður um að hafa skipulagt smyglið með því að hafa samband við óþekktan aðila á Spáni til að útvega efnin. Þriðji maðurinn hafði hins vegar annast undirbúning hérlendis, meðal annars með því að útvega verkfæri og sinna erindum fyrir hópinn.

Þremenningarnir voru handteknir í Reykjavík, í bifreið á leið til Akraness, þar sem grunur leikur á að þeir hafi ætlað að opna pottana og undirbúa efnin til sölu.

Samkvæmt nýjustu aðgengilegu verðkönnun SÁÁ á vímuefnamarkaðnum frá janúar 2023 er áætlað markaðsvirði kókaínsins rúmar 49 milljónir króna.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Stefán Einar og Sara Lind
Fólk

„Besta sauna sem smíðuð hefur verið á Íslandi“

Stefán Einar Stefánsson og Sara Lind Guðbergsdóttir hafa haldið í sitthvora áttina og reyna nú að selja fallega eign sína í Garðabæ
Hildur Sverrisdóttir
Pólitík

„Mér þykir leiðinlegt að fundarstjórn mín sé túlkuð sem tilraun til valdaráns“

Kristrún Frostadóttir Guðrún Hafsteinsdóttir
Pólitík

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Skammist ykkar og biðjist afsökunar!“

palmsugar
Innlent

Tvær innköllunarviðvaranir: Ofnæmisvaldar ekki tilgreindir í asískum matvörum

Skólabraut 10 Bjarg vistheimili
Innlent

Lýsir „óviðunandi“ aðstæðum á vistheimili, þaðan sem starfskona hvarf

Drengurinn
Heimur

Barn lést í heitum bíl á meðan móðir hans lét stækka varirnar

Hildur Sverrisdóttir
Pólitík

Telur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins hafa framið stjórnarskrárbrot

Gaza
Heimur

Amma missti þrjú barnabörn sín í sprengjuárás Ísraela

Ríkisstjórn Íslands Inga Sæland
Innlent

Segir að framundan séu „spennandi tímar fyrir fatlað fólk og öryrkja“

Atli Þór Sigurðsson
Menning

Heilaskurðlæknir syngur inn á plötu sjúklings síns

Björn Leifsson
Innlent

Bjössi í World Class segist eiga bílastæðin

kerti
Innlent

Fimmtugur karlmaður lést á Miklubrautinni í morgun

Lögreglumótorhjól
Innlent

Lögregla óskar eftir vitnum vegna alvarlegs umferðarslyss

Innlent

Norræna
Innlent

Þrír eldri karlmenn ákærðir fyrir innflutning á kókaíni með Norrænu

Áætlað markaðsvirði kókaínsins rúmar 49 milljónir króna
kerti
Innlent

Fimmtugur karlmaður lést á Miklubrautinni í morgun

palmsugar
Innlent

Tvær innköllunarviðvaranir: Ofnæmisvaldar ekki tilgreindir í asískum matvörum

Skólabraut 10 Bjarg vistheimili
Innlent

Lýsir „óviðunandi“ aðstæðum á vistheimili, þaðan sem starfskona hvarf

Ríkisstjórn Íslands Inga Sæland
Innlent

Segir að framundan séu „spennandi tímar fyrir fatlað fólk og öryrkja“

Björn Leifsson
Innlent

Bjössi í World Class segist eiga bílastæðin

Loka auglýsingu