1
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

2
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

3
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

4
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

5
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

6
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

7
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

8
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

9
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

10
Heimur

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum

Til baka

Þriðji víkingaskálinn fundinn á Stöð í Stöðvarfirði

Einstakir gripir koma í ljós

Stöð
Stöð í Stöðvarfirði.Þriðji skálinn er smá saman að koma betur í ljós.
Mynd: Björgvin Valur Guðmundsson

Fornleifafræðingar telja sig nú hafa fundið þriðja skálann frá víkingaöld á fornleifasvæðinu að Stöð í Stöðvarfirði. Enn á eftir að greina stærð og aldur skálans nánar, en fyrstu niðurstöður benda til að um mikilvægt mannvirki sé að ræða. Fjölmargir merkilegir gripir hafa þegar komið í ljós í sumar.

„Það má segja að sumarið hafi farið af stað með látum,“ segir Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur, sem hefur stýrt uppgreftrinum frá því hann hófst árið 2015, í samtali við Austurfrétt. Undanfarið ár lauk uppgreftri á tveimur skálum sem stóðu hvor ofan á öðrum, sá eldri frá því fyrir landnám, líklega reistur um 870, og sá yngri frá um 950.

Nýtt mannvirki komið í ljós

Á síðasta ári hófst nánari skoðun á svæðinu í kringum skálana með jarðsjá og komu fram vísbendingar um minjar norðan við gamlan öskuhaug. Við prufuskurði í fyrra kom í ljós bygging sem nú er talið næsta víst að sé skáli. Kolefnissýni hafa verið tekin (C-14), en frekari aldursgreiningar eru í bígerð þar sem engin gjóskulög eru til staðar sem hægt er að styðjast við. Ekki er heldur komin staðfesting á stærð hans.

„Við höfum þess vegna ekki staðsett skálann í tíma, hvort hann tilheyri öðrum hvorum hinna skálanna eða sé millileikur, eins og ég freistast til að halda,“ segir Bjarni.

Óvenjulegur skáli með mögulegu ræsi

Skálinn, sem virðist vera þriggja skipa, með miðskipi og tveimur hliðarskipum utan þaksúlna, ber með sér óhefðbundin einkenni. „Það eru vísbendingar um að hann sé öðruvísi en skálar almennt, það virðist einhvers konar ræsi í honum. Við sjáum strax að hann er mjög fundaríkur og búumst við mörgum gripum.“ segir Bjarni.

Gripir sem varpa ljósi á sögu svæðisins

Uppgröftur hófst að nýju 2. júní og stendur til 27. júní. Nokkrir áhugaverðir gripir hafa þegar komið í ljós, þar á meðal skutull úr öskuhaugnum, sá þriðji sem finnst á staðnum, og styður það kenningar um að Stöð hafi verið útstöð, þar sem fólk dvaldi tímabundið til að stunda ákveðin störf, en settist ekki að til frambúðar.

Einnig fannst skreytt bjalla úr bronsi, fimmta sinnar tegundar sem finnst á Íslandi, auk perlna, skífa og jaspísa. Allt eru þetta gripir sem styrkja myndina af Stöð sem merkilegu miðstöð við upphaf byggðar á Íslandi.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Læknirinn hótar Hödd málsókn
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

„Ég hef aldrei brotið á nokkrum einstaklingi,“ segir læknirinn, sem Hödd Vilhjálmsdóttir ásakar um ofbeldi, í yfirlýsingu til Mannlífs.
Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð
Myndir
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum
Heimur

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum
Myndir
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins
Heimur

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

Amir gekk 12 kílómetra eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana
Myndband
Heimur

Amir gekk 12 kílómetra eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana

Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

„Ég kann enga sérstaka skýringu á þessu en tímarnir hafa auðvitað breyst.“
„Stjórnlausir“ ferðamenn trufluðu jarðarför í Vík
Landið

„Stjórnlausir“ ferðamenn trufluðu jarðarför í Vík

Loðnuvinnslan kaupir Ebba-útgerðina á Akranesi
Landið

Loðnuvinnslan kaupir Ebba-útgerðina á Akranesi

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra
Landið

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra

Leiðsögumaður bjargaði föstum jeppa við Mælifell
Myndband
Landið

Leiðsögumaður bjargaði föstum jeppa við Mælifell

Erlendur ferðamaður festi jeppa sinn við Mælifell
Landið

Erlendur ferðamaður festi jeppa sinn við Mælifell

Loka auglýsingu