1
Peningar

Gummi Ben og Kjartan Atli stofna fyrirtæki

2
Innlent

Mannauðsstjóri Kópavogs reif niður auglýsingar um Kvennaverkfallið

3
Peningar

Trylltur hagnaður hjá Balta

4
Fólk

Fegurðardrottning selur í Kópavogi

5
Heimur

Sarah Ferguson „á barmi taugaáfalls“

6
Innlent

Segist ekki lengur upplifa sig örugga í bænum

7
Heimur

Glæpagengi sem herjaði á ferðamenn á Tene handsamað

8
Peningar

Hanna María mætt til leiks

9
Innlent

Slasaður eftir líkamsárás í Garðabæ

10
Innlent

Jóhannes dæmdur fyrir að aka á göngustígum og á móti umferð

Til baka

Nær helmingur Eflingarfélaga býr við fátækt

Staða Eflingarfélaga er verulega verri en staða félagsfólks í öðrum aðildarfélögum ASÍ og BSRB

Fátækt
Fátækt er raunveruleg á ÍslandiMyndin tengist ekki fréttinni beint.
Mynd: perfectlab/Shutterstock

Ný skýrsla Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, sýnir að um 40% Eflingarfélaga búa við skort á efnislegum og félagslegum gæðum, sem þýðir að þau lifa við fátækt. Staða Eflingarfélaga er verulega verri en staða félagsfólks í öðrum aðildarfélögum ASÍ og BSRB, þar sem um 20% búa við sambærilegan skort.

Alls eiga 45% Eflingarfélaga erfitt með að ná endum saman, þar af eiga tæp 8% mjög erfitt með það. Til samanburðar eiga 28% félagsfólks annarra stéttarfélaga erfitt með að ná endum saman, þar af 3,5% mjög erfitt. Aðeins rúm 40% Eflingarfélaga telja sig geta mætt óvæntum 100 þúsund króna útgjöldum án þess að skulda sig, á meðan tæplega 64% annars launafólks telja sig geta það.

Fjölmargar mælingar á efnislegum skorti sýna að Eflingarfélögum gengur mun verr:

  • 27% eiga ekki aðgang að bíl, borið saman við 7% annars launafólks.
  • 24% hafa ekki efni á kjöti eða fisk annan hvern dag, borið saman við 12% annars launafólks.
  • 25% geta ekki greitt alla reikninga á eindaga, borið saman við 8% annars launafólks.
  • 52% geta ekki skipt út slitnum húsgögnum, borið saman við 30% annars launafólks.
  • 36% hafa ekki efni á árlegu vikufríi að heiman, borið saman við 23% annars launafólks.

Einnig eru persónulegar þarfir og tómstundir fyrir áhrifum:

  • 17% eiga ekki tvö pör af skóm, borið saman við 8% annars launafólks.
  • 23% geta ekki skipt út slitnum fatnaði, borið saman við 9% annars launafólks.
  • 53% hafa ekki efni á að sinna tómstundum eða áhugamáli, borið saman við 33% annars launafólks.
  • 41% geta ekki varið smávegis pening í sjálfa sig vikulega, borið saman við 33% annars launafólks.
  • 44% hafa ekki efni á að hitta vini eða fjölskyldu í mat eða drykk mánaðarlega, borið saman við 34% annars launafólks.

Í heildina má segja að yfir sjö þúsund Eflingarfélaga búi við verulegan skort. Samkvæmt skýrslunni telst fólk sem býr við skort í 7 eða fleiri af 13 mælikvörðum á efnisleg og félagsleg gæði vera í verulegum skorti.

  • 20% Eflingarfélaga búa ekki við neinn skort, borið saman við 38% annars launafólks.
  • 17% búa við almennan skort, borið saman við 11% annars launafólks.
  • 22% búa við verulegan skort, borið saman við 10% annars launafólks.

Skýrslan sýnir að staða Eflingarfélaga í íslensku samfélagi er bæði alvarleg og verulega lakari en annars launafólks. Um 13.000 félagsmenn Eflingar eru fastir í fátæktargildru, þar af líða ríflega 7.000 verulegan skort, á meðan staða um það bil 5.000 annarra Eflingarfélaga er brothætt.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Enn þurfa Austfirðingar að bíða eftir lögreglustjóra
Landið

Enn þurfa Austfirðingar að bíða eftir lögreglustjóra

Meira en hálft ár er síðan auglýst var eftir lögreglustjóra á Austurlandi
Ætla reisa minnismerki sem heiðrar sögu kvenna
Myndir
Innlent

Ætla reisa minnismerki sem heiðrar sögu kvenna

Sigríður Andersen hefur lagt inn málflutningsréttindi sín
Innlent

Sigríður Andersen hefur lagt inn málflutningsréttindi sín

Kendall Jenner afhjúpar hvar hún missti meydóminn
Fólk

Kendall Jenner afhjúpar hvar hún missti meydóminn

Segir fanga hafa laumað sér í klefa Diddy með hníf
Heimur

Segir fanga hafa laumað sér í klefa Diddy með hníf

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“
Pólitík

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“

Fyrrverandi bæjarstjóri fær nýja vinnu
Innlent

Fyrrverandi bæjarstjóri fær nýja vinnu

Sarah Ferguson „á barmi taugaáfalls“
Heimur

Sarah Ferguson „á barmi taugaáfalls“

Ísrael heldur áfram að meina erlendum blaðamönnum aðgang að Gaza
Heimur

Ísrael heldur áfram að meina erlendum blaðamönnum aðgang að Gaza

Ístex glímir við rekstrarvanda
Landið

Ístex glímir við rekstrarvanda

Fáskrúðsfirðingur tekinn með amfetamín á Reykjavíkurflugvelli
Innlent

Fáskrúðsfirðingur tekinn með amfetamín á Reykjavíkurflugvelli

Segist ekki lengur upplifa sig örugga í bænum
Innlent

Segist ekki lengur upplifa sig örugga í bænum

Nístingskuldi mögulega truflaði glæpamenn í nótt
Innlent

Nístingskuldi mögulega truflaði glæpamenn í nótt

Peningar

Hanna María mætt til leiks
Peningar

Hanna María mætt til leiks

Starfaði áður hjá Isavia
Gummi Ben og Kjartan Atli stofna fyrirtæki
Peningar

Gummi Ben og Kjartan Atli stofna fyrirtæki

Trylltur hagnaður hjá Balta
Peningar

Trylltur hagnaður hjá Balta

Nær helmingur Eflingarfélaga býr við fátækt
Peningar

Nær helmingur Eflingarfélaga býr við fátækt

Stefán Einar stofnar nýtt fyrirtæki
Peningar

Stefán Einar stofnar nýtt fyrirtæki

Loka auglýsingu