Mikið hefur verið rætt á undanförnum vikum um stöðu hinsegin fólks á Íslandi og þá sérstaklega trans fólks. Umræðan náði hámarki þegar Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastýra Samtakanna ‘78 ræddu um hinsegin málefni í Kastljósi.
Samkvæmt greiningu Heimildarinnar á umræðunni talaði Snorri 64% af tímanum og greip tuttugu sinnum fram í. Snorri hefur síðan þá beðist afsökunar á hversu oft hann greip fram í.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, fór aðra leið en þingmaður Miðflokksins í nálgun sinni gagnvart trans fólki en við þingsetningu bar hún barmmerki trans fólki til stuðnings.
Samkvæmt heimildum Mannlífs báru einnig meðlimir Kammerkórsins Huldur, sem söng við þingsetninguna, barmmerki til stuðnings hinsegin fólki.


Komment