1
Heimur

Fjölskyldan syrgir hinn níu ára Mohammad

2
Innlent

Truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra

3
Minning

Egill minnist látins vinar

4
Heimur

Konungshöllin óttaðist ásakanir um einelti frá fortíð Andrésar prins

5
Innlent

Áslaug Arna blóðgaðist í hlaupakeppni í New York

6
Heimur

Rússneskur bæjarstjóri neitar að afhenda lík eiginmanns síns

7
Heimur

Maður í nasistabúning réðst á konu í Bandaríkjunum

8
Innlent

Maðurinn sem varð fyrir byssuskoti í Árnessýslu er látinn

9
Heimur

Verðlaunarithöfundur afhjúpar hlutdrægni New York Times í umfjöllun um dráp á heilli fjölskyldu

10
Heimur

Unglingur handjárnaður eftir að gervigreind taldi snakkpoka vera byssu

Til baka

Þorgerður Katrín minnist systur sinnar

„Þið verðið að sætta ykkur við það – hún var einfaldlega best“

Þorgerður Katrín á viðburði Riddara Kærleikans
Þorgerður Katrín GunnarsdóttirUtanríkisráðherra minnist systur sinnar
Mynd: Víkingur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, hefur birt fallega og áhrifamikla færslu á Facebook þar sem hún minnist systur sinnar, Karítasar „Kaju“ Gunnarsdóttur, sem lést fyrir þremur árum.

„Fyrir þremur árum og tveimur dögum fórum við Kjartan með Kaju systur austur á Þurá. Þar sem henni leið best. Þar átti hún einhvern veginn alltaf heima. Og þar var jarðtengingin sjálf,“ skrifar Þorgerður.

Hún lýsir síðasta deginum sem Kaja dvaldi á Þurá með fjölskyldu sinni sem „undurfögrum og björtum“ og rifjar upp augnablik sem sitja eftir sterkt í minningunni.

„Þegar við komum að Þrengslabrún blasti Suðurlandið við, Ölfusið, sveitin okkar og fjöllin. Og Kaja, í öllum sínum þjáningum, brosti aðeins, hallaði sér fram og sagði – sjáið þetta, sjáið þessa fegurð,“ skrifar hún.

Þorgerður segir að þegar þau hafi komið í hlaðið hafi hestarnir tekið á sprett í átt að fjölskyldunni, „eins og þeir væru að bera hinstu kveðju til drottningarinnar og bestu vinkonunnar. Þakka henni fyrir allt gamalt og aðallega gott.“

Hún segir daginn á Þurá aldrei líða úr minni, erfiðan en jafnframt gefandi.

„Fyrir okkur sem eftir lifum og elskuðum Kaju endalaust eru minningarnar allar svo dýrmætar. Oft haldreipið sjálft,“ segir Þorgerður.

Hún þakkar einnig heilbrigðisstarfsfólki á krabbameinsdeild Landspítalans fyrir stuðninginn og að hafa gert síðustu ferð Kaju mögulega.

„Ég get seint fullþakkað heilbrigðisstarfsfólkinu á krabbameinsdeild Landspítalans fyrir útsjónarsemina og hjálpina við að láta þessa stund fyrir Kaju – og okkur hin – verða að veruleika. Það var ekki sjálfgefið,“ skrifar hún.

Í færslunni segir Þorgerður að í dag sé dánardagur Kaju og að söknuðurinn sé enn mikill.

„Ég sakna hennar á hverjum degi, finnst að hún eigi að vera hjá mér, með mér í öllu því sem við höfum bardúsað saman í gegnum tíðina,“ segir hún og bætir við að hún tali oft við systur sína í huganum.

„Ég spjalla oft við Kaju um börnin okkar eða bara um landsins gagn og nauðsynjar. Fæ ráð. Hún er hérna. Og ég mun alltaf halda áfram að tala um hana. Þið verðið að sætta ykkur við það. Hún var einfaldlega best.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ótti og eftirlit í Chicago: „ICE er að ræna fólki handahófskennt og án afleiðinga
Einkaviðtal
Heimur

Ótti og eftirlit í Chicago: „ICE er að ræna fólki handahófskennt og án afleiðinga

Geðheilbrigðisráðgjafi með tengingu við Ísland vaktar hverfi sitt og passar upp á skólabörn gagnvart ICE.
Frægasti hundur Íslands er sex ára í dag
Myndband
Fólk

Frægasti hundur Íslands er sex ára í dag

Egill minnist látins vinar
Myndband
Minning

Egill minnist látins vinar

Unglingur handjárnaður eftir að gervigreind taldi snakkpoka vera byssu
Myndband
Heimur

Unglingur handjárnaður eftir að gervigreind taldi snakkpoka vera byssu

Verðlaunarithöfundur afhjúpar hlutdrægni New York Times í umfjöllun um dráp á heilli fjölskyldu
Heimur

Verðlaunarithöfundur afhjúpar hlutdrægni New York Times í umfjöllun um dráp á heilli fjölskyldu

Ók á vegrið í tilraun til þess að stinga lögregluna af
Innlent

Ók á vegrið í tilraun til þess að stinga lögregluna af

Maður í nasistabúning réðst á konu í Bandaríkjunum
Myndband
Heimur

Maður í nasistabúning réðst á konu í Bandaríkjunum

Áslaug Arna blóðgaðist í hlaupakeppni í New York
Innlent

Áslaug Arna blóðgaðist í hlaupakeppni í New York

Maðurinn sem varð fyrir byssuskoti í Árnessýslu er látinn
Innlent

Maðurinn sem varð fyrir byssuskoti í Árnessýslu er látinn

Fjölskyldan syrgir hinn níu ára Mohammad
Heimur

Fjölskyldan syrgir hinn níu ára Mohammad

Konungshöllin óttaðist ásakanir um einelti frá fortíð Andrésar prins
Heimur

Konungshöllin óttaðist ásakanir um einelti frá fortíð Andrésar prins

Rússneskur bæjarstjóri neitar að afhenda lík eiginmanns síns
Heimur

Rússneskur bæjarstjóri neitar að afhenda lík eiginmanns síns

Minning

Egill minnist látins vinar
Myndband
Minning

Egill minnist látins vinar

„Ég á eftir að sakna þess að heyra ekki hláturinn hans“
Björk Aðalsteinsdóttir er látin
Minning

Björk Aðalsteinsdóttir er látin

Stephan Vilberg Benediktsson er látinn
Minning

Stephan Vilberg Benediktsson er látinn

Þorgerður Katrín minnist systur sinnar
Minning

Þorgerður Katrín minnist systur sinnar

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá
Minning

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá

Loka auglýsingu