1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

6
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

7
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

8
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

9
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

10
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Til baka

Þóra Kristín rífur stjórnarandstöðuna í sig

„Þau eru búin að klæða sig uppá í völdin og forréttindin. Án þeirra eru þau berrössuð.“

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Þóra Kristín ÁsgeirsdóttirUpplýsingafulltrúinn er afar ósátt við stjórnarandstöðuna.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Íslenskri erfðagreiningu og fyrrverandi fjölmiðlakona, lætur stjórnarandstöðuna fá það óþvegið í nýrri Facebook-færslu.

Í færslunni segir Þóra Kristín að í herbúðum Sjálfstæðisflokksins hafi ríkt stöðugt uppnám frá því að flokkurinn neyddist til að yfirgefa stjórnarráðið.

„Það er stöðugt uppnám í herbúðum Sjálfstæðisflokksins eftir að flokkurinn þurfti að yfirgefa stjórnarráðið. Þingmenn valdaflokksins eru ekki í karakter í núverandi hlutverki, þeir garga og gagnrýna allt laust og fast, alltaf jafn reiðir og sárhneykslaðir sama hvert tilefnið er.“

Nefnir hún sérstaklega Víði Reynisson og lætin sem urðu þegar í ljós kom að hann hafði hringt í Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóra vegna máls hins 17 ára Oscars And­ers Boca­negra Flor­ez, sem til stóð, þar til því var frestað, að vísa brott af landinu en hann á fósturfjölskyldu hér á landi.

„Nú er það framganga Víðis sem kvelur þau, hann vildi ekki horfa þegjandi upp á að 17 ára unglingur, sem býr hér í skjóli fósturforeldra sem taka ábyrgð á honum, yrði dreginn fram úr rúmi sínu og fluttur nauðungarflutningi á götuna í Kólumbíu, meðan einungis eru nokkrir dagar þar til Alþingi tekur afstöðu til þess hvort hann fær ríkisborgararétt á Íslandi.
Eina sem Víðir gerði var að vekja athygli á því að það gæti borgað sig að bíða eftir niðurstöðu áður en lögreglan hæfist handa við brottflutning.“

Segir Þóra þingmenn Sjálfstæðisflokksins „liggja á hundaflautunni“ vegna málsins og krefjist þess að framtíðarmöguleikar Oscars verði eyðilagðar.

„Þingmenn flokksins liggja á hundaflautunni og krefjast þess að fá höfuð Víðis á fati og að framtíð þessa unglings verði lögð í rúst, þeir eru skjálfandi af heift og bræði.
En uppnámið er í grunninn vegna þess, að þau telja að valdarán hafi verið framið í landinu. Það sé hérna vinsæl ríkisstjórn, án þess að þau og sérhagsmunir skjólstæðinga þeirra eigi nokkra aðkomu að henni.“

Að endingu segir Þóra Kristín að án valds og forréttinda sé stjórnarandstaðan alsber, „gráthlægileg“ og „stundum óbærilega leiðinleg“.

„Þau eru ekki í karakter í minnihluta, kunna ekki að reka málefnalega og einarða stjórnarandstöðu og vera ósammála án þess að saka viðmælandann í sífellu um lögbrot og heimta refsingar. Þau eru búin að klæða sig uppá í völdin og forréttindin. Án þeirra eru þau berrössuð. Þau eru varla hættuleg, frekar gráthlægileg og stundum alveg óbærilega leiðinleg.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða
Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða

Orsök slyssins eru ekki ljós að svo stöddu
Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði
Innlent

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur
Innlent

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn
Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn

„Viðreisn er því frekar hlutlaust nafn. Kannski eins og Hyundai“
„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“
Pólitík

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma
Pólitík

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump
Pólitík

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

Loka auglýsingu