
Sex gistu fangageymslu lögreglu52 mál komu á borð lögreglu í nótt.
Mynd: Hafnarfjarðarbær
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að nokkur fjöldi ökumanna hafi verið tekinn fyrir ýmis brot. Hraðakstur, ölvun og vímun voru á dagskrá þeirra, þá voru þrír sektaðir fyrir að aka yfir á rauðu ljósi.
Tilkynnt var um þjófnað í Hafnarfirði og miðbæ Reykjavíkur og er málin í rannsókn lögreglu. Líka var tilkynnt um innbrot í Breiðholti og Árbænum og eru þau mál einnig í rannsókn.
Lögreglan fékk tilkynningu um bílveltu en hún var samkvæmt lögreglu í Grafarholti eða Úlfársdal.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment