1
Innlent

Innkalla osta vegna listeríu

2
Landið

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu

3
Innlent

Sveini var sagt að hann ætti eitt ár eftir

4
Peningar

Framkvæmdastjóri sakar fyrrum eigendur um blekkingar

5
Fólk

Körfuboltajöfur tekur við nýju starfi

6
Innlent

Kaþólska kirkjan sækir í sig veðrið

7
Innlent

Aðeins kalt vatn í boði

8
Innlent

Karlmaður réðst á sambýliskonu sína með kertastjaka

9
Innlent

Ógnandi farþegi handtekinn á Reykjavíkurflugvelli

10
Innlent

Borgarbúar gefi öndunum ekki brauð

Til baka

Þetta er ræðan sem gerði allt vitlaust

Þjóðernissinnar fögnuðu, en ClubDub klofnaði.

Brynjar Barkarson Club Dub
Ræða BrynjarsAnnar meðlimur Club Dub hélt ræðu á Austurvelli um helgina til að mótmæla útlendingum á Íslandi.
Mynd: Youtube / Skjáskot

Hljómsveitin Club Dub hefur klofnað í tvennt og skorað hefur verið á Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, að grípa inn í baráttu tengdasonar hans, eftir að hann hélt ræðu á Austurvelli um helgina.

Brynjar Barkarson er þá einn eftir í ClubDub, sem þekkt er fyrir lög eins og bad bitch í RVK, fössari, og Fresh Alla Daga, eftir að hinn meðlimurinn, Aron Kristinn Jónasson, gaf út einfalda tilkynningu á Instagram í gær: „Ég er hættur í ClubDub. Ást og friður.“

Í ræðu sinni á Austurvelli fagnaði mannfjöldinn, sem taldi rúmlega þúsund manns, þegar Brynjar skaut á fjölmiðla, glóbalista og múslima, íklæddur umtalaðri treyju frá Manchester United, auk þess sem hann harmaði hlut hvíts fólks í umræðunni. „Þetta er engin fóbía, þetta er raunverulegur ótti við raunverulegri ógn,“ segir hann meðal annars. „Góðmennska okkar og umburðarlyndi hafa verið misnotuð nógu lengi!“ bætti hann við, svo mannfjöldinn fagnaði. Þá talaði hann um „uppsprettu illskunnar“.

„Meira ruglið“

Illugi Jökulsson, rithöfundur og fjölmiðlamaður, hefur ritað upp ræðuna, sem sjá má hér fyrir neðan.

„Þetta er meira ruglið!“ skrifar fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason undir lýsinguna, rétt eins og Pálmi Gestssson leikari, sem segir: „Þvílíkt endemis rugl!“

„Þetta er svona google-translate-íslenska,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.

Beint í kjölfar mótmæla þjóðernissinna birti Morgunblaðið frétt á mánudag um könnun þess efnis að 61% landsmanna teldi „of marga um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd fái hæli hér á landi“. Er það mikil aukning frá árunum áður, þegar fleiri töldu of fáa fá hæli heldur en of marga.

„Landsmenn sjá vandann“

Í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins var síðan í dag tekin afstaða með málstað þjóðernissinnanna, í grein ritstjórnar, sem stýrt er af Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, með fyrirsögninni Landsmenn sjá vandann. „Við blas­ir að mik­ill meiri­hluti lands­manna er ekki ras­ist­ar, aðeins fólk sem vill verja þau gildi og það góða þjóðfé­lag sem hér hef­ur verið byggt upp. Þeir flokk­ar sem fjærst þjóðinni stóðu í þess­um mála­flokki duttu af þingi í síðustu kosn­ing­um. Ný rík­is­stjórn er hæg­fara í þess­um efn­um og geng­ur ekki í takti við al­menn­ing. Hún þarf að taka á sig rögg áður en meira tjón verður,“ sagði Morgunblaðið í staksteinum í morgun.

Eftirfarandi er lýsing Illuga Jökulssonar á ræðunni, sem hann birti á Facebook-síðu sinni:

„Vinir mínir. Föðurlandsvinir. Ykkar hugrekki er ekki týnt á mér í dag og ég þakka ykkur öllum djúplega fyrir að mæta og sýna samstöðu í nafni alls sem er okkur kært og heilagt.“

Gerir stutt hlé. Fólk klappar.

„Brynjar Barkarson heiti ég en mörg ykkar kannast við mig sem tónlistarmann, bæði eftir farsælan persónulegan feril og sem annar hluti Club Dub. Ég stend hér í dag ekki vegna haturs, heldur vegna ástar. Ástar á landi mínu. Menningu minni. Fólkinu mínu. Og framtíð barnanna okkar.“

Klapp.

„Ísland, eins og við þekkjum það, stendur á tímamótum. Það sem að við höfum byggt upp í gegnum aldirnar, tunga okkar, arfleifð okkar, öryggi okkar, stendur nú frammi fyrir raunverulegri ógn. Þau kalla þetta fjölmenningu. En hvað verður um okkar menningu í þessari fjölmenningu?“

Heilmikil fagnaðarlæti.

„Hver stendur vörð um hana þegar valdhafar opna landamærin án þess að spyrja þjóðina?“

Rödd úr hópnum: „Enginn!“

„Þetta snýst ekki um að útiloka. Þetta snýst um að vernda. Vernda það sem forfeður okkar börðust fyrir.“

Heilmikil fagnaðarlæti.

„Það sem við vildum og viljum treysta að verði hér áfram fyrir börn okkar og barnabörn.“

Klappað. Rödd úr hópnum: „Algjörlega!“

„Íslam ...“

Hópurinn grípur fram í og úar hraustlega. Rödd úr hópnum: „Á ekki heima hér!“

„Við getum kallað það trúarbragð en við getum líka kallað það hugmyndafræði.“

Klapp. Rödd úr hópnum: „Ómenningu!“

„Þessi hugmyndafræði stangast beint á við okkar hugmyndir ...“

Rödd úr hópnum: „Já!“ Önnur rödd: „Algjörlega!“

„... og er ógn við lýðræði vestrænna ríkja.“

Mikil fagnaðarlæti. Raddir: „Hei, hei, hei, hei!“

„Án þess að fara of djúpt í uppsprettu illskunnar, sem ætlar sér að stýra okkar fallega samfélagi, sem og öllum öðrum, þá eru það glóbalistar, sem toga í alla spotta, svo að hingað streymir í ríkum mæli fólk með aðra sýn, önnur gildi og önnur markmið.“

Fagnaðarlæti. „Heyr, heyr!“

„Ekki til að styrkja okkur, heldur til að sundra okkur og einn daginn stjórna okkur gjörsamlega.“

Öflugt klapp og hróp.

„Söguþráður þeirra, það er að segja narratífan, svo ég sletti, sem þessir kommúnistar framsetja í gegnum hefðbundna fjölmiðla, eins og til dæmis RÚV sem allir hér hafa löngu séð í gegnum ...“

Orð ræðumanns drukkna í háværu úi í garð RÚV. Rödd í hópnum: „Loka RÚV! Loka RÚV!“ og fleiri taka undir. Önnur rödd: „Enga fokking fjölmiðla!“

„Narratífan þeirra, hún er þessi: Hvítt fólk eru bara vondir rasistar. Kristið fólk er bara óumburðarlynt með íslamfóbíu. Þau vilja breyta sögunni og láta okkur gleyma henni. Ég minni á að við vorum eitt sinn nýlenda. Ég minni á vistarbandið, 600 ára tímabil í sögu okkar af því að vera þvinguð til vinnu. Orðið „slave“, það kemur frá orðinu „Slav“ vegna þess að svo margir Slavar voru fangaðir, neyddir í þrældóm og seldir til Evrópu, og já, Miðausturlanda. Ég minni á Tyrkjaránið, þrjár gífurlega skæðar árásir á Ísland af höndum múslima.“

Rödd í hópnum úar á Tyrkjaránið.

„Ég er ekki fastur í fortíðinni. Ég geri mér grein fyrir að múslimar í dag áttu ekki aðild í máli. Ég er bara að minna okkur á að við skuldum engum neitt.“

Mikil fagnaðarlæti.

„Við eigum ekki að vera með neitt samviskubit að hafa komist á þennan góða stað. Þvert á móti. Við höfum ekki bara lifað af, heldur blómstrað við harðar aðstæður og ættum að vera með ekkert nema stolt á okkar dugnaði og elju.“

Fagnaðarlæti.

„Stjórnmál eru vinsældakeppni. Stjórnmálafólk ríður ekki af skarið með svo viðkvæm málefni nema þau viti að þau hafi meðbyr þjóðarinnar með sér. Mér leiðist skelfilega hvernig stjórnmálafólk okkar dansar í kringum það að ávarpa vandann beint.“

Fagnaðarlæti.

„Af ótta við að móðga góða fólkið.“

Úað á góða fólkið.

„Það keppist um að minna fólk á að allt ofbeldi sé yfirhöfuð slæmt og finnist í öllum hópum. Eins og við vitum það ekki. Og við höfum ekki nóg með okkur sjálf. Okkur sem erum svo miklu skárri í þeim málum hvað ofbeldisglæpi varðar.“

Fagnaðarlæti, „heyr, heyr“ o.s.frv.

„Málið er að því stjórnmálafólki sem hefur ekki verið heilaþvegið eða stýrt af glóbalistum skortir hreinlega allt bein í nefi og er stýrt áfram af tilfinningum en ekki rökhugsun.“

Heilmikil fagnaðarlæti.

„Þau eru upptekin af eigin velgegni frekar en velmegun þjóðar.“

Heilmikil fagnaðarlæti.

„Þau nefna stöðugt að hingað sé að streyma erlend glæpagengi . Já. Svo mikið er löngu víst. En það er ekki helsti vandinn. Og nú ætla ég að ávarpa hann beint. Helsti vandinn er að hér eru margir menn frá þriðja heims ríkjum með engin tengsli við eitthvað glæpagengi, annað en auma vinahópinn sinn, sem haga sér allir eins og sjóræningjar hér á götum Íslands.“

Fólk úar á þá sem haga sér eins og sjóræningjar hér á götum Íslands.

„Þeir koma hingað með lága tíðni. Það sem ég á við með því er að þeir þekkja helst tilfinningar eins og reiði, grimmd og öfundsýki. Engin takmörk virðast vera fyrir þeirra tilætlunarsemi.“

Klapp. „Nei, nei,“ heyrist í hópnum.

„Enn og aftur, þá er ég ekki að segja að allir múlimar virðast hata okkur, neita að aðlagast að okkur tungu, siðum, gildum, menningu og hugmyndum, vilja heldur þröngva sínum eigin brengluðu kúgunarhugmyndum á okkur, en þeir eru mjög margir, og ég stend á því, kvitt, Brynjar Barkarson, enda er það löngu, löngu orðið augljóst.“

Fagnaðarlæti.

„Hvítt fólk eru bara vondir rasistar. Kristið fólk er bara óumbyrðarlynt með íslamfóbíu. Hvorugt þetta er satt. Við erum umburðarlynd eins og við erum góð. Þetta er engin fóbía. Þetta er raunverulegur ótti, sem við höfum fyrir mjög raunverulegri ógn.“

Fagnaðarlæti. „Já!

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Körfuboltajöfur tekur við nýju starfi
Fólk

Körfuboltajöfur tekur við nýju starfi

Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir færir sig um set
Innkalla osta vegna listeríu
Innlent

Innkalla osta vegna listeríu

Sveini var sagt að hann ætti eitt ár eftir
Innlent

Sveini var sagt að hann ætti eitt ár eftir

Borgarbúar gefi öndunum ekki brauð
Innlent

Borgarbúar gefi öndunum ekki brauð

Karlmaður réðst á sambýliskonu sína með kertastjaka
Innlent

Karlmaður réðst á sambýliskonu sína með kertastjaka

Framkvæmdastjóri sakar fyrrum eigendur um blekkingar
Peningar

Framkvæmdastjóri sakar fyrrum eigendur um blekkingar

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu
Landið

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu

Kaþólska kirkjan sækir í sig veðrið
Innlent

Kaþólska kirkjan sækir í sig veðrið

Ógnandi farþegi handtekinn á Reykjavíkurflugvelli
Innlent

Ógnandi farþegi handtekinn á Reykjavíkurflugvelli

Áslaug Sig­ríður Al­freðsdótt­ir er fallin frá
Minning

Áslaug Sig­ríður Al­freðsdótt­ir er fallin frá

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni
Pólitík

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni

Pólland vísar Úkraínumönnum úr landi eftir rapptónleika
Heimur

Pólland vísar Úkraínumönnum úr landi eftir rapptónleika

Innlent

Innkalla osta vegna listeríu
Innlent

Innkalla osta vegna listeríu

Getur valdið alvarlegum sjúkdómi
Sveini var sagt að hann ætti eitt ár eftir
Innlent

Sveini var sagt að hann ætti eitt ár eftir

Borgarbúar gefi öndunum ekki brauð
Innlent

Borgarbúar gefi öndunum ekki brauð

Karlmaður réðst á sambýliskonu sína með kertastjaka
Innlent

Karlmaður réðst á sambýliskonu sína með kertastjaka

Kaþólska kirkjan sækir í sig veðrið
Innlent

Kaþólska kirkjan sækir í sig veðrið

Loka auglýsingu