1
Heimur

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu

2
Innlent

Andri Snær rífur í sig nýju göngubrúna við Sæbraut

3
Innlent

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn

4
Innlent

Bubbi líkir hraðbankaræningjum við Hróa Hött

5
Peningar

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi

6
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

7
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

8
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

9
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

10
Innlent

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins

Til baka

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Tvennt í haldi lögreglu

Londonlögreglan
LundúnarlögreglanMyndin tengist ekki fréttinni beint.
Mynd: Janv.editor/Shutterstock

Þrjátíu og átta ára gamall maður, sem lögregla hefur enn ekki nafngreint, var meðhöndlaður vegna stungusára af sjúkraflutningamönnum í Lundúnum í gærkvöldi en lést á vettvangi í Wembley. Morðrannsókn er nú hafin.

Tveir einstaklingar hafa verið handteknir eftir að þekktur ísbílasali var stunginn til bana fyrir framan bíl sinn í gærkvöldi.

Samkvæmt lögreglunni í Lundúnum barst tilkynning um stungutilræði í Monks Park í Wembley um klukkan 18:10 í gær. Þolandinn, 38 ára karlmaður, lést þrátt fyrir aðhlynningu á vettvangi. Aðstandendum hans hefur verið tilkynnt um andlátið.

Lögreglan greindi frá því að 26 ára karl hafi verið handtekinn snemma á miðvikudagsmorgun, grunaður um morðið. Jafnframt því var 31 árs kona handtekin á vettvangi, grunuð um samsæri um morð. Bæði eru enn í haldi lögreglu.

Asim Mahmood Butt, 39 ára íbúi í nágrenninu, sagði við fjölmiðla að hann hefði verið æskuvinur hins látna. „Ég fékk símtal frá frænda mínum. Þennan mann þekktum við – hann var þekktur ísbílasali. Hann var stunginn í gær,“ sagði hann.

„Ég kom hingað og líkið var enn á staðnum, lögreglan hafði girt svæðið af. Við vitum ekki ástæðuna en það sem mér var sagt er að maður í grárri hettupeysu hafi stungið hann átta sinnum. Ég þekki bræður hans líka – þeir eru allir héðan. Við spiluðum saman krikket og fótbolta hér í Monks Park.“

Butt sagði að fórnarlambið hefði verið giftur og átt unga dóttur. Hann bætti við að ísbíllinn, sem stóð í götunni þegar árásin átti sér stað, hefði verið vel þekktur í hverfinu – meðal annars fyrir stóran bangsa sem prýddi hann.

Annað vitni, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að ísbílnum hefði verið ekið burt af dráttarbíl snemma á miðvikudagsmorgun. Á miðvikudegi mátti enn sjá blátt tjald réttarmeinafræðinga og nokkra lögreglumenn að störfum innan girts svæðis í Monks Park.

Einnig voru hvít sendibifreið og blár bíll fjarlægðir af vettvangi.

Yfirvarðstjórinn Paul Waller, sagði: „Hugsanir okkar eru með fjölskyldu og vinum hins látna á þessum afar erfiðu tímum. Lögreglan vinnur hratt að því að skýra aðdraganda þessa sorglega atburðar.

Við hvetjum alla sem hafa upplýsingar að hafa samband. Íbúar geta einnig búist við aukinni viðveru lögreglu í hverfinu á meðan rannsókn stendur yfir. Við biðjum jafnframt íbúa í grennd við Monks Park að fara yfir upptökur úr dyrabjöllum eða öryggismyndavélum og láta okkur vita ef þar finnast upplýsingar sem gætu nýst í rannsókninni.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag
Myndir
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

Jói P og Króli skemmtu ungmennum ásamt öðrum listamönnum í sólinni í dag
Gæsluvarðhaldi yfir leikskólastarfsmanninum framlengt um viku
Innlent

Gæsluvarðhaldi yfir leikskólastarfsmanninum framlengt um viku

Formaður Neytendasamtakanna hugsi yfir stýrivöxtunum
Peningar

Formaður Neytendasamtakanna hugsi yfir stýrivöxtunum

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

Þrír erlendir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir innflutning kókaíns
Innlent

Þrír erlendir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir innflutning kókaíns

Sósíalistaflokkurinn vill tilnefna Francescu Albanese til friðarverðlauna Nóbels
Innlent

Sósíalistaflokkurinn vill tilnefna Francescu Albanese til friðarverðlauna Nóbels

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins
Innlent

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

Drukkin börn við grunnskóla
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn
Innlent

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi
Peningar

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi

Ég get ekki - Nýtt ljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur
Menning

Ég get ekki - Nýtt ljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur

Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Tvennt í haldi lögreglu
Norrænu læknafélögin: Hrun heilbrigðiskerfis á Gaza er neyðarástand
Heimur

Norrænu læknafélögin: Hrun heilbrigðiskerfis á Gaza er neyðarástand

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn
Heimur

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu
Heimur

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu
Heimur

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu

„Truflandi“ skilaboð milli lækna í máli Matthew Perry opinberuð
Heimur

„Truflandi“ skilaboð milli lækna í máli Matthew Perry opinberuð

Loka auglýsingu