1
Pólitík

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“

2
Landið

„Stjórnlausir“ ferðamenn trufluðu jarðarför í Vík

3
Innlent

Landeigandi og fjórhjólafólk tókust á við eldgosið

4
Leiðari

Það sem Kristrún segir ekki

5
Innlent

Svona var druslugangan 2025

6
Peningar

Eldum rétt borgar kvartmilljarð í arð

7
Heimur

Hafa forsetann að háði og spotti

8
Landið

Ferðamaðurinn lést við Hrafntinnusker

9
Heimur

Kínverjar kynna „mannleg“ vélmenni

Til baka

Jón Trausti Reynisson

Það sem Kristrún segir ekki

Við stöndum á flekaskilum. Framtíð okkar getur ráðist af því sem ekki má ræða.

Kristrun_Frostadottir_og_Ursula_von_der_Leyen klippt 2
Skref til EvrópuMargt ósagt er að baki yfirlýsingar um viðræður Íslands við Evrópusambandið um öryggis- og varnarsamstarf.
Mynd: AFP

Rof á sér stað á milli raunveruleikans og þess sem sagt er á sér núna í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Ástandið minnir á árin fyrir banka- og gjaldmiðilshrunið 2008, þegar raunveruleg ógn var hulin undir dulu í orðum stjórnmálamanna. Enginn segir það sem blasir við og getur kollvarpað öllu. Frekar er snúið út úr hægri vinstri.

„Allt sem við óttuðumst“

Í þarsíðustu viku ræddi Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra við forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursulu von der Leyen, og gáfu út yfirlýsingu um að hafnar yrðu „viðræður um öryggis- og varnarsamstarf“. Í því felst að Ísland fær aðild að Öryggisaðgerðaáætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins (SAFE). Það þýðir að Ísland fær aðgengi að gervihnattabúnaði og ýmsum upplýsingum.

Atburðinum var handstýrt. Handvaldir fjölmiðlar fengu aðgang og gerð var krafa um að spurningar yrðu lagðar fram fyrir fram.

Viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, voru að það væri verið að „plata þjóðina í Evrópusambandið“. Eftir fund utanríkismálanefndar þingsins um viljayfirlýsinguna sagði Sigmundur Davíð að ótti hans hafi verið réttur. „Allt sem við óttuðumst reynd­ist rétt, um hvernig þessi rík­is­stjórn og ráðuneytið muni halda á þessu Evr­ópu­sam­bands­máli,“ seg­ir Sig­mund­ur.

Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins, varaði við því að Ísland skuldbindi sig í „stríðsbandalag“.

Morgunblaðið vitnaði í Pál Vilhjálmsson bloggara í nafnlausum skoðanadálki ritstjórnar blaðsins, Staksteinum, þar sem það er sagt „tvöfeldni“, „tvískinnungur“ og „undirferli“ að semja við Evrópusambandið um varnir, vegna þess að við værum þegar með varnarsamning við Bandaríkin.

Kristrún Trump Þorgerður Katrín
Með TrumpKristrún og Þorgerður Katrín ræða við manninn sem vill Grænland.
Mynd: Samfylkingin

„Heillandi maður“

Ísland er nú þegar í eins konar „stríðsbandalagi“, sem stundum er kallað varnar- en stundum hernaðarbandalag. Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín hittu nýlega Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi þess bandalags.

Áður hafði forsetinn verið ausinn lofi af framkvæmdastjóra NATO, svokölluðum Trump-hvíslara, hollenska íhaldsmanninum Mark Rutte.

Þorgerður Katrín tók í höndina á Trump á fudinum.

„Hann er nú heillandi, karlinn,“ sagði hún í samtali við Vísi.

Sumir aðrir heilluðust minna. Þar var til dæmis Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sem hefur þurft að eiga endurtekin samtöl við Trump um að hann megi ekki innlima okkar næsta nágrannaland Grænland í Bandaríkin.

Kristrún sagði ekki mikið meira, en hún höfðaði til hégómagirndar Trumps með því að hvetja hann til að stilla til friðar á Gasa, vitandi að Trump hefur áhuga á að fá friðarverðlaun Nóbels.

En hver er þessi heillandi maður sem Íslendingar eiga allar varnir sínar undir?

5. grein Atlantshafssátmálans

Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu bjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðizt, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöf-unum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi.

Sá brýtur engin lög

Hann segist vera hafinn yfir lög, ef hann vinnur í þágu lands síns. Hann segist vera konungur. Hann hótar því að fangelsa forvera sinn, Barack Obama, og birti gervigreindarmyndband af handtökunni um daginn, þar sem forsetinn fyrrverandi var snúinn niður af alríkislögreglunmönnum og læstur inni í klefa. Þetta hefur hann látið gera við fjölda fólks, án dóms og laga, með því að grímuklæddir innflytjendalögreglumenn (ICE) handtaka hörundsdökkt fólk. „Þú hefur engin réttindi,“ sagði einn þeirra við þeldökkan strák sem tók upp á laun. Með nýju „gullfallegu“ frumvarpi Trumps stefnir í að innflytjendalögreglan verði stærsta löggæslusveit Bandaríkjanna, stærri en alríkislögreglan.

Allt þetta eru innanríkismál Bandaríkjanna. En það sem varðar okkur á Íslandi beint er valdasamþjöppun í þessu verndarríki Íslands. Trump hefur markvisst stigið skref til þess að þenja út valdsvið sitt frá því hann náði kjöri í annað sinn, að hluta til eftir forskrift Project 2025 og kenningar um unitary executive, eða hið algera framkvæmdavald forsetans. Hér eru tíu skref sem hann hefur tekið:

  1. Kúgar lögfræðistofur til að vinna frítt.
  2. Kúgar háskóla með því að svipta þá ríkisstyrkjum.
  3. Kúgar fjölmiðla með lögsóknum og hótunum um að beita ríkisvaldinu.
  4. Hótar pólitískum andstæðingum fangelsun, til dæmis Obama.
  5. Hótar fólki sviptingu á ríkisborgararétti og brottflutningi úr landi, til dæmis Elon Musk.
  6. Hótar að innlima nágrannalönd.
  7. Segist hafinn yfir lögin.
  8. Boðar þvingaða þjóðarflutninga til að rýma fyrir viðskiptum.
  9. Situr hjá og styður fjöldasvelti og þjóðarmorð.
  10. Fjarlægir fólk af götunni án dóms og laga.

Trump hefur nú þegar tekið skrefin. Hann hefur sýnt og náð árangri í því að beita fordæmalitlu valdi gegn einstaklingum, með því að láta sérstaka grímuklædda löggæslusveit hirða fólk af götunni og flytja úr landi án dóms og laga í fangabúðir, meðal annars stærsta fangelsi heims og svo Guantanamo-flóa á Kúbu. Auk þess reisir hann fangabúðir innanlands milli krókódílafenja og stærir sér af því.

Hann beitir valdi ríkisins af geðþótta gegn meintum andstæðingum og óæskilegum þjóðfélagshópum, og valdeflir og náðar fylgismenn sína. Þó eru nokkrir lykilatburðir eftir áður en hann nær algerri valdasamþjöppun. Einn prófsteinninn verður í þingkosningum á næsta ári.

Innleiðing einræðis á sér stað í smáum skrefum. Flest einræðisríki í dag eru svokölluð hybrid-lýðræði, þar sem beinnar valdbeitingar er sjaldnar þörf. Bandaríkin í dag flokkast undir gallað lýðræði. Engin trygging er fyrir því að einræði morgundagsins verði eins og það er í dag, eða í gær.

Allt hefur verið sagt

Ef íslenskur forsætisráðherra gagnrýnir Trump á hann á hættu að Ísland verði beitt refsiaðgerðum. Til þess að ná sínu fram gegn öðrum þjóðum og kúga aðra til hlýðni og eftirfylgni hefur Trump hótað og/eða beitt refsitollum af geðþótta.

Allt þetta ósagða er einkenni þess að Trump og trumpisminn er nú þegar með vald yfir okkur, hvort sem við áttum okkur á því eða ekki. Vald mótar gildismat. Spurningin er hversu langt það gengur. Það liggur hins vegar fyrir hversu langt hann vill ganga í fyrstu atrennu.

Við þurfum ekki að setja neinn stimpil á hann, að kalla hann siðblindan eða hvað annað, heldur er nóg að fylgjast með orðum hans og tilraunum til að setja mál á dagskrá.

Hann hefur talað aftur og aftur um að yfirtaka Grænland. Í ræðu sinni fyrir þinginu hæddist hann að Grænlendingum og talaði um þá sem „ótrúlega fólkið á Grænlandi“ við hlátrasköll bandarískra þingmanna. Hann hefur sagt vilja innlima landið þeirra, til að vernda þá. Í öðru landi vill hann fjarlægja íbúana til að rýma fyrir lúxusferðaþjónustu. Röklega séð, af hverju ekki að flytja burt 57 þúsund Grænlendinga, eins og tvær milljónir Gasabúa? Og hvað eru tæplega 400 þúsund Íslendingar í því spili?

Rauðu flöggin sjást þegar það má gera hvað sem er við manneskjur af tilteknum hópum. Það er alltaf hægt að bæta öðrum í þá hópa, ef hentar. En sumir vilja ekki sjá flöggin eða heyra þótt fyrirætlunum sé flaggað.

Mesta ógnin

Ný könnun sýnir að 59% Kanadamanna líta á Bandaríkin sem mestu ógnina við Kanda, þótt 55% líti á þau sem mikilvægasta bandamanninn.

Trump er ekki vörnin. Hann er ógnin sjálf.

Ef svo fer að Trump kemst yfir krítískan punkt í valdasamþjöppun í Bandaríkjunum, mun ekkert halda aftur af því að hann láti verða af því að bæta í hóp þeirra sem hann valdbeitir í þágu hagsmuna (hluta) Bandaríkjanna eða hans eigin.

Áður hafa íslenskir sérfræðingar sagt að hann sé einangrunarsinni sem hafi ekki áhuga á útlöndum, hann sé friðarsinni, hann beiti ekki vopnum gegn andstæðingum sínum og að hann hafi ekkert plan.

En ef úr því rætist, sem vitað er að hann vill, að hann hertaki Grænland, er stutt að fara til að búa til demparasvæði. Þá er Ísland annað hvort hluti af trumpísku heimsveldi, sem hugsanlega verður einræði, eða Evrópusambandi, væntanlega í lýðræði.

Margt getur gerst í stöðunni og í henni eru margir hreyfanlegir partar. En það er raunveruleg og vaxandi hætta á því að við lendum undir hælnum á einræðisríki sem verður með nútímaútgáfu af fasisma. Ef svo fer skipta öll hin þingmálin engu máli: Veiðigjald, Landspítalinn, innleiðing Evrópureglugerða, orkupakkinn. Því vald okkar til að hafa áhrif á það veltur á duttlungum, stefnu og innræti erlends aðila með allt annað gildismat en flest okkar - og skerta virðingu fyrir frelsi og lífi fólks.

Íslenskur trumpismi

Það er ástæða fyrir því að Noregur og Þýskaland eru í beinum viðræðum sín á milli um varnarmál. Og enn meiri ástæða fyrir því að Kristrún og Þorgerður ræða við Evrópusambandið um varnarmál, því Ísland er á jaðri yfirlýsts framtíðarútþenslusvæðis Bandaríkjanna. Sömuleiðis er ástæða fyrir því að þau geta ekki rætt ástæðuna. Ógnin sem þarf að mæta getur raungerst í hefnd ef hún er nefnd.

Varnarmál voru varla nefnd í kosningabaráttunni síðasta haust, þótt Trump hefði náð kjöri og bæði lýsti því yfir að Bandaríkin myndu ekki skuldbinda sig til að standa við NATO-samninginn og hefði lýst vilja til að komast yfir Grænland.

Það er ekki víst að andstaða sumra gegn viðræðum um varnarsamvinnu við Evrópusambandið sé blinda á stöðuna eða pólitísk tækifærismennska. Það er líklegt að sumir hópar á Íslandi verði ginnkeyptari fyrir trumpisma en aðrir. Hverjir vilja lægri skatta á auðugustu hópana og óskerta einkaeign auðlinda? Hverjir eru nú þegar orðnir trumpistar?

Margt bendir til þess að klofningur milli Ameríku- og Evrópufleka muni marka flekaskilin í stjórnmálum næstu árin, þar sem sitt hvort mengi gildismats mun fylgja.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Styrkja Mannlíf

Má bjóða þér að styrkja starfsemi Mannlífs með mánaðarlegu framlagi?


Komment


Landeigandi og fjórhjólafólk tókust á við eldgosið
Ný frétt
Innlent

Landeigandi og fjórhjólafólk tókust á við eldgosið

Árekstur var milli fjórhjóla og átök um ferðafrelsi og rétt landeigenda við eldgosið í kvöld.
„Stjórnlausir“ ferðamenn trufluðu jarðarför í Vík
Landið

„Stjórnlausir“ ferðamenn trufluðu jarðarför í Vík

Ferðamaðurinn lést við Hrafntinnusker
Landið

Ferðamaðurinn lést við Hrafntinnusker

Eldum rétt borgar kvartmilljarð í arð
Peningar

Eldum rétt borgar kvartmilljarð í arð

Kínverjar kynna „mannleg“ vélmenni
Heimur

Kínverjar kynna „mannleg“ vélmenni

Hafa forsetann að háði og spotti
Heimur

Hafa forsetann að háði og spotti

Svona var druslugangan 2025
Myndir
Innlent

Svona var druslugangan 2025

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“
Pólitík

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“

Eldgosið nú með forgangi Icelandia
Myndir
Innlent

Eldgosið nú með forgangi Icelandia

Leiðtogi Tsjetsjníu nærri drukknaður í sumarfríi í Tyrklandi
Heimur

Leiðtogi Tsjetsjníu nærri drukknaður í sumarfríi í Tyrklandi

Gulli Reynis kveður sviðið
Viðtal
Fólk

Gulli Reynis kveður sviðið

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

Leiðari

Það sem Kristrún segir ekki
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Það sem Kristrún segir ekki

Við stöndum á flekaskilum. Framtíð okkar getur ráðist af því sem ekki má ræða.
Þjóðarklofningur
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Þjóðarklofningur

Fjórar ástæður fyrir því að Ísland hætti í Eurovision
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Fjórar ástæður fyrir því að Ísland hætti í Eurovision

Þegar mesti málsvari jaðarsettra mætti Trump og Jordan Peterson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Þegar mesti málsvari jaðarsettra mætti Trump og Jordan Peterson

Þeir sem þröngva sér ofan á aðra
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Þeir sem þröngva sér ofan á aðra

Loka auglýsingu