1
Pólitík

Pálmi tætir Bergþór í sig

2
Fólk

Gulli Reynis kveður sviðið

3
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

4
Pólitík

Hallgrímur hæðist að Njáli

5
Innlent

Hefur þú séð þessa menn?

6
Pólitík

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“

7
Heimur

Ísraelar bálreiðir

8
Heimur

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall

9
Menning

GKR sussar á fólk

10
Innlent

Eldgosið nú með forgangi Icelandia

Til baka

Tengdasonur Bjarna

Bjarni Benediktsson
Mynd: Golli

Fyrrverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, var dreginn inn í umræðuna um útifund þjóðernissinna á Austurvelli um helgina, þegar hann var beðinn að „setja tappa í tengdasoninn“, ClubDub-popparann Brynjar Barkarson. Einhverjum stuðningsmönnum Bjarna, eins og Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Ölfuss, þótti ósmekklegt að nota fjölskyldutengsl gegn Bjarna, sem varð reyndar að hætta sem forsætisráðherra og aftur sem fjármálaráðherra vegna fjölskyldutengsla.

Bjarni er ekki alveg ókunnugur áhyggjum af útlendingum á Austurvelli. Í janúar í fyrra sagði Bjarni, þá forsætisráðherra, að það væri „hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“, þegar fólk mótmælti þar árásum á almenna borgara á Gazasvæðinu og tregðu íslenskra stjórnvalda til að liðsinna með fjölskyldusameiningu þeirra sem þar voru í hættu stödd.

Bjarni viðhafði engin orð um hörmung á Austurvelli eftir fund þjóðernissinna, þar sem tengdasonur hans talaði um ógnina sem stafaði af útlendingum og „uppsprettu illsku“.

Eins og Bjarni hefur Brynjar áhyggjur af Evrópusambandinu og vinstri mönnum. Meðfylgjandi myndskeið af viðtali við Brynjar í þætti Þórarins Hjartarsonar, Einni pælingu, hefur vakið mikla athygli fyrir djúpar samsærispælingar Brynjars. „EU er stórlega spillt. Það er verið að koma kommúnisma í vestrænan heim,“ sagði Brynjar og bætti við á upprunarekjanlegri íslensku: „Það er verið að breyta vestrænum heimi í second world countries,“ vegna þess að „elites vilja stjórna“.

Þannig hljómar Brynjar svolítið eins og Temu-útgáfan af Bjarna Benediktssyni.

Bjarni Benediktsson hins vegar velur sér ekki tengdason, ekki frekar en aðrir íslenskir feður. Ef það væri þannig hefðu áhyggjur Brynjars fyrst orðið að veruleika, með einhvers konar nauðungarsambandi í ætt við Sharía-lög.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Hafa forsetann að háði og spotti
Heimur

Hafa forsetann að háði og spotti

Skotar láta skína í kímnigáfuna í mótmælum gegn Donald Trump, sem spilar golf í landinu.
Svona var druslugangan 2025
Myndir
Innlent

Svona var druslugangan 2025

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“
Pólitík

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“

Eldgosið nú með forgangi Icelandia
Myndir
Innlent

Eldgosið nú með forgangi Icelandia

Leiðtogi Tsjetsjníu nærri drukknaður í sumarfríi í Tyrklandi
Heimur

Leiðtogi Tsjetsjníu nærri drukknaður í sumarfríi í Tyrklandi

Gulli Reynis kveður sviðið
Viðtal
Fólk

Gulli Reynis kveður sviðið

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall
Heimur

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall

Hallgrímur hæðist að Njáli
Pólitík

Hallgrímur hæðist að Njáli

Chuck-E-Cheese músin handtekin fyrir þjófnað
Heimur

Chuck-E-Cheese músin handtekin fyrir þjófnað

Hefur þú séð þessa menn?
Innlent

Hefur þú séð þessa menn?

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli

Slúður

Vendingar á vinstri vængnum
Slúður

Vendingar á vinstri vængnum

Loka auglýsingu