1
Sport

Tapaði milljarði vegna spilafíknar en leikur í veðmálaauglýsingu

2
Landið

Ferðamenn stefndu Orra í lífshættu

3
Innlent

„Ég á barnabörn á þessum leikskóla“

4
Menning

Tóm umslög Emmsjé Gauta

5
Innlent

Hundvotir ferðamenn forðuðu sér

6
Minning

Stefán Kristjánsson er látinn

7
Menning

Skrúfuðu aftur frá eftir langt hlé

8
Innlent

Hvernig virka nýju bílastæðagjöld HÍ?

9
Innlent

Björgunarsveitir leita að fólki

10
Innlent

Ungur karlmaður í gæsluvarðhaldi vegna kynferðisbrots

Til baka

Syrgja Víglund unga og stofnað til söfnunar

„Hann var dáðadrengur hinn mesti, hjálparhellan besta,“ segir langamma hans.

Víglundur Þorsteinsson
Víglundur Þorsteinsson„Ljómi sinnar sveitar,“ eru eftirmæli Víglundar Þorsteinssonar frá Haukholtum.
Mynd: Facebook

Aðstandendur og íbúar í samfélaginu í Hrunamannahreppi hafa lýst harmi sínum eftir að Víglundur Þorsteinsson, 10 ára gamall bráðger og atorkusamur drengur, lést af slysförum í fyrradag.

Kvenfélag Hrunamannahrepps hefur stofnað til söfnunar fyrir fjölskyldu hans.

Víglundur ungi bjó í Haukholtum ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum. Ættingjar hans og samferðafólk hafa lýst einstökum dugnaði hans og hjálpsemi. Slysið varð þegar dráttarvél féll af háum árbakka Hvítár, en bærinn liggur þar nærri.

Í opinni færslu Kvenfélags Hrunamanna er boðað til söfnunar, sem sjá má neðar í fréttinni.

„Þann 28. maí síðastliðinn varð skelfilegt slys á bænum Haukholtum í Hrunamannahreppi þar sem 10 ára drengur, Víglundur Þorsteinsson, lét lífið. Við viljum leggja okkar að mörkum til að foreldrarnir geti fengið svigrúm til að syrgja og hlúa að hvort öðru og þremur öðrum börnum sínum. Því hefur verið hafin söfnun til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum,“ segir í skilaboðum kvenfélagsins.

Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur í Hrunaprestakalli, lýsti því í samtali við Morgunblaðið í dag að fráfall Víglundar „snert­i hvert ein­asta heim­ili í sveit­inni“. „Þessi dreng­ur var hér stór part­ur af lífi okk­ar svo margra,“ sagði hann.

„Ljómi sinnar sveitar. Hinn mætasti þjóðfélagsþegn“
Auður Styrkársdóttir

Auður Styrkársdóttir, stjórnmálafræðingur, kennari, blaðamaður og skáld, kveður Víglund í opinni færslu á Facebook í kvöld, en hann var sonardóttursonur hennar og Svans Kristjánssonar stjórnmálafræðings.

„Sá harmur er að okkur kveðinn að elskulegur sonardóttursonur, Víglundur Þorsteinsson, lést af slysförum þann 28. maí síðastliðinn, rétt tíu ára gamall,“ segir hún og lýsir atgervi hans.

„Hann var dáðadrengur hinn mesti, hjálparhellan besta, ljúflingur sinnar ættar, ljómi sinnar sveitar. Hinn mætasti þjóðfélagsþegn. Minningin lifir. Við þökkum hverja stund.“

Söfnun Kvenfélags Hrunamannahrepps

Reikningsupplýsingar:

0325-22-001401

700169-7239

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


28 stiga hiti á Austurlandi og brjálæði á Breiðafirði
Innlent

28 stiga hiti á Austurlandi og brjálæði á Breiðafirði

Eldur í hesthúsi í Hafnarfirði og ökumaður reyndi að flýja vettvang
Innlent

Eldur í hesthúsi í Hafnarfirði og ökumaður reyndi að flýja vettvang

Pútín og Trump skellihlæjandi saman
Heimur

Pútín og Trump skellihlæjandi saman

Einn látinn eftir skotárás fyrir utan mosku
Heimur

Einn látinn eftir skotárás fyrir utan mosku

Hundvotir ferðamenn forðuðu sér
Myndir
Innlent

Hundvotir ferðamenn forðuðu sér

Hvernig virka nýju bílastæðagjöld HÍ?
Innlent

Hvernig virka nýju bílastæðagjöld HÍ?

Skrúfuðu aftur frá eftir langt hlé
Menning

Skrúfuðu aftur frá eftir langt hlé

„Ég á barnabörn á þessum leikskóla“
Innlent

„Ég á barnabörn á þessum leikskóla“

Valdatafl kringum fund Trumps og Putins
Heimur

Valdatafl kringum fund Trumps og Putins

Tapaði milljarði vegna spilafíknar en leikur í veðmálaauglýsingu
Sport

Tapaði milljarði vegna spilafíknar en leikur í veðmálaauglýsingu

Björgunarsveitir leita að fólki
Innlent

Björgunarsveitir leita að fólki

Ungur karlmaður í gæsluvarðhaldi vegna kynferðisbrots
Innlent

Ungur karlmaður í gæsluvarðhaldi vegna kynferðisbrots

Minning

Stefán Kristjánsson er látinn
Minning

Stefán Kristjánsson er látinn

Mínútuþögn var fyrir leik Keflavíkur og Grindavíkur á miðvikudag til að minnast Stefáns
Þorvarður Alfonsson er látinn
Minning

Þorvarður Alfonsson er látinn

Helgi Vilberg Hermannsson er fallinn frá
Minning

Helgi Vilberg Hermannsson er fallinn frá

Áslaug Sig­ríður Al­freðsdótt­ir er fallin frá
Minning

Áslaug Sig­ríður Al­freðsdótt­ir er fallin frá

Látinn eftir að hafa fallið í á í Skagafirði
Minning

Látinn eftir að hafa fallið í á í Skagafirði

Loka auglýsingu