Óhætt er að segja að leikkonan Sydney Sweeney sé ein af frægustu manneskjum heimsins þessa stundina en hún skaust fram á sjónarsviðið árið 2019 í þáttunum Euphoria og hefur orðið frægari með hverju árinu.
Í sumar varð hún fyrir mikilli gagnrýni fyrir að taka þátt í auglýsingaherferð American Eagle en þar sat hún fyrir í gallabuxum með slagorðinu „Sydney Sweeney Has Great Jeans “ en orðið „jeans“ [ísl. gallabuxur] svipar til orðsins „genes“ [ísl. gen] og er orðaleikurinn eftir því en leikkonan hefur verið talin ein sú myndarlegasta í dag. Töldu sumir auglýsingin setti hvítt fólk á hærri stall en aðra kynþætti.
Þá vakti klæðnaður hennar í Power Of Women ráðstefnu sem Variety hélt í síðustu viku mikla athygli en hún mætti í gegnsæjum kjól. Íhaldssamir þáttastjórnendur í Bandaríkjunum hafa kastað fram þeirri kenningu að hún hafi verið plötuð í kjólinn af fólki sem stendur henni nærri.
Þá hefur verið mikið slúðrað um hennar einkalíf en frá 2018 til 2022 var hún í sambandi með Jonathan Davino og voru þau trúlofuð um tíma. Fjölmiðlar vestanhafs hafa nú greint frá því að Sweeney hafi hitt sinn fyrrum unnusta á laugardaginn eftir að hafa farið út að borða með vinum sínum í Los Angeles. Í kjölfar máltíðarinnar hafi hún tekið Uber nokkra kílómetra og hafi svo verið sótt af Davino. Þau hafi svo ekið heim til hennar saman.
Hins vegar segja vitni heyrt hana hafa öskrað „Ég trúi þér ekki. Gerðu það, láttu mig í friði,“ þegar hún steig úr bílnum við heimili sitt.


Komment