1
Innlent

Inga Lind ósátt: „Fyrir þetta fengu Þingeyringar níu störf í þorpinu“

2
Innlent

Segir Alexöndru Briem vera „kynskipting“

3
Innlent

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Laugardal

4
Innlent

Gerður Ósk opnar sig um síðasta símtalið við son sinn

5
Innlent

Hundur Magnúsar hvarf í öldurnar

6
Minning

Þóra Jónsdóttir er látin

7
Innlent

Þjófar á ferð í Hafnarfirði

8
Innlent

Ugla segir erfitt að taka manneskju alvarlega sem notar „þetta orð“

9
Landið

Greini­leg kviku­söfn­un í gangi

10
Innlent

Bandaríska sendiráðið gagnrýnt fyrir áróður

Til baka

Svona er ástandið raunverulega á Gasa

Ísraelar hafa drepið sex hundruð manns við matarúthlutanir síðustu vikur. Frá loftárás á kaffihús, yfir í skóla og flóttamannabúðir á fjórum dögum.

TOPSHOT - A Palestinian mother and her daughter rush for cover during an Israeli strike in the Al-Bureij camp in the central Gaza Strip on July 4, 2025. (Photo by Eyad BABA / AFP)
Gasa í dagPalestínsk móðir og dóttir hennar hlaupa í skjól meðan á árás Ísraels stóð í Al-Bureij-flóttamannabúðunum í miðhluta Gasa, í dag, þann 4. júlí 2025.
Mynd: Eyad BABA / AFP

Ísraelar hafa drepið sex hundruð manns við matarúthlutanir síðustu vikur. Frá loftárás á kaffihús, yfir í skóla og flóttamannabúðir á fjórum dögum.

Myndirnar með meðfylgjandi frétt, sem sýna ástandið á Gasasvæðinu í herkví Ísraels, voru teknar síðustu fjóra daga. Þær hafa borist í gegnum alþjóðlegu AFP fréttastofuna, sem er þekkt fyrir áreiðanleika.

Á myndunum sjást grátandi börn biðja um mat hjá bandarísk-ísraelskum hjálparsamtökum, sem stýrt er af kristnum stuðningsmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseti. Stjórnvöld í Ísrael, sem hafa á stefnuskránni að fjarlægja Palestínumenn frá Gasasvæðinu, eins og Trump lagði til í vetur.

Á myndunum sjást einnig látin börn. Og grátandi foreldrar.

Það eru ekki undantekningar, heldur daglegur atburður á Gasasvæðinu. Sameinuðu þjóðirnar segja nú að yfir 500 manns hafi látist við matarúthlutanir hjá fyrrgreindum hjálparsamtökum.

Benyamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir að staðhæfingar ísraelskra fjölmiðla, um að hermenn greini frá fyrirskipunum um að skjóta á þiggjendur mataraðstoðar, vera „blóðdylgjur“. Hann hét því að frelsa alla gísla sem Hamas tók 7. október 2023.

Björgunarsveit Gasa greindi frá því að ísraelskar hersveitir hafi drepið að minnsta kosti 69 manns í gær, þar af 15 í loftárás á skóla þar sem flóttafólk hafði leitað skjóls. Á meðal þeirra látnu í árásum gærdagsins voru 38 manns sem biðu eftir mannúðaraðstoð á þremur mismunandi stöðum í mið- og suðurhluta Gasa, í síðasta í röð banvænna árása sem hafa beinst gegn fólki sem reynir að nálgast þær litlu birgðir sem fást.

Gasasvæðið
Í gærPalestínskir menn, særðir í skotárás þegar fólk tók á móti mannúðaraðstoð í Rafah, koma til meðferðar á yfirfullu Nasser-sjúkrahúsinu í Khan Yunis, í suðurhluta Gasa, þann 3. júlí 2025.
Mynd: AFP
Gasasvæðið 2
Þeir lifðu ekki afPalestínsk fórnarlömb nýjustu loftárása, stórskotahríðar eða skotárása Ísraels á suðurhluta Gasa eru látin liggja á jörðinni fyrir utan yfirfulla Nasser-sjúkrahúsið í Khan Yunis þann 3. júlí 2025. Björgunarsveit Gasa greindi frá því að ísraelskar hersveitir hafi drepið að minnsta kosti 69 manns þann dag.
Mynd: AFP
Gasa 3
Mynd: AFP
An injured Palestinian youth reacts following an Israeli strike in Gaza City in the central Gaza Strip, on July 2, 2025, amid the ongoing conflict between Israel and the Palestinian Hamas militant group. (Photo by Omar AL-QATTAA / AFP)
Unglingur eftir loftárásSærður palestínskur unglingur bregst við eftir árás Ísraels í Gasa-borg, í miðhluta Gasa, þann 2. júlí 2025
Mynd: Omar AL-QATTAA / AFP
Injured Palestinian children receives treatment outside Baptist Hospital in Gaza City, following an Israeli strike in the central Gaza Strip on July 2, 2025, amid the ongoing conflict between Israel and the Palestinian Hamas militant group. (Photo by Omar AL-QATTAA / AFP)
Í fyrradagSærð palestínsk börn fá meðferð fyrir utan Baptistaspítalann í Gasa-borg eftir árás Ísraels í miðhluta Gasa þann 2. júlí 2025, í miðri áframhaldandi átökum milli Ísraels og palestínsku vígasamtakanna Hamas.
Mynd: Omar AL-QATTAA / AFP
A girl gestures as she receives treatment for her wounds, sustained in an Israeli strike on a camp housing displaced Palestinians, at Khan Yunis' Nasser hospital in the southern Gaza Strip on July 2, 2025. Israel's military said July 1, that it had expanded its operations in Gaza, where residents reported fierce gunfire and shelling days before a planned trip to Washington by Prime Minister Benjamin Netanyahu.
Stúlka gefur merki með hendi á meðan hún fær meðferð vegna meiðsla sem hún hlaut í árás Ísraela á búðir þar sem stríðsflóttafólk hafði leitað skjóls, á Nasser-sjúkrahúsinu í Khan Yunis í suðurhluta Gasa þann 2. júlí 2025.

Ísraelski herinn sagði þann 1. júlí að hann hefði aukið aðgerðir sínar í Gasa, þar sem íbúar greindu frá hörðum skotárásum og sprengjuregni nokkrum dögum fyrir áætlaða ferð forsætisráðherrans Benjamins Netanyahu til Washington.
Í fyrradagStúlka gefur merki meðan hún fær meðferð vegna meiðsla sem hún hlaut í árás Ísraela á búðir þar sem stríðsflóttafólk hafði leitað skjóls, á Nasser-sjúkrahúsinu í Khan Yunis í suðurhluta Gasa þann 2. júlí 2025. Ísraelski herinn sagði þann 1. júlí að hann hefði aukið aðgerðir sínar í Gasa, þar sem íbúar greindu frá hörðum skotárásum og sprengjuregni nokkrum dögum fyrir áætlaða ferð forsætisráðherrans Benjamins Netanyahu til Washington.
Mynd: AFP
Fólk syrgir yfir líkum fórnarlamba ísraelskrar árásar sem hafnaði á Mustafa Hafez-skólanum, þar sem Palestínumenn höfðu leitað skjóls undan stríðinu, áður en jarðarför hófst við al-Shifa sjúkrahúsið í Gasa-borg, þann 3. júlí 2025, í miðri áframhaldandi átökum milli Ísraels og palestísku vígasamtakanna Hamas.
Fórnarlömbin í skólanumFólk grætur yfir líkum fórnarlamba ísraelskrar árásar á Mustafa Hafez-skólann, þar sem Palestínumenn höfðu leitað skjóls undan stríðinu, áður en jarðarför hófst við al-Shifa sjúkrahúsið í Gasa-borg, þann 3. júlí 2025.
Mynd: Omar AL-QATTAA / AFP
Særð palestínsk börn bregðast við þegar þau koma á sjúkrahús eftir árás Ísraels í Gasa-borg, í miðhluta Gasa, þann 2. júlí 2025
Í fyrradagSærð palestínsk börn bregðast við þegar þau koma á sjúkrahús eftir árás Ísraels í Gasa-borg, í miðhluta Gasa, þann 2. júlí.
Mynd: Omar AL-QATTAA / AFP
Palestinian civil defence try to extinguish a fire at a building hit by an Israeli strike in Gaza City in the central Gaza Strip, on July 2, 2025, amid the ongoing conflict between Israel and the Palestinian Hamas militant group.
BjörgunarsveitinPalestínskir slökkviliðsmenn reyna að slökkva eld í byggingu sem varð fyrir árás Ísraels í Gasa-borg, í miðhluta Gasa, þann 2. júlí 2025.
Mynd: Omar AL-QATTAA / AFP
Stúlkur fá meðferð vegna meiðsla sem þær hlutu í árás Ísraels á búðir þar sem stríðsflóttafólk hafði leitað skjóls, á Nasser-sjúkrahúsinu í Khan Yunis í suðurhluta Gasa þann 2. júlí 2025.
Stúlkur úr flóttamannabúðumStúlkur fá meðferð vegna meiðsla sem þær hlutu í árás Ísraels á búðir þar sem stríðsflóttafólk hafði leitað skjóls, á Nasser-sjúkrahúsinu í Khan Yunis í suðurhluta Gasa þann 2. júlí 2025.
Mynd: AFP
mæður gasa
Gráta fólkið sittKonur syrgja á al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasa-borg, þar sem fórnarlömb ísraelskrar árásar sem hafnaði á Mustafa Hafez-skólanum — þar sem Palestínumenn höfðu leitað skjóls undan stríðinu — voru flutt í gær, þann 3. júlí.
Mynd: AFP

Mat á fjöldamorðum Ísraels inni á Gasa

Meira en 500 manns hafa verið drepnir í nágrenni við úthlutunarstaði svokallaðrar Mannúðarstofnunar Gasa (GHF), sem studd er af Bandaríkjunum og Ísrael, frá því seint í maí, að sögn Sameinuðu þjóðanna.

GHF, sem er einkarekið með opinberri fjármögnun, hóf starfsemi 26. maí eftir að Ísrael stöðvaði allar birgðasendingar til Gasa í meira en tvo mánuði, sem leiddi til viðvarana um hungursneyð.

Starfsemi GHF hefur einkennst af óreiðu og nánast daglegum fréttum af því að ísraelskar hersveitir hafi skotið á fólk sem beið eftir matargjöfum í Palestínusvæðinu, þar sem Ísraelsher reynir að uppræta Hamas. 170 hjálpar- og mannréttindasamtök alls staðar að í heiminum hafa fordæmt þetta fyrirkomulag.

„Við höfum skráð 613 dauðsföll“ í nágrenni við GHF úthlutunarstaði og mannúðargöngur frá því GHF hóf starfsemi og fram til hádegis 27. júní, sagði Ravina Shamdasani, talskona mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, við blaðamenn.

„Af þeim 613 sem ég nefndi voru 509 drepnir við úthlutunarstaði GHF.“
Ravina Shamdasani, talskona mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.

„Af þeim 613 sem ég nefndi voru 509 drepnir við úthlutunarstaði GHF.“

Hin dauðsföllin áttu sér stað „nálægt bílalestum Sameinuðu þjóðanna og annarra hjálparsamtaka“, sagði hún.

Shamdasani bætti við að tölurnar væru enn að þróast þar sem skrifstofan væri enn að sannreyna nýjustu fréttir af fleiri dauðsföllum.

Kallað eftir rannsókn

Shamdasani sagði að erfitt væri að safna upplýsingum vegna skorts á aðgangi að Gasa.

„Það er augljóst að ísraelski herinn hefur skotið eldflaugum og beint skotum að Palestínumönnum sem reyna að nálgast úthlutunarstaði,“ bætti hún við.

„Hversu mörg voru drepin? Hver ber ábyrgð? Við þurfum rannsókn. Við þurfum aðgang. Við þurfum óháða rannsókn og við þurfum ábyrgð vegna þessara dauðsfalla.“

Sameinuðu þjóðirnar og helstu hjálparsamtök neita að starfa með stofnuninni, þar sem þau óttast að hún þjóni hernaðarlegum markmiðum Ísraela og brjóti gegn grundvallarreglum mannúðaraðstoðar.

GHF er skráð í Delaware í Bandaríkjunum og sögðu samtökin á fimmtudag að þau hefðu útdeilt yfir einni milljón matarpakka í Gasa.

Stjórnarmaður GHF er Johnnie Moore, kristinn evangelískur leiðtogi sem er bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna.

„Við höfum ekki orðið vör við neitt ofbeldi við úthlutunarstaðina okkar. Enga ofbeldisuppákomu í nágrenni þeirra,“ sagði hann við blaðamenn í Brussel á miðvikudag.

Rik Peeperkorn, fulltrúi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) á Palestínusvæðunum, ræddi dauðsföllin og sagði: „Þessi tilgangslausu morð í Gasa verða að hætta.“

Peeperkorn heimsótti Nasser-læknamiðstöðina á svæðinu í vikunni og lýsti þar hörmungunum: „Það eru sjúklingar alls staðar – á gólfinu, í ganginum,“ sagði hann.

„Þetta eru aðallega drengir, unglingar, ungir karlmenn, og við vitum öll að þeir fara á þessa svokölluðu öruggu, en ekki stýrðu af SÞ, úthlutunarstaði,“ bætti hann við. „Það eru svo margir sem hafa verið skotnir í höfuð, háls og brjóst.“

Árásin á kaffihúsið

Einu sinni var þetta líflegur staður við sjávarsíðuna þar sem ungt fólk gat vonast eftir fágætu hléi frá stríðinu. Nú liggur kaffihúsið al-Baqa í Gasa-borg í rúst eftir að ísraelsk loftárás drap 24 manns, þar á meðal blaðamann og listamann, á þriðjudaginn, 1. júlí.

Blóðblettir sáust á gólfi þakið brakki eftir árásina á mánudag, eins og sést á upptökum AFP. Útflattar plaststólar lágu við hlið brotinna viðarplanka sem sprengingin hafði sundrað, og rifinn dúkur sveiflaðist rólega í sjávargolunni.

Árásin vakti nýja sorgarbylgju á Palestínusvæðinu sem þegar hefur verið lagt í rúst af meira en tuttugu mánaða stríði, og samfélagsmiðlar fylltust af færslum þar sem hinum látnu var sýnd virðing.

„Gasa missti einstaka hæfileikamanneskju. Heimurinn missti fegurð og von,“ skrifuðu tveir vinir listakonunnar Amina al-Salmi, sem kölluð var Frans, í færslu á Instagram eftir andlát hennar í kaffihúsinu.

„Hersetan drap hana, en hún mun aldrei þagga niður í rödd hennar,“ bættu þau við. Einn vinanna, blaðamaðurinn Noor Harazeen, benti á svip milli einnar síðustu teikninga Salmi og ljósmyndar af henni eftir árásina, þar sem andlit hennar var þakið blóði.

Minningarorð streymdu einnig inn fyrir Ismail Abu Hatab, sem vinir lýstu sem blaðamanni og myndatökumanni.

Við síðustu bænirnar áður en líkami hans var lagður til grafar, var pressuvestið hans lagt á brjóst hans – eins og Gazabúar hafa gert ítrekað fyrir þá fjölmörgu palestínsku blaðamenn sem hafa látið lífið í stríðinu sem hófst með árás Hamas á Ísrael 7. október 2023.

Salmi og Abu Hatab voru meðal 24 sem létust í árásinni, samkvæmt björgunarsveit Gasa.

Myndir af sprengdum kaffihúsinu þar sem lík lágu hreyfingarlaus flæddu yfir samfélagsmiðla.

Blaðamaður og mannréttindasinni, Bayan Abusultan, sást einnig á ljósmyndum á netinu, hálfþakin blóði eftir sprenginguna.

„Við lifðum af til að bölva hersetunni í einn dag enn,“ skrifaði hún á Facebook.

Ísraelski herinn sagði við AFP að hann hefði „ráðist á nokkra Hamas-liða“ og að „ráðstafanir hafi verið gerðar til að draga úr líkum á skaða gagnvart óbreyttum borgurum“. Jafnframt væri málið nú til skoðunar.

Kaffihúsið var fyrir stríð þekkt fyrir að taka á móti ungu fagfólki og örfáum útlendingum sem höfðu aðgang að Gasasvæðinu undir ísraelskri hafnbanni.

Það var byggt í nokkrum hlutum, þar af einn hluti á staurum yfir vatni, og hafði ítrekað orðið fyrir skemmdum og síðan verið gert við, sérstaklega á tveggja mánaða vopnahléi sem lauk í mars.

Fyrir fáeinum vikum tókst kaffihúsinu enn á ný að bjóða upp á nettengingu, sem laðaði fyrri fastagesti aftur að sér.

Þó að matur væri af skornum skammti og eldhúsið lokað, gátu gestir enn fengið sér tebolla með eyðilegginguna í bakgrunni.

Maher al-Baqa, einn eigandi staðarins, sagði við AFP að það væri „eitt þekktasta kaffihúsið við strönd Gasa, sótt af menntuðum ungmennum, blaðamönnum, listamönnum, læknum, verkfræðingum og vinnusömu fólki“.

„Unga fólkið er að flýja hörmungar og erfiðar aðstæður í Gasa. Þau koma hingað í vinnufundi eða einfaldlega til að slaka örlítið á.“

Ísrael „hefur svikið þetta fólk og sprengt staðinn án nokkurrar réttlætingar,“ bætti hann við.

Blaðakonan Shrouq Aila, sem deildi myndum af kaffihúsinu á Instagram, sagði: „Sjórinn er orðið eina skjól okkar.“

Annar blaðamaður, Wassim Saleh, skrifaði á Facebook: „Sjórinn heldur áfram að skola upp líkamsleifum sem við göngum frá.“

Enn í áfalli, en snortinn af samstöðu fólks, sagði eigandinn Baqa að hann hefði misst fjóra starfsmenn og þrjá fjölskyldumeðlimi í árásinni.

„Ég fann, í gegnum mikla samstöðu fólksins með þessum stað, að þau væru að verja það litla sem eftir er af draumum sínum í Gasa.“

Trump hittir Netanyahu

Fátt virðist stöðva árásir Ísraela, sem njóta til þeirra stuðnings Bandaríkjanna, nánasta bandamanns Íslands í hernaðar- og varnarmálum.

Kristrún Frostadóttir hvatti Donald Trump Bandaríkjaforseta til þess að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa, þegar hún hitti hann á leiðtogafundi NATO í síðustu viku. Trump mun hitta Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í næstu viku. Þar segist hann búast við að vopnahlé verði samþykkt. Áður hafði Trump boðað að hann myndi semja við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, um frið í Úkraínu á einum degi. Í dag kvaðst hann vonsvikinn eftir samtal við Pútín, sem gert hefur einhverjar stærstu loftárásirnar frá upphafi stríðsins á Úkraínu síðustu daga.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Styrkja Mannlíf

Má bjóða þér að styrkja starfsemi Mannlífs með mánaðarlegu framlagi?


Komment


Lilja Rafney Magnúsdóttir
Innlent

Segir stjórnarandstöðuna vanvirða lýðræðið hér á landi

Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Flokks fólksins í NV kjördæmi segir að mörg þjóðþrifamál bíði afgreiðslu Alþingis, ekki aðeins auðlindagjaldið.
landsréttur
Innlent

Hart barist um dómarastöðu

Útsala
Peningar

Hér er listi yfir helstu útsölurnar

Landspítalinn
Innlent

Sjúkraliðum „mætt með þögn og aðgerðaleysi“

Lögreglan borði
Innlent

Lagt hald á kókaín, marijúana og milljónir í reiðufé

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar – Mynd: Efling
Innlent

„Lifi frjáls Palestína og death, death to the IDF!“

Ráðhús Reykjavíkur
Innlent

Reykjavíkurborg skráð fyrir tæplega 300 lénum

leikskólabörn
Innlent

Hagsmunir barna séu ávallt í fyrirrúmi

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra
Sport

Lætur málþófið ekki stoppa sig og ætlar „að fylgjast með stelpunum á EM“

Ugla Stefanía Jónsdóttir
Innlent

Ugla segir erfitt að taka manneskju alvarlega sem notar „þetta orð“

Kirkjusandur
Innlent

Gerður Ósk opnar sig um síðasta símtalið við son sinn

Heimur

TOPSHOT - A Palestinian mother and her daughter rush for cover during an Israeli strike in the Al-Bureij camp in the central Gaza Strip on July 4, 2025. (Photo by Eyad BABA / AFP)
Heimur

Svona er ástandið raunverulega á Gasa

Ísraelar hafa drepið sex hundruð manns við matarúthlutanir síðustu vikur. Frá loftárás á kaffihús, yfir í skóla og flóttamannabúðir á fjórum dögum.
japan Airlines 2
Myndband
Heimur

Farþegar og áhöfn grétu í hræðilegu flugi í Japan

Ratina
Heimur

Alvarleg stunguárás í Finnlandi

Red Panda
Myndband
Heimur

„Rauða pandan“ send á sjúkrahús eftir slys

flugeldaverksmiðja
Myndband
Heimur

Flugeldaverksmiðja sprakk í loft upp

Fabiola Alejandra Caicedo Pina
Heimur

Limlest lík áhrifavalds fannst í verksmiðju

Loka auglýsingu