1
Skoðun

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

2
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

3
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

4
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

5
Fólk

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu

6
Heimur

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf

7
Minning

Ragnar Tómasson er látinn

8
Landið

Vestmanneyingur þarf að greiða 1,6 milljón króna eða fara í fangelsi

9
Innlent

„Nei, Þorgerður Katrín“

10
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

Til baka

Svíakonungur beygði sig eftir íslenska fánanum

Það gustaði um Höllu Tómasdóttur við upphaf opinberrar heimsóknar hennar til Svíþjóðar.

Halla Tómasdóttir Svíakonungur
Mynd: AFP

Það gustaði um Höllu Tómasdóttur við upphaf opinberrar heimsóknar hennar til Svíþjóðar.

„Maður gæti nánast haldið að forsetinn Halla Tómasdóttir og sendinefnd hennar hefðu komið með heimskautavindana með sér til Stokkhólms,“ segir í umfjöllun sænska blaðsins Aftonbladet um opinbera heimsókn forseta Íslands í Svíþjóð, sem hófst í Konungshöllinni í Stokkhólmi í dag.

Athygli vakti í hallargarðinum að vindurinn hafði feykt íslenskum fánum á jörðina í gangvegi Höllu og Karls Gústafs Svíakonungs. Konungurinn gerði sér lítið fyrir undir heiðurverði lífvarðasveitarinnar og beygði sig eftir íslenska fánanum á jörðinni og afhenti Höllu.

Halla geislaði þó umfram allt af gleði og veifaði nýfengnum pappafánanum.

Konungurinn sagði síðan í ræðu sinni að tengsl landanna tveggja hefðu aldrei verið sterkari.

„Við erum meira en vinir, nágrannar og samstarfsaðilar – við erum nú bandamenn. Grimmileg innrás Rússlands veldur gífurlegum þjáningum hjá úkraínsku þjóðinni. Hún er einnig alvarleg ógn við frelsi okkar og öryggi. Norðurlöndin standa sameinuð í óbilandi stuðningi okkar við Úkraínu,“ sagði hann.

Halla hafði gleymt lesgleraugum sínum. Þegar kom að ræðu hennar gerði hún látlaust merki til konu í sendinefnd og fékk að láni gleraugu til að geta lesið ræðuna. Síðar komu hennar eigin gleraugu í leitirnar. „Sjáið hvernig vinátta okkar birtist í verki,“ sagði hún glaðlega. „Vinátta okkar á rætur í trausti, sameiginlegum gildum og djúpri samkennd,“ sagði forsetinn og benti á málefni eins og loftslagsvána, aukna ógn við lýðræðið, mannréttindi og öryggismál í Evrópu sem megináherslur heimsóknarinnar.

Í lýsingu Aftonbladet kemur fram að þegar forsetahjónin settust upp í bílalest á leið til næsta viðburðar hafi slæðingur af íslenskum pappafánum fokið eftir jörðinni í hallargarðinum.

Á morgun mun Halla heimsækja Karolinska háskólasjúkrahúsið og kynna sér þar lækningatæki og tækninýjungar. Þá verður haldið í Viðskiptaháskólann í Stokkhólmi og mun Halla taka þátt í samtali um hæfni leiðtoga framtíðarinnar. Síðan heldur hún í ráðhúsið í Stokkhólmi, fer í Konunglega tækniháskólann, í Kvikmyndahúsið svokallaða. Á lokadeginum á fimmtudag heimsækir Halla og föruneyti bæinn Torsåker, þar sem rekin er þróunarstöð fyrir matvæli framtíðar með áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og lýðheilsu.

Halla Tómasdóttir og Ulf Kristersson
Halla með forsætisráðherranumSkemmtilegt hjá íslenska forsetanum og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í Rosenbad.
Mynd: AFP
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Eldri maður lést eftir slagsmál við ungmenni í Malmö
Heimur

Eldri maður lést eftir slagsmál við ungmenni í Malmö

Lögreglan rannsakar málið sem morð.
Shaq neitar fyrir að vera í sambandi með klámstjörnu
Heimur

Shaq neitar fyrir að vera í sambandi með klámstjörnu

Kennari viðurkennir óviðeigandi hegðun gagnvart 11 ára nemanda
Myndband
Heimur

Kennari viðurkennir óviðeigandi hegðun gagnvart 11 ára nemanda

Vestmanneyingur þarf að greiða 1,6 milljón króna eða fara í fangelsi
Landið

Vestmanneyingur þarf að greiða 1,6 milljón króna eða fara í fangelsi

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða
Peningar

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða

Vopnaður bílstjóri í Hafnarfirði handtekinn
Innlent

Vopnaður bílstjóri í Hafnarfirði handtekinn

Greta Thunberg meðal aðgerðasinna sem Ísraelsher hefur handtekið
Myndband
Heimur

Greta Thunberg meðal aðgerðasinna sem Ísraelsher hefur handtekið

Samkynhneigð uns „sakleysi“ sannast
Heimur

Samkynhneigð uns „sakleysi“ sannast

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni
Nærmynd
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands
Skoðun

Jóhann Dagur Þorleifsson

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga
Myndband
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

Innlent

Vopnaður bílstjóri í Hafnarfirði handtekinn
Innlent

Vopnaður bílstjóri í Hafnarfirði handtekinn

Bílstjórinn var drukkinn og vímaður
„Nei, Þorgerður Katrín“
Innlent

„Nei, Þorgerður Katrín“

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis
Innlent

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig
Innlent

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig

Loka auglýsingu