Litlu mátti muna að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu næði hagstæðum úrslitum gegn því franska í fyrr í kvöld en Frakkar unnu leikinn með tveimur mörkum gegn einu.
Eins og búast mátti við voru Frakkar mun meira með boltann allan leikinn en það var Ísland sem komst yfir á 19. mínútu. Þar var á ferðinni Andri Lucas Guðjohnsen sem náði að komast inn í lélega sendi í vörn Frakka eftir góða pressu íslenska liðsins. Andri skoraði örugglega úr færi sínu. Frakkar náðu að jafna metin á 45. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Mikael Anderson steig fyrir slysni á hæl leikmann Frakklands.
Frakkar komust svo yfir á 62. mínútu þegar varnarmenn Íslands sváfu á verðinum og misstu leikmenn Frakklands aftur fyrir sig eftir góð sendingu inn fyrir vörnina.
Fimm mínútum síðar misstu Frakkar leikmann út af með rautt spjald eftir að hafa tæklað Jón Dag Þorsteinsson gróflega.
Andri Lucas skoraði svo annað mark sitt á 89. mínútu en markið var dæmt af eftir að dómarinn mat það þannig að Andri hafi brotið af sér í aðdragandi marksins. Sennilega réttur dómur en samt sem áður mjög svekkjandi fyrir Ísland.
Einkunnir leikmanna
Elías Rafn Ólafsson - 7
Guðlaugur Victor Pálsson - 5
Sverrir Ingi Ingason - 6
Daníel Leó Grétarsson - 6
Mikael Egill Ellertsson - 6
Mikael Anderson - 6
Hákon Arnar Haraldsson - 6
Ísak Bergmann Jóhannesson - 6
Jón Dagur Þorsteinsson - 7
Andri Lucas Guðjohnsen - 8
Daníel Tristan Guðjohnsen - 6
Varamenn
Sævar Atli Magnússon - 6
Þórir Jóhann Helgason - 6
Stefán Teitur Þórðarson - 6
Bjarki Steinn Bjarkason - 6
Kristian Hlynsson - Spilaði ekki nóg
Komment