1
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

2
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

3
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

4
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

5
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

6
Innlent

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins

7
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

8
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

9
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

10
Innlent

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“

Til baka

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra kynnir, sem staðgengill umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, tillögu í Samráðsgátt stjórnvalda um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar

Jóhann Páll 3
Verkefnastjórnin leggur til að Bolaalda verði flokkuð í orkunýtingarflokk áætlunarinnarEkki er lögð til breyting á tillögum verkefnisstjórnar á flokkun hinna virkjanakostanna
Mynd: Stjórnarráðið

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra kynnir, sem staðgengill umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, tillögu í Samráðsgátt stjórnvalda um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar.

Verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar skilaði þann 10. mars síðastliðinn umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tillögu að flokkun fimm nýrra virkjunarkosta en um er að ræða virkjunarkostina Bolaöldu, Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun, Skúfnavatnavirkjun og Hamarsvirkjun.

Það kemur fram að verkefnastjórnin leggur til að Bolaalda, ásamt annað hvort Skúfnavatnavirkjun eða Tröllárvirkjun, verði flokkuð í orkunýtingarflokk áætlunarinnar; seinni virkjanakostirnir tveir eru innan sama vatnasviðs.

Þá er á áætlun að Hvanneyrardalsvirkjun verði flokkuð í biðflokk áætlunarinnar - og einnig að Hamarsvirkjun verði flokkuð í verndarflokk áætlunarinnar.

Í mars síðastliðnum ákvað Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að víkja sæti sem umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra við meðferð málsins vegna tengsla sinna við einn af framkvæmdaraðilum og var Logi Einarssyni, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra, skipaður ráðherra í málinu.

Logi Einarsson

Hefur settur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ákveðið að setja breytingu á tillögu verkefnisstjórnar í samráðferli þess efnis að Hamarsvirkjun verði flokkuð í biðflokk áætlunarinnar en ekki er lögð til breyting á tillögum verkefnisstjórnar á flokkun hinna virkjanakostanna.

Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun er kveðið á um að ráðherra taki tillögu verkefnisstjórnar til skoðunar, en það er svo verkefnisstjórnin sem fer með ráðgefandi hlutverk gagnvart ráðherra.

Fari svo að ráðherra leggi hins vegar til breytingar á tillögu verkefnisstjórnar þá skal leita umsagna og kynna breytingarnar almenningi áður en tillagan er lögð fram á Alþingi - sem fer með endanlegt ákvörðunarvald um flokkun virkjunarkosta.

Af umsögnum umsagnaraðila við tillögu verkefnisstjórnar má glöggt sjá að sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk. Þau vísa meðal annars til þess að raforkukerfið á Austurlandi sé veikburða; skortur sé á framboði á raforku á svæðinu og slíkt hamli atvinnuuppbyggingu. Þá hefur efnahagslegur ávinningur virkjunarkostsins verið metinn nokkuð jákvæður. Einnig hafa framkvæmdir við stór og hagkvæm verkefni tafist allverulega og ríkir núna alger óvissa um marga virkjunarkosti vegna jarðhræringa víða á Íslandi.

Hefur því í ljósi þessa verið talið afar brýnt að forgangsraða skoðun sem og frekari rannsóknum á virkjunum sem staðsettar eru utan helstu umbrota- og hamfarasvæða landsins.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, hefur í hyggju að leggja fram frumvarp með breytingum á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, og er markmiðið það að auka skilvirkni sem og að bæta málsmeðferð.

Jafnframt þessu hefur Jóhann Páll sett í samráðsgátt drög að frumvarpi til breytinga á raforkulögum. Þar er kveðið á um að stjórnvöld hér á landi skuli á fjögurra ára fresti leggja fram heildstæða stefnu um öflun raforku og segir ráðherra að „í þeirri stefnu verða skilgreind töluleg markmið um aukna raforkuframleiðslu, sem verða höfð til hliðsjónar við gerð verndar- og orkunýtingaráætlunar hverju sinni“ og gerir Jóhann Páll ráð fyrir því að „tillaga til þingsályktunar um breytingu á verndar- og orkunýtingaráætlun verði lögð fram á Alþingi næsta haust.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

Brauðtertur, búbblur og bjór í boði á meðan byrgðir endast
Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Prís mun ódýrara ári eftir opnun
Peningar

Prís mun ódýrara ári eftir opnun

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

Atli Vikar er fundinn heill á húfi
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu
Menning

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu

„Við getum lært af öðrum”
Innlent

„Við getum lært af öðrum”

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

Lög­reglu­menn eru sagðir hafa sagt við for­svarsmenn tveggja net­verslana með áfengi að þeir yrðu ákærðir fyrir verslunina en sjálf lögreglan kemur af fjöllum
„Við getum lært af öðrum”
Innlent

„Við getum lært af öðrum”

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

Atli Vikar er fundinn heill á húfi
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk
Innlent

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk

Loka auglýsingu