
Svart...og hvítt.
Sumt fólk hefur mjög ákveðinn stíl og brýst hann oft út í klæðnaði fólks eða á heimili þess. Stíll eigenda Melabrautar 48 er nokkuð augljós en þar er mikið lagt upp úr svörtum og hvítum hlutum og innréttingum en húsið hefur verið sett á sölu.
Húsið er 209m² og eru þar inni fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Húsið er einstaklega fallegt og vel skipulagt fjölskylduhús á góðum og eftirsóttum stað þar sem stutt er í leik- og grunnskóla, sundlaug, heilsurækt, verslanir, útivistarsvæði og fallegar gönguleiðir.
Eigendurnir vilja fá 178.900.000 krónur fyrir húsið.









Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment