1
Fólk

Illa gengur hjá fyrrum Ungfrú Ísland að selja Sigvaldahús

2
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

3
Heimur

Grunnskólakennari gripinn með kókaín

4
Innlent

Seðlabankastjóri undir smásjá yfirvalda

5
Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða

6
Fólk

Emmsjé Gauti selur íbúðina í Vesturbænum

7
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

8
Fólk

Karl rifjar upp kynni sín af 13 ára Páli Óskari

9
Innlent

Ökufantur ók niður fjölda skilta

10
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana

Til baka

Svarar ásökun um einelti með uppnefni um „hýenuhvolpa“

Gunnar Smári Egilsson telur „ungherra“ hafa verið særða í æsku. „Magnaður“ í að „manípúlera fólk“, segir fyrrverandi borgarfulltrúi.

Gunnar Smári Egilsson
Gunnar SmáriRitstjóri Samstöðvarinnar mætti í viðtal á stöðinni hjá bróður sínum, til að ræða ásakanir flokksmanna um ofríki og einelti.
Mynd: Samstöðin/Skjáskot

„Kannski mun Sósíalistaflokkurinn ekki lifa þetta af,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands og driffjöður í stofnun flokksins, í viðtali við bróður sinn á Samstöðinni, sem hann ritstýrir. Þar kvartar hann undan „hýenuhjörð" innan flokksins.

Sósíalistaflokkur Íslands virðist vera klofinn í „gríðarlega flokkadrætti“ milli stuðningsmanna og gagnrýnenda Gunnars Smára, eftir að forseti ungliðahreyfingar flokksins, Karl Héðinn Kristjánsson, fræðslu- og félagsmálafulltrúi hjá Eflingu, sagði sig úr kosningastjórn flokksins samhliða ásökunum hans á hendur Gunnari Smára um útskúfun, einelti og launaþjófnað. Karl Héðinn starfaði meðal annars sem húsvörður og sem blaðamaður á vef Samstöðvarinnar, sem heyrir undir Alþýðufélagið, sem nýtur fjármögnunar Sósíalistaflokks Íslands.

„Hýenuhjörð" í spjallinu

Á fimmtudag var gagnrýnd að kærasta Gunnars Smára hefði stýrt umræðu á Samstöðinni um Karl Héðin og gagnrýni hans. Í dag er það Gunnar Smári sjálfur sem ræðir málið við bróður sinn, þrautreynda fjölmiðlamanninn Sigurjón M. Egilsson. Niðurstaða Gunnars Smára í samtalinu er að vandamál Sósíalistaflokksins sé „hýenuhjörð" í spjalli flokksins á Facebook.

Það segir hann stutt umdeildri könnun innan flokksins, sem 15% tóku þátt í, og var samkvæmt þremur formönnum stjórna Sósíalistaflokksins, sem studdu Gunnar Smára í yfirlýsingu, til marks um almenna ánægju flokksmanna.

„... þá kemur alveg hjörðin og ræðst á viðkomandi fyrir að vera andlýðræðissinni.“
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.

„Við erum með opinn umræðuvettvang á Facebook, sem við höfðum verið að ræða, í kjölfarið á könnun sem var gerð meðal flokksmanna, þá voru alvarlegustu athugasemdirnar, sem voru almennar, voru um þetta spjall, að þar væru menn, fyrst og fremst, ekki konur, sem vaða uppi, í hvert skipti sem þú setur eitthvað inn er eins og þú fáir á þig svona hýenuhjörð. Við höfðum verið að ræða það í framkvæmdastjórninni að hver mætti bara setja inn einn status á dag og eitt komment á klukkutíma, til að dempa umræðuna. En því miður náðum við ekki í gegn.“

Þá segir hann að þau sem gagnrýndu að spjallið væri „líklega að eyðileggja hreyfinguna fyrir framan hunda og manna fætur, að þá kemur alveg hjörðin og ræðst á viðkomandi fyrir að vera andlýðræðissinni.“

Minni á átökin innan Eflingar

Hann segir að málið minni sig á átök innan Eflingar, þar sem gagnrýnendur fengu „rosalegan sess í Mogganum“ og upplifað sig sem „pólitíska þátttakendur“. „Sem er auðvitað ekki, því að Mogginn er að nota þetta fólk til að koma höggi á Sósíalistaflokkinn,“ útskýrði Gunnar Smári.

Gunnar Smári segir að í flokknum séu „einhverjir svona ungherrar sem eflaust hafa verið særðir í uppeldinu af einelti og öðru slíku og eru mjög viðkvæmir, eru með sært egó utan á sér.“

Hann gagnrýnir orðfæri þeirra, en bæði Karl Héðinn og Trausti Breiðfjörð Magnússon, kveðast hafa hrökklast undan framferði Gunnars Smára. Sá síðarnefndi var borgarfulltrúi flokksins en vék að eigin sögn vegna veikinda og framkomu Gunnars Smára.

„Þeir eru að nota orðfæri sem eru úr mjög alvarlegum ofbeldismálum gagnvart konum. Þeir eru að tala um ofbeldi, þöggun og slíkt. Allur stíllinn á þessu er þannig. Þannig að ég er að sömu leyti, mér finnst stundum eins og ég sé – ég vona að það hljómi ekki hrokafullt – með hýenuhvolpa.“

Trausti Breiðfjörð Magnússon

„Hvaða Twilight Zone erum við eiginlega komin í?“
Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.

Kvartar undan dylgjum hjá Gunnari Smára

Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi, gagnrýnir orð Gunnars Smára á Facebook í dag. „Ég hef held ég aldrei orðið vitni af manneskju sem er jafn fær í að manípúlera fólk og Gunnar Smári gerir. Hann er magnaður í því. Og má eiga það,“ segir Trausti.

„Hér fer þessi meistari með fagmannlega spunnar dylgjur um mig og mína æsku. Algjör fagmaður. Segist ekki hafa verið í miklum samskiptum við mig en fullyrðir að hann þekki mína æskusögu. Segir að ég sé „særður af einelti í uppeldi“, sé viðkvæmur eftir þau áföll. Útvarpar þessu fyrir framan alla alþjóð.

Eftir að hafa varpað fram þessum dylgjum og rangfærslum, heldur hann áfram. Sver af sér ásakanir um einelti með því að kalla mig og okkur sem sögðum frá því „gjammandi hýenur“ svo allir heyri. Þetta er auðvitað besta leiðin til að jarða ásakanir um einelti, með því að uppnefna fólk og líkja því við hræætur. Gaman að sjá hversu vel það gengur að sanna frásögn mína um það hvernig „samskipti“ eru stunduð á þessum bæ.

Ofan á þetta talar meistarinn sjálfur um að fólk sem lendi í einelti geti ekki kallað sig þolendur. Það sé einhvers konar svívirða gagnvart baráttu kvenna gegn ofbeldi. Það er eiginlega súrraelískt að vera kominn í einhverja atburðarrás eins og þessa, þar sem maður er sakaður um karlrembu fyrir að greina frá einelti og andlegu ofbeldi. Að Gunnar Smári sé fórnarlamb karlrembu minnar. Hvaða Twilight Zone erum við eiginlega komin í?“

Sigurjón M. Egilsson, bróðir Gunnars Smára, ræðir við hann um átökin í Sósíalistaflokknum.

Gjaldþrot með „lág upphæð“

Til viðbótar við gagnrýni á hendur „hýenuhjörð“ innan Sósíalistaflokksins svaraði Gunnar Smári fyrir notkun fjárframlaga til stjórnmálaflokka í útgáfu sjónvarpsstöðvar og vefmiðils. Þá blés hann á gagnrýni á gjaldþrot Fréttatímans, sem hann ritstýrði og átti tæpan þriðjungshlut í. Taldi hann gjaldþrotið „eðlilegt“ í ljósi aðstæðna og að 300 milljóna króna kröfur, sem ekki fékkst upp í, hefði talist „lág upphæð“ miðað við umfang útgáfunnar. Svo hafi laun verið greidd af ábyrgðarsjóði launa, auk þess sem hann hafi lánað félaginu 5 milljónir króna til að greiða laun undir lokin.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Grunnskólakennari gripinn með kókaín
Heimur

Grunnskólakennari gripinn með kókaín

Stærðfræðikennarinn hefur unnið sem kennari í áratug.
Yfir þúsund ökumenn óku of hratt við grunnskóla
Innlent

Yfir þúsund ökumenn óku of hratt við grunnskóla

Emmsjé Gauti selur íbúðina í Vesturbænum
Myndir
Fólk

Emmsjé Gauti selur íbúðina í Vesturbænum

Fuglainflúensa greinist í mávum á Íslandi
Innlent

Fuglainflúensa greinist í mávum á Íslandi

Karl rifjar upp kynni sín af 13 ára Páli Óskari
Fólk

Karl rifjar upp kynni sín af 13 ára Páli Óskari

Reiðir stuðningsmenn Áslaugar
Slúður

Reiðir stuðningsmenn Áslaugar

Fyrrum leikmaður Aftureldingar segir skilið við WWE
Myndband
Sport

Fyrrum leikmaður Aftureldingar segir skilið við WWE

Illa gengur hjá fyrrum Ungfrú Ísland að selja Sigvaldahús
Myndir
Fólk

Illa gengur hjá fyrrum Ungfrú Ísland að selja Sigvaldahús

Seðlabankastjóri undir smásjá yfirvalda
Innlent

Seðlabankastjóri undir smásjá yfirvalda

Ökufantur ók niður fjölda skilta
Innlent

Ökufantur ók niður fjölda skilta

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða
Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana

Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn
Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn

„Viðreisn er því frekar hlutlaust nafn. Kannski eins og Hyundai“
„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“
Pólitík

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma
Pólitík

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump
Pólitík

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

Loka auglýsingu