1
Innlent

Lögreglan fann fíkniefnaverksmiðju

2
Innlent

Segir þjóðþekkta menn á Íslandi vera gyðingahatara

3
Innlent

Áhyggjufull móðir mun halda ræðu

4
Landið

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu

5
Minning

Áslaug Sig­ríður Al­freðsdótt­ir er fallin frá

6
Pólitík

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni

7
Fólk

Ásgerður Jóna selur raðhús með aukaíbúð

8
Innlent

Meindýraeyðir játar að tilkynna ekki veggjalýs

9
Innlent

Eftirlýsti bíllinn finnst ekki

10
Heimur

Pólland vísar Úkraínumönnum úr landi eftir rapptónleika

Til baka

Superman hendir innflytjendum úr Bandaríkjunum

Dean Cain, fyrrum Suparman leikari, gengur til liðs við útlendingaeftirlit Bandaríkjanna til að vernda landið

Dean Cain
Dean Cain og mótleikona hans Terry HatcherÞau léku Superman og Lois Lane á tíunda áratugnum
Mynd: Alan Light

Bandaríski leikarinn Dean Cain lék Superman í þáttunum „Lois & Clark: The New Adventures of Superman frá 1993 til 1997“. Þættirnir, um einn frægasta innflytjenda Bandaríkjanna, voru vinsælir á sínum tíma og hlutu margar tilnefningar og verðlaun.

Í viðtali við Fox News á miðvikudaginn sagði Dean Cain að hann væri að gang í útlendingaeftirlit Bandaríkjanna, oftast kallað ICE. Stofnunin hefur verið umdeild undanfarið vegna gríðarlegar aukningar í brottvísunaraðgerðum.

Dean Cain hefur haldið áfram að leika í þáttum og myndum en hann segist einnig vera forfallalögregluþjónn. Hann deildi myndbandi á samfélagsmiðla sem var hans umsókn til ICE og fékk myndbandið mikla athygli. Hann hvetur nú fylgjendur sína og almenning til að gera hið sama og ganga til liðs við ICE.

Í yfirlýsingu sagði bandaríska öryggisráðuneytið (DHS) að Cain yrði vígður sem heiðursfulltrúi ICE á næstu vikum. „Superman hvetur Bandaríkjamenn til að verða ofurhetjur í raunveruleikanum með því að bregðast við kalli þjóðarinnar um að ganga til liðs við hugrökku konurnar og karlana hjá ICE, sem vinna að því að vernda samfélög okkar og handtaka þau allra verstu,“ sagði Tricia McLaughlin, aðstoðarráðuneytisstjóri DHS.

„Fólk þarf að stíga fram. Ég er að stíga fram. Vonandi mun fullt af fyrrum lögreglumönnum og ICE starfsfólki gera það sama, og þá náum við markmiðunum strax og getum hjálpað til við að vernda þetta land,“ sagði Cain í viðtali við Fox News.

ICE
Skjáskot af vefsíðu ICEMyndin vitnar í auglýsingar frá seinni heimstyrjöld
Mynd: U.S. Immigartion and Customs Enforcement

Trump segist vilja að brottvísanir útlendinga nái upp í eina milljón manns á hverju ári. Til þess að markmið hans geti orðið raunverulegt þarf ICE mun fleira starfsfólk. ICE hefur því beitt fjölbreyttum ráðningaraðferðum og auglýsingaherferðum í von um að ráða 10 þúsund starfsmenn í viðbót. Meðal auglýsinganna hafa sést veggspjöld sem minna á áróður frá seinni heimsstyrjöld.

Í kjölfar tilskipana frá ríkisstjórn Trumps hefur ICE þegar handtekið tugi þúsunda af innflytjendum í Bandaríkjunum og vísað þeim úr landi. Aðgerðirnar eru oft á tíðum nokkuð grimmar og hafa náð til hversdagslega borgara sem eru að sækja um ríkisborgararétt, algjörlega löglega. Eftir að fólk er handtekið er það sent í vissar fangabúðir án réttarhalda.

„Þetta er það sem ég kaus, og [Trump] ætlar að sjá til þess að það rætist, og ég mun leggja mitt af mörkum og hjálpa til við að tryggja að það gerist,“ sagði Dean Cain í viðtalinu við Fox News.

Dean Cain 2
Dean Cain árið 2025
Mynd: Gage Skidmore
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Borgarbúar gefi öndunum ekki brauð
Innlent

Borgarbúar gefi öndunum ekki brauð

Vilja ekki lífræn efni í tjörnina eins og staðan er í dag
Karlmaður réðst á sambýliskonu sína með kertastjaka
Innlent

Karlmaður réðst á sambýliskonu sína með kertastjaka

Framkvæmdastjóri sakar fyrrum eigendur um blekkingar
Peningar

Framkvæmdastjóri sakar fyrrum eigendur um blekkingar

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu
Landið

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu

Kaþólska kirkjan sækir í sig veðrið
Innlent

Kaþólska kirkjan sækir í sig veðrið

Ógnandi farþegi handtekinn á Reykjavíkurflugvelli
Innlent

Ógnandi farþegi handtekinn á Reykjavíkurflugvelli

Áslaug Sig­ríður Al­freðsdótt­ir er fallin frá
Minning

Áslaug Sig­ríður Al­freðsdótt­ir er fallin frá

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni
Pólitík

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni

Pólland vísar Úkraínumönnum úr landi eftir rapptónleika
Heimur

Pólland vísar Úkraínumönnum úr landi eftir rapptónleika

Sigurför Rúnars heldur áfram
Menning

Sigurför Rúnars heldur áfram

Eftirlýsti bíllinn finnst ekki
Innlent

Eftirlýsti bíllinn finnst ekki

Áhyggjufull móðir mun halda ræðu
Innlent

Áhyggjufull móðir mun halda ræðu

Heimur

Pólland vísar Úkraínumönnum úr landi eftir rapptónleika
Heimur

Pólland vísar Úkraínumönnum úr landi eftir rapptónleika

Þessir einstaklingar stóðu fyrir „óeirðum, ágengri hegðun og ákveðnum ögrunum“
Sameinuðu þjóðirnar skipa Ísrael að hætta hernámi á Gaza
Heimur

Sameinuðu þjóðirnar skipa Ísrael að hætta hernámi á Gaza

Kjarnorkuveri lokað vegna marglytta
Heimur

Kjarnorkuveri lokað vegna marglytta

Greta Thunberg siglir aftur til Gaza
Heimur

Greta Thunberg siglir aftur til Gaza

Superman hendir innflytjendum úr Bandaríkjunum
Heimur

Superman hendir innflytjendum úr Bandaríkjunum

Loka auglýsingu