
Ákveðið hefur verið að hætta senda út sjónvarpsfréttir klukkan 22:00 á kvöld á RÚV og verður aðalfréttatími færður til klukkan 20:00 í stað 19:00.
RÚV greinir frá þessu en aðalfréttatími RÚV hefur verið sendur út klukkan 19:00 síðan árið 1999 en fram að því var aðalfréttatíminn sendur út klukkan 20:00. Tíufréttirnar svokölluðu hafa verið sendar út síðan árið 2000 en frá 1988 voru sendar út fréttir klukkan 23:00.
Síðasti fréttatíminn klukkan 22 verður sendur út 1. júlí og frá og með 24. júlí verða fréttir á sínum nýja tíma klukkan 20 á kvöldin.
„Fréttaneysla hefur breyst gríðarlega síðustu ár og við ætlum að laga okkur að þeim breytta veruleika. Með því að draga úr sjónvarpsframleiðslu getum við lagt meiri áherslu á fréttir á stafrænum miðlum þar sem flestir neyta þeirra,“ segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV. „Þetta er ekki hugsað sem hagræðing heldur áherslubreyting.“
Komment