1
Pólitík

Pálmi tætir Bergþór í sig

2
Innlent

Leigubílstjórinn hræddur um öryggið sitt á Íslandi og íhugar að flytja úr landi

3
Innlent

Minnist Lofts Sveins sem lést í mótorhjólaslysi á dögunum

4
Heimur

Jeff Daniels lætur kjósendur Trump fá það óþvegið

5
Landið

Elísa Mjöll er nýjasti sóknarprestur Þjóðkirkjunnar

6
Innlent

Þrjú ungmenni gengu hættulega nærri eldgosinu

7
Heimur

Stakk af eftir að hafa ekið á tvítugan mann á Tenerife

8
Innlent

Gylfi Ægisson er fallinn frá

9
Innlent

Segir málningaslettuna ekki mega taka athyglina frá Gaza

10
Innlent

Berja potta fyrir framan utanríkisráðuneytið í allan dag

Til baka

„Stjórnarandstaðan skilur ekki að það er ekki hægt að afla fylgis með leiðindum“

Hallgrímur Helgason mátaði orð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um „dimman dag“ í ferð sinni um Norðurland

Alþingi 71. grein
Guðlaugur Þór ÞórðarsonHallgrímur Helgason hæðist að stjórnarandstöðunni í nýrri Facebook-færslu
Mynd: Víkingur

„Vikum saman héldu þingmenn stjórnarandstöðunnar pontu Alþingis svo enginn annar komst að. Og hótuðu því að tala áfram fram að jólum. "Það er okkar heilaga skylda!" æpti þingmaður fyrir hönd fjölskyldu sinnar sem er áskrifandi að árlegum kvótamilljarði austur á landi.“

Þannig hefst Facebook-færsla Hallgríms Helgasonar, rithöfunds og málara, sem vakið hefur nokkra athygli. Þar hæðist Hallgrímur að stjórnarandstöðunni sem sló Íslandsmet á dögunum í málþófi á Alþingi. Rithöfundurinn hélt áfram:

„Vikum og dögum átti þetta fólk sviðið og voru á endanum orðin þekktari andlit en sjálfir ráðherrarnir í ríkisstjórn Íslands. Smám saman sveif á þau sú blekking að þau færu enn með nokkur völd. Í gær var teppinu kippt undan þeim.“

Sagði Hallgrímur því næst að öllu hafi verið snúið á haus þegar málþófið var stöðvað.

„Það var því nokkuð hlálegt, en þó fyrirsjáanlegt, að fyrstu viðbrögð þeirra yrðu að spila sig sem fórnarlömb, fólkið sem hafði haldið Alþingi í herkví vikum saman með málbeldi. Þegar endir var bundinn á óeðlilegt ástand var það allt í einu aðför að lýðræðinu. Öllu snúið á haus.“

Hallgrímur minnist einnig á stjórnarandstöðuna þegar Jóhanna Sigurðardóttir fór fyrir ríkisstjórninni og lýsir offorsi og að það hafi verið endurtekið nú. Þá segir hann stjórnarandstöðukarlana ekki geta sætt sig við þriggja kvenna stjórn.

„Við munum öll hvernig tapsárir ráðandi flokkar létu í andstöðu sinni við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, það var offors sem aldrei hafði áður sést, og nú skal leikurinn endurtekinn. Forneskjulegur tilkarlar sem enn eru pikkfastir í Thatcher-frösunum geta bara ekki sætt sig við þriggja kvenna stjórn sem laus er við alla meðvirkni.

Þetta fólk þolir ekki að aðrir stjórni. Þann 10. júlí höfðu XD og XB enn ekki sætt sig við kosningaúrslit frá 30. nóvember. Formaður Framsóknarflokksins talar hvað eftir annað eins og hans hugmyndir og tillögur eigi enn að hafa einhverja vigt í sölum Alþingis.

Fróðlegt verður að sjá næstu könnun.“

Í seinni hluta færslu sinnar talar Hallgrímur um ferð sína fyrir norðan um helgina en þar hafi ekki verið hægt að sjá að fólkið þar væri miður sín yfir kjarnorkuákvæðinu.

„Ég þurfti inn á Dalvík í gær og gat ekki annað en mátað orð Guðlaugs Þórs um "dimman dag" við Samherjahöllina í höfninni þar, svo glæst sem hún glitraði í sólskininu. Enga sorg fann ég þó í Menningarhúsinu góða þar sem eldakonur reiddu fram stórkostlega Thai-súpu og með því.

Akureyrsku konurnar sem ég hitti á kajanum á Árskógssandi voru einnig ómyrkar í máli: "Loksins var þetta málæði stöðvað, þessi þjóðarskömm." Ég gat ekki annað en forvitnast á móti: "Er þetta stemmningin á Akureyri?" Ekki stóð á svari hjá fallegri ömmu í fínt pjónaðri lopapeysu: "Algjörlega. Það er öllum alveg misboðið, þessi líka vitleysa!" - "Stendur enginn með málþófinu?" - "Nei, jú … það svona liggur bara í þessum örfáu fjölskyldum, auðvitað".“

Að lokum segir listamaðurinn frá Sjálfstæðismanni sem hann hitti í Hrísey, sem var síður en svo sáttur við sinn flokk.

„Úti í eyjunni okkar hitti ég svo gamlan og fróman Sjálfstæðismann, sem var að reisa kaffitjald fyrir Hríseyjarhátíðina sem nú stendur yfir: "Ja, ekki man ég eftir neinu málþófi eða áhyggjum af okkur hér þegar kvótinn og frystihúsið var tekið af okkur um árið og fært yfir á Dalvík. Það var árið 2000 og okkar fólk við völd. Nei nei, en þegar forstjórarnir og eigendurnir eiga það á hættu að þurfa að selja majonesið sitt, þá verður allt vitlaust. Auðvitað snýst þetta aldrei um fólkið, bara peningana."

Síðar um kvöldið, fyrir utan ballið í Sæborg, orðaði okkar skýrasti maður stöðuna svo: “Stjórnarandstaðan skilur ekki að það er ekki hægt að afla fylgis með leiðindum”.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Hefur þú séð þessa menn?
Innlent

Hefur þú séð þessa menn?

Lögreglan lýsir eftir tveimur mönnum vegna rannsóknar.
Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli

Hvíta húsið ræðst á South Park
Heimur

Hvíta húsið ræðst á South Park

Pálmi tætir Bergþór í sig
Pólitík

Pálmi tætir Bergþór í sig

Segir málningaslettuna ekki mega taka athyglina frá Gaza
Innlent

Segir málningaslettuna ekki mega taka athyglina frá Gaza

Minnist Lofts Sveins sem lést í mótorhjólaslysi á dögunum
Innlent

Minnist Lofts Sveins sem lést í mótorhjólaslysi á dögunum

Jeff Daniels lætur kjósendur Trump fá það óþvegið
Heimur

Jeff Daniels lætur kjósendur Trump fá það óþvegið

Stakk af eftir að hafa ekið á tvítugan mann á Tenerife
Heimur

Stakk af eftir að hafa ekið á tvítugan mann á Tenerife

Þrjú ungmenni gengu hættulega nærri eldgosinu
Myndband
Innlent

Þrjú ungmenni gengu hættulega nærri eldgosinu

Gylfi Ægisson er fallinn frá
Innlent

Gylfi Ægisson er fallinn frá

Elísa Mjöll er nýjasti sóknarprestur Þjóðkirkjunnar
Landið

Elísa Mjöll er nýjasti sóknarprestur Þjóðkirkjunnar

Pólitík

Pálmi tætir Bergþór í sig
Pólitík

Pálmi tætir Bergþór í sig

„Einhver þarf sjálfsagt að vera leiðinlegastur í bekknum“
„Dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga“
Pólitík

„Dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga“

Karl Héðinn stígur til hliðar
Pólitík

Karl Héðinn stígur til hliðar

Bendir á áhuga Guðrúnar á ESB fyrir ellefu árum
Pólitík

Bendir á áhuga Guðrúnar á ESB fyrir ellefu árum

„Stjórnarandstaðan skilur ekki að það er ekki hægt að afla fylgis með leiðindum“
Pólitík

„Stjórnarandstaðan skilur ekki að það er ekki hægt að afla fylgis með leiðindum“

Segir að Þorgerði Katrínu hafi snúist hugur
Pólitík

Segir að Þorgerði Katrínu hafi snúist hugur

Loka auglýsingu