1
Pólitík

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu

2
Innlent

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum

3
Innlent

„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“

4
Heimur

Danir banna dróna

5
Heimur

„Rússland hefur engin áform um að binda enda á þetta stríð“

Til baka

Stefán telur öruggt að hundsbitum muni fjölga

Segir það ekki vera neitt gamanmál

Stefán Pálsson sagnfræðingur
Stefán Pálsson sagnfræðingurHefur áhyggjur af nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar
Mynd: YouTube/Skjáskot

Nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um dýrahald í fjölbýlishúsum hefur vakið mikla athygli, sérstaklega hjá gæludýraeigendum, en nái það í gegn þurfa gæludýraeigendur ekki að fá samþykki hjá nágrönnum sínum í fjölbýli vilji þeir fá sér hund eða kött. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi, telur að frumvarpið gæti verið talsvert betra.

„Það eru skiptar skoðanir á frumvarpi félagsmálaráðherra um hunda og ketti í fjöleignarhúsum og einhvern veginn finnst manni blasa við að því verði ýtt útaf borðinu í þinglokasamningum,“ skrifar Stefán á Facebook. „En ef það verður afgreitt eða endurflutt í haust þætti mér eðlilegt að bæta inn klausu sem tekur skýrt fram að þessir hundar verði að vera skráðir.“

Að sögn Stefáns eru aðeins um fjórðungur hunda í Reykjavík skráður löglega en skráningunni fylgir árlegt gjald, en innifalið í því er trygging fyrir slysum sem hundurinn kynni að valda.

„Vissulega kaupa margir eigendur óskráðra hunda gæludýratryggingu sem getur innihaldið ábyrgðartryggingu - en þessi tölfræði bendir samt til þess að mjög hátt hlutfall hunda, væntanlega meira en helmingur, sé ótryggður.“

Gjaldþrota hundaeigendur

Hundur í athvarfinu The Animal Haven

Þetta segir Stefán að sé ekkert gamanmál og aukinn þéttleiki byggðar og vaxandi hundaeign muni óhjákvæmilega leiða til þess að atvikum þar sem hundar bíta fólk eða valda skaða hlýtur að fjölga.

„Það er bara einfalt reikningsdæmi og hefur ekkert að gera með það hvort fólk sé hlynnt eða andsnúið hundahaldi. Ótryggður hundur sem veldur slysi getur hæglega leitt til gjaldþrots eigandans sem þar með er persónulega skaðabótaskyldur - að ekki sé talað um hversu erfitt kann að reynast fyrir fórnarlambið að sækja bætur.

Ef stór hluti bílaflotans reyndist vera ótryggður myndu stjórnvöld samstundis grípa til aðgerða, þegar kemur að óskráðum og/eða ótryggðum hundum er hins vegar ekkert kerfi sem hægt er að grípa til. Sá sem er gripinn á nagladekkjum um hásumar getur fengið tugþúsunda sekt á hvert dekk, en það að eiga óskráðan hund hefur engar afleiðingar. Það er ekki gott fyrir neinn - allra síst hundavini.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

„Rússland hefur engin áform um að binda enda á þetta stríð“
Heimur

„Rússland hefur engin áform um að binda enda á þetta stríð“

Utanríkisráðherra kallaði eftir því að þjóðir heims tækju höndum saman
„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“
Innlent

„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum
Innlent

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu
Pólitík

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu
Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá
Minning

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá

Gersemi í Grafarvogi til sölu
Myndir
Fólk

Gersemi í Grafarvogi til sölu

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Innlent

„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“
Innlent

„Sex þúsund Íslendingar verða fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári“

„Tíma­mót í sjálfs­vígs­for­vörnum“ segir þingflokksformaður Framsóknar, í grein þar sem hún fjallar um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir
Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum
Innlent

Keyrði dópaður með fullan bíl af efnum og seðlum

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu
Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

Loka auglýsingu