
Stefán vill veita ráðgjöfMögulega vill hann gefa út bækur og sinna fræðslustarfsemi.
Mynd: Skjáskot / mbl.is
Fjölmiðlamaðurinn umdeildi Stefán Einar Stefánsson hefur í gegnum tíðina fengist við ýmislegt og mun eflaust margir eftir veru hans í formannsstól VR.
Þá flutti Stefán einnig inn áfengi um tíma en hann hefur nú stofnað nýtt fyrirtæki sem ber nafnið Hoddmímisholt slf. en nafn þess vísar í norræna goðafræði. Greint er frá þessu í Lögbirtingarblaðinu.
Tilgangur félagsins er fræðslustarfsemi, bókaútgáfa og ráðgjöf. Stefán er þó ekki eini eigandinn en Þjóðmál ehf. er skráð í eigendahóp félagsins en það félag er í 100% eigu SAM Consulting slf. en Gísli Freyr Valdórsson á það félag að öllu leyti.
Framkvæmdastjóri félagsins er Stefán Einar og er hann einnig með prókúruumboð
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment