1
Peningar

Gummi Ben og Kjartan Atli stofna fyrirtæki

2
Innlent

Mannauðsstjóri Kópavogs reif niður auglýsingar um Kvennaverkfallið

3
Peningar

Trylltur hagnaður hjá Balta

4
Fólk

Fegurðardrottning selur í Kópavogi

5
Heimur

Glæpagengi sem herjaði á ferðamenn á Tene handsamað

6
Peningar

Hanna María mætt til leiks

7
Innlent

Segist aðeins hafa verið áreitt af erlendum karlmönnum í bænum

8
Innlent

Slasaður eftir líkamsárás í Garðabæ

9
Innlent

Jóhannes dæmdur fyrir að aka á göngustígum og á móti umferð

10
Innlent

Stefán Einar sagði að launamunur kynjanna væri „siðferðislegt vandamál“

Til baka

Stefán Einar sagði að launamunur kynjanna væri „siðferðislegt vandamál“

Virðist hafa heldur betur skipt um gír

Stefán Einar Stefánsson
Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaðurVar eitt sinn formaður VR en styður ekki kvennaverkfallið
Mynd: Skjáskot / mbl.is

Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson er allt annað en sáttur við Kvennaverkfallið 2025 sem haldið verður á föstudaginn og hefur hann meðal annars kallað verkfallið „trúðasýningu,“ og hvatti þá sem standa á bakvið verkfallið til að hætta við það og bætti í á samfélagsmiðlum.

Facebook póstur Stefáns

Þennan póst fékk ég sendan frá skóla barnanna minna fyrr í dag. Þar segir að Garðabær styðji jafnréttisbaráttu kvenna og kynseginfólks.

Og þar er bent á að verkfall hafi verið boðað 24. október næstkomandi.

Nú eru í gildi lög í landinu um verkfallsboðanir og verkfallsaðgerðir. Hefur þeim lögum verið fylgt við boðun þessarar vinnustöðvunar?

Og ef Garðabær stendur með konum og kvárum, þá má eins spyrja, stendur bærinn með börnum bæjarins og foreldrum þeirra? - Hvað segir þú Almar Guðmundsson?

Ég held að það sé löngu kominn tími til þess að hætta þeim fíflagangi sem hér veður uppi og segja hlutina eins og þeir eru. Aðgerðir af þessu tagi eru algjör tímaskekkja í nútímasamfélagi og gera í raun lítið úr konum fremur en hitt.

Ég styð jafnréttisbaráttuna af heilum hug og er tilbúinn að leggja öll þau lóð á vogarskálarnar sem ég get í því efni. En mér er óljúft að sitja undir þessu - og ég veit að það sama gildir um ótrúlegan fjölda fólks af báðum kynjum.

Vandinn er sá að fólk þorir ekki að segja hug sinn. Af hverju ekki? Því þá kemur liðið með heykvíslarnar og stimplana og spyr með þjósti: ertu á móti jafnrétti? ertu á móti konum? Hvað er eiginlega að þér?

Svörin eru einföld: Nei, nei og ekkert.

Kröfur Kvennaárs, sem standa fyrir verkfallinu, eru kröfur og aðgerðir sem stjórnvöld geta komið í framkvæmd að mati Kvennaárs og myndu þær aðgerðir taka stór skref í átt að jafnrétti. Þær eru í þremur flokkum; launamisrétti kynjanna, ólaunuð vinna kvenna og kynbundið ofbeldi.

Eins og frægt er var Stefán Einar kjörinn formaður VR árið 2011. Hann hlaut 20,6 pró­sent atkvæða í kosn­ingu þar sem sjö voru í fram­boði sem dugði til sig­urs. Í næstu kosn­ing­um, sem fóru fram árið 2013, tap­aði hann með miklum mun fyrir Olafíu B. Rafns­dótt­ur.

Í framboðsbæklingi sem VR gaf út sagði fjölmiðlamaðurinn eftirfarandi:

„Taka þarf harðar á því siðferðislega vandamáli sem launamunur kynjanna er. Það er ólíðandi að 10% munur mælist milli kynjanna. Ég kynni nýjar leiðir til þess að sporna gegn þessu vandamáli.“

Ekki er víst hvort Stefán Einar telji að þessi launamunur sé ekki lengur til staðar eða hvort hann einfaldlega skipt um skoðun í þessum efnum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ísrael heldur áfram að meina erlendum blaðamönnum aðgang að Gaza
Heimur

Ísrael heldur áfram að meina erlendum blaðamönnum aðgang að Gaza

Yfirvöld fá 30 daga frest til að lýsa afstöðu sinni til málsins
Ístex glímir við rekstrarvanda
Landið

Ístex glímir við rekstrarvanda

Fáskrúðsfirðingur tekinn með amfetamín á Reykjavíkurflugvelli
Innlent

Fáskrúðsfirðingur tekinn með amfetamín á Reykjavíkurflugvelli

Segist aðeins hafa verið áreitt af erlendum karlmönnum í bænum
Innlent

Segist aðeins hafa verið áreitt af erlendum karlmönnum í bænum

Nístingskuldi mögulega truflaði glæpamenn í nótt
Innlent

Nístingskuldi mögulega truflaði glæpamenn í nótt

Úkraína gæti keypt 150 orrustuþotur af Svíþjóð
Heimur

Úkraína gæti keypt 150 orrustuþotur af Svíþjóð

Mannauðsstjóri Kópavogs reif niður auglýsingar um Kvennaverkfallið
Innlent

Mannauðsstjóri Kópavogs reif niður auglýsingar um Kvennaverkfallið

Hafsteinn Dan gerður að formanni
Innlent

Hafsteinn Dan gerður að formanni

Glæpagengi sem herjaði á ferðamenn á Tene handsamað
Heimur

Glæpagengi sem herjaði á ferðamenn á Tene handsamað

Hanna María mætt til leiks
Peningar

Hanna María mætt til leiks

Gummi Ben og Kjartan Atli stofna fyrirtæki
Peningar

Gummi Ben og Kjartan Atli stofna fyrirtæki

Jóhannes dæmdur fyrir að aka á göngustígum og á móti umferð
Innlent

Jóhannes dæmdur fyrir að aka á göngustígum og á móti umferð

Fegurðardrottning selur í Kópavogi
Myndir
Fólk

Fegurðardrottning selur í Kópavogi

Innlent

Fáskrúðsfirðingur tekinn með amfetamín á Reykjavíkurflugvelli
Innlent

Fáskrúðsfirðingur tekinn með amfetamín á Reykjavíkurflugvelli

Var með þrjú mismunandi eiturlyf í bakpoka
Hafsteinn Dan gerður að formanni
Innlent

Hafsteinn Dan gerður að formanni

Segist aðeins hafa verið áreitt af erlendum karlmönnum í bænum
Innlent

Segist aðeins hafa verið áreitt af erlendum karlmönnum í bænum

Nístingskuldi mögulega truflaði glæpamenn í nótt
Innlent

Nístingskuldi mögulega truflaði glæpamenn í nótt

Mannauðsstjóri Kópavogs reif niður auglýsingar um Kvennaverkfallið
Innlent

Mannauðsstjóri Kópavogs reif niður auglýsingar um Kvennaverkfallið

Stefán Einar sagði að launamunur kynjanna væri „siðferðislegt vandamál“
Innlent

Stefán Einar sagði að launamunur kynjanna væri „siðferðislegt vandamál“

Loka auglýsingu